Lykill að farsælli framtíð Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 14. apríl 2021 16:01 Eitt af því sem flestir stjórnmálaflokkar eru sammála um er mikilvægi rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Mikilvægið felst ekki síst í því að veita hinu óþekkta byr undir báða vængi, ýta undir frelsi til sköpunar og þekkingarauka sem oft er erfitt að sjá fyrir hvert leiðir okkur. Við þurfum á rannsóknum og nýsköpun að halda sem aldrei fyrr til að geta leyst þau fjöldamörgu verkefni sem við glímum við í heimi sem gengur freklega á auðlindir Jarðarinnar og þar sem misskipting auðs og gæða er alltof mikil. En þrátt fyrir að við séum öll frekar sammála um mikilvægi þessara mála þá hefur þurft aðkomu Vinstri grænna að ríkisstjórn til að tryggja skýra stefnu og fjárveitingar sem endurspegla það. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ber af í þessu samhengi enda hefur hún frá upphafi kjörtímabilsins unnið markvisst að því að efla stefnumörkun og auka fjárfestingu á þessu sviði. Aukning til rannsókna og þróunar Á grunni nýrrar vísinda- og tæknistefnu hefur fjármagn til rannsókna og þróunar á Íslandi stóraukist. Á árinu 2015 fóru um 4,5 milljarðar í stuðning hins opinbera við rannsóknir og nýsköpun en til samanburðar er hann kominn upp í um 18,5 milljarða á þessu ári. Hlutur skattafrádráttar vegna rannsókna- og þróunarverkefna fyrirtækja, sem komið var á fyrir tilstilli Vinstri grænna, er nú meira en helmingur af þessari upphæð. Fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins var einnig að hluta beint í þennan farveg. Framlög til Rannsóknasjóðs, Tækniþróunarsjóðs og Innviðasjóðs hafa aukist um 42%, 56% og 80% milli áranna 2019 og 2021. Þá hefur ný markáætlun um samfélagslegar áskoranir litið dagsins ljós en markmið hennar er meðal annars að hraða framförum á þremur sviðum; umhverfismálum og sjálfbærni, heilsu og velferð og lífi og störfum í heimi breytinga. Stutt er við verkefni sem miða að fjölbreyttu og nýsköpunarmiðuðu samfélagi. Þessi skýra stefna miðar að því að blása til sóknar í menntun og vermætasköpun fyrir þjóðina. Aukning til nýsköpunar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur sett nýja nýsköpunarstefnu á kjörtímabilinu og henni hefur verið fylgt eftir með auknu fjármagni. Stofnaður hefur verið sérstakur fjárfestingasjóður, Kría, sem er ætlað að stuðla að uppbyggingu, vexti og aukinni samkeppnishæfni atvinnulífsins. Framlög til Nýsköpunarsjóðs námsmanna hafa líka aukist verulega í ár og í fyrra. Loftslagssjóður var stofnaður árið 2019 og hefur í tvígang úthlutað styrkjum til nýsköpunar og fræðslu um loftslagsmál. Þá hafa styrkir til verkefna í hringrásarhagkerfinu einnig verið auglýstir sem munu skipta miklu máli til að ýta undir nýjar lausnir meðal annars í úrgangsmálum. Hvaða máli skiptir þetta? Það er sama hversu djúpar kreppur eru, forgangsröðun í þágu rannsókna, þróunar og nýsköpunar er forgangsröðun sem mun alltaf borga sig. Hún er líkleg til að skila okkur óvæntri verðmætasköpun, auka samkeppnishæfni okkar í síbreytilegum heimi og gera okkur betur í stakk búin að takast á við nýjar og óvæntar áskoranir. Því árangur í framtíðinni byggir meðal annars á því sem við leggjum í rannsóknir og nýsköpun á hverjum tíma. Það er einnig óendanlega mikilvægt að við þróun og nýsköpun sé tekið mið af því að auðlindir Jarðar eru ekki óþrjótandi. Mannkynið verður að temja sér neysluhætti sem taka mið af þessu og stuðla jafnframt að auknum jöfnuði innan og milli kynslóða. Ég er sannfærður um að markvissar aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í þessum málaflokki frá upphafi kjörtímabilsins muni hjálpa okkur að vinna okkur út úr kórónuveirukreppunni með sjálfbærni að leiðarljósi og gera okkur mun betur í stakk búin að takast á við áskoranir framtíðarinnar en annars hefði verið. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Nýsköpun Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem flestir stjórnmálaflokkar eru sammála um er mikilvægi rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Mikilvægið felst ekki síst í því að veita hinu óþekkta byr undir báða vængi, ýta undir frelsi til sköpunar og þekkingarauka sem oft er erfitt að sjá fyrir hvert leiðir okkur. Við þurfum á rannsóknum og nýsköpun að halda sem aldrei fyrr til að geta leyst þau fjöldamörgu verkefni sem við glímum við í heimi sem gengur freklega á auðlindir Jarðarinnar og þar sem misskipting auðs og gæða er alltof mikil. En þrátt fyrir að við séum öll frekar sammála um mikilvægi þessara mála þá hefur þurft aðkomu Vinstri grænna að ríkisstjórn til að tryggja skýra stefnu og fjárveitingar sem endurspegla það. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ber af í þessu samhengi enda hefur hún frá upphafi kjörtímabilsins unnið markvisst að því að efla stefnumörkun og auka fjárfestingu á þessu sviði. Aukning til rannsókna og þróunar Á grunni nýrrar vísinda- og tæknistefnu hefur fjármagn til rannsókna og þróunar á Íslandi stóraukist. Á árinu 2015 fóru um 4,5 milljarðar í stuðning hins opinbera við rannsóknir og nýsköpun en til samanburðar er hann kominn upp í um 18,5 milljarða á þessu ári. Hlutur skattafrádráttar vegna rannsókna- og þróunarverkefna fyrirtækja, sem komið var á fyrir tilstilli Vinstri grænna, er nú meira en helmingur af þessari upphæð. Fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins var einnig að hluta beint í þennan farveg. Framlög til Rannsóknasjóðs, Tækniþróunarsjóðs og Innviðasjóðs hafa aukist um 42%, 56% og 80% milli áranna 2019 og 2021. Þá hefur ný markáætlun um samfélagslegar áskoranir litið dagsins ljós en markmið hennar er meðal annars að hraða framförum á þremur sviðum; umhverfismálum og sjálfbærni, heilsu og velferð og lífi og störfum í heimi breytinga. Stutt er við verkefni sem miða að fjölbreyttu og nýsköpunarmiðuðu samfélagi. Þessi skýra stefna miðar að því að blása til sóknar í menntun og vermætasköpun fyrir þjóðina. Aukning til nýsköpunar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur sett nýja nýsköpunarstefnu á kjörtímabilinu og henni hefur verið fylgt eftir með auknu fjármagni. Stofnaður hefur verið sérstakur fjárfestingasjóður, Kría, sem er ætlað að stuðla að uppbyggingu, vexti og aukinni samkeppnishæfni atvinnulífsins. Framlög til Nýsköpunarsjóðs námsmanna hafa líka aukist verulega í ár og í fyrra. Loftslagssjóður var stofnaður árið 2019 og hefur í tvígang úthlutað styrkjum til nýsköpunar og fræðslu um loftslagsmál. Þá hafa styrkir til verkefna í hringrásarhagkerfinu einnig verið auglýstir sem munu skipta miklu máli til að ýta undir nýjar lausnir meðal annars í úrgangsmálum. Hvaða máli skiptir þetta? Það er sama hversu djúpar kreppur eru, forgangsröðun í þágu rannsókna, þróunar og nýsköpunar er forgangsröðun sem mun alltaf borga sig. Hún er líkleg til að skila okkur óvæntri verðmætasköpun, auka samkeppnishæfni okkar í síbreytilegum heimi og gera okkur betur í stakk búin að takast á við nýjar og óvæntar áskoranir. Því árangur í framtíðinni byggir meðal annars á því sem við leggjum í rannsóknir og nýsköpun á hverjum tíma. Það er einnig óendanlega mikilvægt að við þróun og nýsköpun sé tekið mið af því að auðlindir Jarðar eru ekki óþrjótandi. Mannkynið verður að temja sér neysluhætti sem taka mið af þessu og stuðla jafnframt að auknum jöfnuði innan og milli kynslóða. Ég er sannfærður um að markvissar aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í þessum málaflokki frá upphafi kjörtímabilsins muni hjálpa okkur að vinna okkur út úr kórónuveirukreppunni með sjálfbærni að leiðarljósi og gera okkur mun betur í stakk búin að takast á við áskoranir framtíðarinnar en annars hefði verið. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun