Féll í yfirlið fyrir framan blaðamenn á AstraZeneca-fundinum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2021 16:53 Tanja Erichsen, yfirmaður hjá Lyfjastofnun Danmerkur. EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN Tanja Erichsen, yfirmaður Lyfjastofnunar Danmerkur, féll í yfirlið á blaðamannafundi heilbrigðisyfirvalda í dag, þar sem ákvörðun um að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca í Danmörku var til umræðu. Atvikið hefur vakið talsverða athygli þó að danskir fjölmiðlar virðist ekki hafa gert því mjög ítarleg skil. Breska ríkisútvarpið BBC hefur hins vegar birt myndband frá fundinum, þar sem Erichsen stendur í pontu ásamt Søren Brostrøms landlækni. Brostrøms er með orðið þegar Erichsen fellur skyndilega í gólfið. Brostrøms og aðrir viðstaddir rjúka til og koma Erichsen til aðstoðar, sem áfram liggur á gólfinu. Vi får rigtig mange søde hilsner til Tanja både her og via andre kanaler. Det betyder rigtig meget. Vi sender dem videre til hende allesammen. Mange tak til jer for tanker og ord. Vh. os— Lægemiddelstyrelsen (@LMSTdk) April 14, 2021 Erichsen er að braggast en var flutt á sjúkrahús til skoðunar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lyfjastofnun. Stofnunin færir þeim sem sent hafa Erichsen batakveðjur kærar þakkir fyrir. Lýsa yfir áhuga á birgðunum Dönsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í dag að bólusetningu með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni yrði alfarið hætt vegna sjaldgæfra blóðtappatilfella. Danmörk er fyrsta ríkið í Evrópu sem hættir notkun efnisins en áður höfðu nokkur Evrópuríki stöðvað hana tímabundið á meðan umrædd tilfelli voru rannsökuð. Evrópska lyfjastofnunin mælir áfram með notkun efnisins. Klippa: Yfirmaður Lyfjastofnunar Danmerkur fellur í yfirlið Fram kom á fundinum í Kaupmannahöfn í dag að þeir sem fengið hafa fyrsta skammtinn af AstraZeneca í Danmörku bjóðist á endanum annað bóluefni. Þá sé það raunar ekki útilokað að aftur verði byrjað að bólusetja með efninu í landinu þegar fram líða stundir. Þá greinir TV 2 frá því að Tékkland og Lettland hafi lýst yfir áhuga á að kaupa þá AstraZeneca-skammta sem Danmörk hafði tryggt sér. Þingmenn danska Íhaldsflokksins og Frjálslynda bandalagsins (Liberal Alliance) hafa lýst yfir óánægju með ákvörðun heilbrigðisyfirvalda og telja best að Danir fái að velja sjálfir hvort þeir þiggi AstraZeneca-bólusetningu. Brostrøms sló þó þann möguleika út af borðinu á blaðamannafundinum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir 39 þúsund aukaskammtar frá Pfizer á leið til Íslands Ísland mun fá um 39 þúsund fleiri skammta af bóluefni Pfizer fyrir lok júní en áður stóð til. Í heildina munu berast rúmlega 192 þúsund skammtar af bóluefninu á öðrum ársfjórðungi. 14. apríl 2021 13:38 Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28 Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Atvikið hefur vakið talsverða athygli þó að danskir fjölmiðlar virðist ekki hafa gert því mjög ítarleg skil. Breska ríkisútvarpið BBC hefur hins vegar birt myndband frá fundinum, þar sem Erichsen stendur í pontu ásamt Søren Brostrøms landlækni. Brostrøms er með orðið þegar Erichsen fellur skyndilega í gólfið. Brostrøms og aðrir viðstaddir rjúka til og koma Erichsen til aðstoðar, sem áfram liggur á gólfinu. Vi får rigtig mange søde hilsner til Tanja både her og via andre kanaler. Det betyder rigtig meget. Vi sender dem videre til hende allesammen. Mange tak til jer for tanker og ord. Vh. os— Lægemiddelstyrelsen (@LMSTdk) April 14, 2021 Erichsen er að braggast en var flutt á sjúkrahús til skoðunar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Lyfjastofnun. Stofnunin færir þeim sem sent hafa Erichsen batakveðjur kærar þakkir fyrir. Lýsa yfir áhuga á birgðunum Dönsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í dag að bólusetningu með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni yrði alfarið hætt vegna sjaldgæfra blóðtappatilfella. Danmörk er fyrsta ríkið í Evrópu sem hættir notkun efnisins en áður höfðu nokkur Evrópuríki stöðvað hana tímabundið á meðan umrædd tilfelli voru rannsökuð. Evrópska lyfjastofnunin mælir áfram með notkun efnisins. Klippa: Yfirmaður Lyfjastofnunar Danmerkur fellur í yfirlið Fram kom á fundinum í Kaupmannahöfn í dag að þeir sem fengið hafa fyrsta skammtinn af AstraZeneca í Danmörku bjóðist á endanum annað bóluefni. Þá sé það raunar ekki útilokað að aftur verði byrjað að bólusetja með efninu í landinu þegar fram líða stundir. Þá greinir TV 2 frá því að Tékkland og Lettland hafi lýst yfir áhuga á að kaupa þá AstraZeneca-skammta sem Danmörk hafði tryggt sér. Þingmenn danska Íhaldsflokksins og Frjálslynda bandalagsins (Liberal Alliance) hafa lýst yfir óánægju með ákvörðun heilbrigðisyfirvalda og telja best að Danir fái að velja sjálfir hvort þeir þiggi AstraZeneca-bólusetningu. Brostrøms sló þó þann möguleika út af borðinu á blaðamannafundinum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir 39 þúsund aukaskammtar frá Pfizer á leið til Íslands Ísland mun fá um 39 þúsund fleiri skammta af bóluefni Pfizer fyrir lok júní en áður stóð til. Í heildina munu berast rúmlega 192 þúsund skammtar af bóluefninu á öðrum ársfjórðungi. 14. apríl 2021 13:38 Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28 Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
39 þúsund aukaskammtar frá Pfizer á leið til Íslands Ísland mun fá um 39 þúsund fleiri skammta af bóluefni Pfizer fyrir lok júní en áður stóð til. Í heildina munu berast rúmlega 192 þúsund skammtar af bóluefninu á öðrum ársfjórðungi. 14. apríl 2021 13:38
Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28
Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47