„Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. apríl 2021 18:54 Íris Hrund Sigurðardóttir hefur barist við langvarandi eftirköst Covid síðustu mánuði. Hún gagnrýnir úrræðaleysi heilbrigðisyfirvalda varðandi fólk í sinni stöðu. Vísir/Egill Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. Íris Hrund Sigurðardóttir er þrítug þriggja barna móðir sem var fullfrísk þegar hún veiktist af Covid-19 í september. Hún fór tiltölulega létt í gegnum sjálf veikindin en svo komu alvarleg eftirköst. Hún var mikið veik í um þrjá mánuði og þurfti að minnka við sig í vinnu um 50%. „Ég var með Covid- 19 í tvær vikur og var ekki mikið veik. Það var svo þegar ég hafði náð mér af sjúkdómnum sem ég varð virkilega veik. Einkennin var mikið orkuleysi, höfuðkvalir og almenn flensueinkenni. Ég hélt um tíma að ég myndi hreinlega ekki ná mér og fékk mikinn heilsukvíða,“ segir Íris. Íris segir að henni hafi verið bent á að leita til heilsugæslunnar. „Fljótlega eftir útskrift hafði ég samband við spítalann vegna veikindanna og mér var sagt að hafa samband við heilsugæsluna. Ráðin sem ég fékk voru að bíða og sjá til. Ég beið lengi og var alveg að missa trúnna á að ég myndi ná bata. En hann er að koma núna hægt og rólega en svo koma bakslög inná milli ef ég geri of mikið. Þá fæ ég hita og slappleika, flensuenkenni,“ segir Íris sem er ennþá í hálfu starfi vegna einkennanna. Íris segir að hreyfing hafi hjálpað mikið. „Mín leið að bata hefur verið hreyfing og líkamsrækt. Þegar ég byrjaði á því þá hófst batinn minn,“ segir Íris. Áskorun til heilbrigðisyfirvalda Hún segir afar slæmt fyrir fólk í sinni stöðu þegar líkamsrækt og sund lokar eins og undanfarnar vikur í samkomubanni og hefur skorað á heilbrigðisyfirvöld að þau bjóði hópnum upp á sértæka lausn. „Ég sendi heilbrigðisráðherra og sóttvarnalækni áskorun. Þar óska ég þess þegar það er samkomubann eins og hefur verið síðustu vikur, að ein líkamsræktarstöð og ein sundlaug í hverju sveitarfélagi hafi opið fyrir þann hóp af fólki sem hefur læknast og lokið einangrun vegna Covid-19. Þetta er afar mikilvægt fyrir fólk sem er í minni stöðu að geta viðhaldið batanum. Þegar erum loksins aftur farin að finna einhvern bata og getum hreyft okkur þá er lokað á okkur og við þurfum aftur að taka því rólega, það veldur bakslagi. Þó að nú sé verið að aflétta þá má alveg búast við að samkomutakmarkanir verði aftur hertar og þá er mikilvægt að fólk eins og ég hafi eitthvað úrræði,“ segir Íris. Hún segist hafa fundið mikinn stuðning frá fólki sem er í sambærilegri stöðu á Facebook en þar er hópur fólks sem hefur veikst af Covid-19. Svörin frá ráðuneytinu hafi verið að áskorunin verði tekin fyrir. Segist ekki hafa fengið neina aðstoð Hjá Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar er síða sem fjallar um skipulag þjónustu við sjúklinga með langdregin einkenni eftir COVID-19. Þar kemur fram að samþætting heilbrigðisþjónustu og skýrt skipulag sé mikilvæg fyrir meðferð fólks í slíkri stöðu. Íris segist ekki hafa fengið neina slíka aðstoð vegna veikinda sinna, það skorti úrræði. „Mér finnst lítil sem engin viðbrögð koma frá heilbrigðisyfirvöldum fyrir fólk sem er að þjást af langvarandi eftirköstum vegna Covid. Það er auðvitað hægt að fara í endurhæfingu á stofnun en þar eru biðlistar og slík meðferð hentar ekki endilega öllum. Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til. Það væri frábært að geta fengið aðstoð í heilbrigðisþjónustunni við andlegum og líkamlegum eftirköstum Covid. Það er komið ár síðan þeir fyrstu voru sýkjast og það er ekkert úrræði komið. Við báðum ekki um að fá Covid. Við erum bara hérna úti að reyna að ná heilsunni okkar aftur,“ segir Íris að lokum. 75 bíða eftir meðferð Þrjár stofnanir sjá um endurhæfingu vegna langvarandi áhrifa af Covid en eru um áttatíu í eða hafa lokið meðferð. Annar eins fjöldi er á biðlista hjá Reykjalundi. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði segir geta verið flókið að ná heilsu ef fólk hefur langvarandi eftirköst af Covid. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði. „Alvarlegasta einkennið og algengasta hjá fólki sem er að glíma við alvarleg eftirköst af Covid-19 er síþreyta. Þá hefur fólk hefur ekki krafta til að sinna grunnþörfum daglegs lífs. Þessi einkenni eru oft mjög erfið viðureignar og það þarf að gæta mjög að einstaklingsbundinni endurhæfingu. Það sem margir flaska á er að fara í stigvaxandi álag til að auka þrek og þol. Sú aðferð á hins vegar ekki við um þennan hóp. Það þarf að fara afar varlega. Það er ákveðin aðferðafræði sem þarf að beita á slík einkenni. Innlögn hér hefur hentað þessum hópi afar vel. Þá getur fólk einbeitt sér að batanum,“ segir Þórir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Martraðir, óráð og eftirköst Covid-19 „Það er eins og mannkynið hafi í fyrsta skiptið í sögunni sameinast, við höfum eignast sameiginlegan óvin,“ segir Jón Ársæll Þórðarson sem veiktist illa af Covid-19. 3. apríl 2021 07:00 Sálræn vandamál í kjölfar COVID-19 Óvissan er ennþá töluverð í þjóðfélaginu um þessar mundir í tengslum við COVID-19. Staða smita breytist ört og mikið óöryggi um framhaldið – erum við að ná tökum á veirunni – er allt að fara úr böndunum aftur? Þessi óvissa getur skapað óöryggi hjá fólki og ótta um sig og sína nánustu, fjölskyldu, vini, kunningja og samstarfsfólk. 24. mars 2021 12:01 Vilja stofna miðstöð á Reykjalundi fyrir fólk með eftirköst eftir Covid Á því eina ári sem kórónuveirufaraldurinn hefur geisað hér á landi hafa meira en sex þúsund manns greinst smitaðir af veirunni. Margir kljást við mikil eftirköst eftir veikindin og hefur Reykjalundur sótt um aukafjármagn hjá Sjúkratryggingum Íslands til þess að geta tekið á móti þessum hópi. 1. mars 2021 20:11 Langvarandi áhrif Covid-19 minnki yfirleitt með tímanum Tæp sjötíu prósent þeirra sem greindust með covid-19 í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi segjast hafa fundið fyrir þreytu og um helmingur hefur fundið fyrir verkjum og mæði, eftir að hafa jafnað sig af sjúkdómnum sjálfum. Langvarandi áhrif covid-19 fari þó minnkandi með tímanum. Þetta segir Sigríður Zoega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands, en hún heldur utan um rannsókn um eftirköst covid-19 á Íslandi. 22. febrúar 2021 21:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Íris Hrund Sigurðardóttir er þrítug þriggja barna móðir sem var fullfrísk þegar hún veiktist af Covid-19 í september. Hún fór tiltölulega létt í gegnum sjálf veikindin en svo komu alvarleg eftirköst. Hún var mikið veik í um þrjá mánuði og þurfti að minnka við sig í vinnu um 50%. „Ég var með Covid- 19 í tvær vikur og var ekki mikið veik. Það var svo þegar ég hafði náð mér af sjúkdómnum sem ég varð virkilega veik. Einkennin var mikið orkuleysi, höfuðkvalir og almenn flensueinkenni. Ég hélt um tíma að ég myndi hreinlega ekki ná mér og fékk mikinn heilsukvíða,“ segir Íris. Íris segir að henni hafi verið bent á að leita til heilsugæslunnar. „Fljótlega eftir útskrift hafði ég samband við spítalann vegna veikindanna og mér var sagt að hafa samband við heilsugæsluna. Ráðin sem ég fékk voru að bíða og sjá til. Ég beið lengi og var alveg að missa trúnna á að ég myndi ná bata. En hann er að koma núna hægt og rólega en svo koma bakslög inná milli ef ég geri of mikið. Þá fæ ég hita og slappleika, flensuenkenni,“ segir Íris sem er ennþá í hálfu starfi vegna einkennanna. Íris segir að hreyfing hafi hjálpað mikið. „Mín leið að bata hefur verið hreyfing og líkamsrækt. Þegar ég byrjaði á því þá hófst batinn minn,“ segir Íris. Áskorun til heilbrigðisyfirvalda Hún segir afar slæmt fyrir fólk í sinni stöðu þegar líkamsrækt og sund lokar eins og undanfarnar vikur í samkomubanni og hefur skorað á heilbrigðisyfirvöld að þau bjóði hópnum upp á sértæka lausn. „Ég sendi heilbrigðisráðherra og sóttvarnalækni áskorun. Þar óska ég þess þegar það er samkomubann eins og hefur verið síðustu vikur, að ein líkamsræktarstöð og ein sundlaug í hverju sveitarfélagi hafi opið fyrir þann hóp af fólki sem hefur læknast og lokið einangrun vegna Covid-19. Þetta er afar mikilvægt fyrir fólk sem er í minni stöðu að geta viðhaldið batanum. Þegar erum loksins aftur farin að finna einhvern bata og getum hreyft okkur þá er lokað á okkur og við þurfum aftur að taka því rólega, það veldur bakslagi. Þó að nú sé verið að aflétta þá má alveg búast við að samkomutakmarkanir verði aftur hertar og þá er mikilvægt að fólk eins og ég hafi eitthvað úrræði,“ segir Íris. Hún segist hafa fundið mikinn stuðning frá fólki sem er í sambærilegri stöðu á Facebook en þar er hópur fólks sem hefur veikst af Covid-19. Svörin frá ráðuneytinu hafi verið að áskorunin verði tekin fyrir. Segist ekki hafa fengið neina aðstoð Hjá Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar er síða sem fjallar um skipulag þjónustu við sjúklinga með langdregin einkenni eftir COVID-19. Þar kemur fram að samþætting heilbrigðisþjónustu og skýrt skipulag sé mikilvæg fyrir meðferð fólks í slíkri stöðu. Íris segist ekki hafa fengið neina slíka aðstoð vegna veikinda sinna, það skorti úrræði. „Mér finnst lítil sem engin viðbrögð koma frá heilbrigðisyfirvöldum fyrir fólk sem er að þjást af langvarandi eftirköstum vegna Covid. Það er auðvitað hægt að fara í endurhæfingu á stofnun en þar eru biðlistar og slík meðferð hentar ekki endilega öllum. Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til. Það væri frábært að geta fengið aðstoð í heilbrigðisþjónustunni við andlegum og líkamlegum eftirköstum Covid. Það er komið ár síðan þeir fyrstu voru sýkjast og það er ekkert úrræði komið. Við báðum ekki um að fá Covid. Við erum bara hérna úti að reyna að ná heilsunni okkar aftur,“ segir Íris að lokum. 75 bíða eftir meðferð Þrjár stofnanir sjá um endurhæfingu vegna langvarandi áhrifa af Covid en eru um áttatíu í eða hafa lokið meðferð. Annar eins fjöldi er á biðlista hjá Reykjalundi. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði segir geta verið flókið að ná heilsu ef fólk hefur langvarandi eftirköst af Covid. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði. „Alvarlegasta einkennið og algengasta hjá fólki sem er að glíma við alvarleg eftirköst af Covid-19 er síþreyta. Þá hefur fólk hefur ekki krafta til að sinna grunnþörfum daglegs lífs. Þessi einkenni eru oft mjög erfið viðureignar og það þarf að gæta mjög að einstaklingsbundinni endurhæfingu. Það sem margir flaska á er að fara í stigvaxandi álag til að auka þrek og þol. Sú aðferð á hins vegar ekki við um þennan hóp. Það þarf að fara afar varlega. Það er ákveðin aðferðafræði sem þarf að beita á slík einkenni. Innlögn hér hefur hentað þessum hópi afar vel. Þá getur fólk einbeitt sér að batanum,“ segir Þórir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Martraðir, óráð og eftirköst Covid-19 „Það er eins og mannkynið hafi í fyrsta skiptið í sögunni sameinast, við höfum eignast sameiginlegan óvin,“ segir Jón Ársæll Þórðarson sem veiktist illa af Covid-19. 3. apríl 2021 07:00 Sálræn vandamál í kjölfar COVID-19 Óvissan er ennþá töluverð í þjóðfélaginu um þessar mundir í tengslum við COVID-19. Staða smita breytist ört og mikið óöryggi um framhaldið – erum við að ná tökum á veirunni – er allt að fara úr böndunum aftur? Þessi óvissa getur skapað óöryggi hjá fólki og ótta um sig og sína nánustu, fjölskyldu, vini, kunningja og samstarfsfólk. 24. mars 2021 12:01 Vilja stofna miðstöð á Reykjalundi fyrir fólk með eftirköst eftir Covid Á því eina ári sem kórónuveirufaraldurinn hefur geisað hér á landi hafa meira en sex þúsund manns greinst smitaðir af veirunni. Margir kljást við mikil eftirköst eftir veikindin og hefur Reykjalundur sótt um aukafjármagn hjá Sjúkratryggingum Íslands til þess að geta tekið á móti þessum hópi. 1. mars 2021 20:11 Langvarandi áhrif Covid-19 minnki yfirleitt með tímanum Tæp sjötíu prósent þeirra sem greindust með covid-19 í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi segjast hafa fundið fyrir þreytu og um helmingur hefur fundið fyrir verkjum og mæði, eftir að hafa jafnað sig af sjúkdómnum sjálfum. Langvarandi áhrif covid-19 fari þó minnkandi með tímanum. Þetta segir Sigríður Zoega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands, en hún heldur utan um rannsókn um eftirköst covid-19 á Íslandi. 22. febrúar 2021 21:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Martraðir, óráð og eftirköst Covid-19 „Það er eins og mannkynið hafi í fyrsta skiptið í sögunni sameinast, við höfum eignast sameiginlegan óvin,“ segir Jón Ársæll Þórðarson sem veiktist illa af Covid-19. 3. apríl 2021 07:00
Sálræn vandamál í kjölfar COVID-19 Óvissan er ennþá töluverð í þjóðfélaginu um þessar mundir í tengslum við COVID-19. Staða smita breytist ört og mikið óöryggi um framhaldið – erum við að ná tökum á veirunni – er allt að fara úr böndunum aftur? Þessi óvissa getur skapað óöryggi hjá fólki og ótta um sig og sína nánustu, fjölskyldu, vini, kunningja og samstarfsfólk. 24. mars 2021 12:01
Vilja stofna miðstöð á Reykjalundi fyrir fólk með eftirköst eftir Covid Á því eina ári sem kórónuveirufaraldurinn hefur geisað hér á landi hafa meira en sex þúsund manns greinst smitaðir af veirunni. Margir kljást við mikil eftirköst eftir veikindin og hefur Reykjalundur sótt um aukafjármagn hjá Sjúkratryggingum Íslands til þess að geta tekið á móti þessum hópi. 1. mars 2021 20:11
Langvarandi áhrif Covid-19 minnki yfirleitt með tímanum Tæp sjötíu prósent þeirra sem greindust með covid-19 í fyrstu bylgju faraldursins hér á landi segjast hafa fundið fyrir þreytu og um helmingur hefur fundið fyrir verkjum og mæði, eftir að hafa jafnað sig af sjúkdómnum sjálfum. Langvarandi áhrif covid-19 fari þó minnkandi með tímanum. Þetta segir Sigríður Zoega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands, en hún heldur utan um rannsókn um eftirköst covid-19 á Íslandi. 22. febrúar 2021 21:01