Geðheilbrigði – Höfum við gengið til góðs? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 14. apríl 2021 10:00 Geðhjálp hefur sett fram 9 áherslupunkta í stefnu sinni; að: gera heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri stórauka stuðning og fræðslu fyrir foreldra hefja niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu gera geðrækt að hluta af aðalnámskrá grunnskóla fjölga atvinnutækifærum fyrir ungmenni og fólk með geðrænan vanda byggja nýtt húsnæði geðsviðs LSH og SAK og endurskoða hugmyndafræði og innihald meðferðar útiloka nauðung og þvingun við meðferð koma á fót geðráði; breiðum samráðsvettvangi um geðheilbrigðismál Fyrsta áhersluatriðið stefnunnar er að gera heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Skoða þarf í hvað fjármagnið fer og hvort það endurspegli vandann og áherslur stjórnvalda. Stjórnvöld gera þá kröfu að þjónustan sé byggð á vísindalegum grunni. Geðgreiningar byggja á huglægu mati, - kenningin um efnaójafnvægi í heila heldur ekki, og lyfin eru hugbreytandi með auka- og/eða hliðarverkunum sem geta hindrað almenna þátttöku og virkni þeirra sem eiga við slæma geðheilsu að stríða. Geðhjálp vill að byggt verði nýtt húsnæði geðsviðs LSH og SAK en samhliða sé hugmyndafræði og innihaldi meðferðar endurskoðuð. Ný steinsteypa og umgjörð gerir lítið gagn ef hugmyndafræði og innviðirnir eru óbreyttir. Áföll, vanræksla og erfið skilyrði í æsku hafa áhrif á almenna heilsu og líðan á fullorðinsárum. Því kallar almenningur eftir frekari sálfræðiaðstoð og að sú þjónusta verði niðurgreidd með einhverjum hætti. Lyf eru þó enn fyrsta lausnin og oftar en ekki aðallausnin, þrátt fyrir að vitað sé að í mörgum tilfellum hafi lyfjafyrirtækin stýrt rannsóknarniðurstöðum sér í hag, keypt áhrifavalda og blekkt lækna, stjórnvöld og almenning með markaðssetningu. Meðan stjórnvöld stuðla ekki að auknum valmöguleikum í geðmeðferðum viðhaldast sömu nálganir. Þegar rannsakaðar eru mismunandi íhlutanir og þær bornar t.d. saman við árangur geðlyfja kemur í ljós að flestar þeirra virka og þyngst vegur svokölluð placebo-/lyfleysuáhrif; trú okkar á að hlutirnir virki. Umgjörðin og sá sem veitir meðferðina skiptir því oft meira máli en aðferðin sem beitt er. Við getum státað okkur af góðu heilbrigðiskerfi, heilbrigðisstarfsfólki, samfélagsúrræðum og að umræða hefur aukist. Þrátt fyrir þennan meðbyr á stór hluti þeirra sem takast á við geðraskanir í erfiðleikum og um 40% þeirra sem búa við örorku er fólk með geðraskanir. Fjölgun þeirra hefur verið tæpleg 200% á síðustu 30 árum á meðan þjóðinni hefur fjölgað um 40% á sama tíma. Uppeldisskilyrði hafa áhrif á geðslag og því ætti að auka stuðning við börn og á sama tíma þarf aukin stuðning og fræðslu fyrir foreldra. Skólakerfið þarf einnig að endurskilgreina innihald námskráa og umgjörð til að undirbúa börn betur fyrir fullorðinsárin. Geðrækt sem hluti af aðalnámskrá grunnskóla ásamt fleiri þáttum sem nútímasamfélag krefst er tímabær framþróun. Vinnumarkaðurinn kemur ekki nægilega til móts við fjölbreytileika og getu fólks. Fjölga þarf því atvinnutækifærum fyrir ungmenni og fólk með geðrænan vanda. Geðlyf, hugræn atferlismeðferð eða sálfræðimeðferð duga skammt ef aðalvandinn liggur í umhverfisþáttum, s.s. fátækt, atvinnuleysi, fordómum, mismunun og skorti á tækifærum. Skorti á því að hafa hlutverk og tilheyra samfélagi. Krafan um að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri, er til komin vegna vanda sem ekki verður leystur með lyfjum eða fræðslu. Margir sem leita til heilsugæslunnar í vanlíðan þurfa jafnvel einungis stuðning við að öðlast hlutverk, tilheyra samfélaginu í ríkari mæli og tækifæri að láta gott af sér leiða. Á meðan sjónarhornið einskorðast við einstaklingsvandamál í stað þess að skoða það umhverfi sem viðkomandi sprettur úr er kannski ekki hægt að ætlast til að við náum lengra. Þjáning er fylgifiskur lífsins, enda oft uppspretta þroska og uppgötvana. Þegar fólk er spurt hvað hafi gagnast þeim í bataferlinu telja þeir upp umhverfisþætti sem hafi stuðlað að bata. Nauðung og þvingun við meðferð er dæmi um skaðlega nálgun sem ber að uppræta. Það er kominn tími til málefnalegra skoðanaskipta, um áhrifavalda og breyttar nálganir. Geðráð er breiður samráðsvettvangur um geðheilbrigðismál sem einstaka þjóðir hafa komið á fót til að vinna gegn stöðnun í málaflokknum og sérhagsmunagæslu. Fólk með ólíkan bakgrunn og hugmyndafræðilegar forsendur tekst á, forgangsraðar, fylgist með, veitir aðhald og kemur með tillögur. Á þeim 40 árum sem ég hef starfað innan geðgeirans hafa hugmyndir manna um orsakir geðheilsuvanda og leiðir út úr honum breyst. Þegar ég hóf störf sem iðjuþjálfi í Noregi þá voru svokallaðar samfélagslækningar ríkjandi. Vanlíðan skapaðist í tengslum manna á milli og leiðin til lausnar væri því í samskiptum. Geðdeildir störfuðu í anda lýðræðissamfélaga, með þverfaglegri nálgun og valddreifingu. Skjólstæðingar blómstruðu oft innan þessa ramma, en lentu yfirleitt í vandræðum eftir útskrift því á heimavelli hafði ekkert breyst. Því er spurning hvort við höfum við gengið til góðs? Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Elín Ebba Ásmundsdóttir Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Geðhjálp hefur sett fram 9 áherslupunkta í stefnu sinni; að: gera heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri stórauka stuðning og fræðslu fyrir foreldra hefja niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu gera geðrækt að hluta af aðalnámskrá grunnskóla fjölga atvinnutækifærum fyrir ungmenni og fólk með geðrænan vanda byggja nýtt húsnæði geðsviðs LSH og SAK og endurskoða hugmyndafræði og innihald meðferðar útiloka nauðung og þvingun við meðferð koma á fót geðráði; breiðum samráðsvettvangi um geðheilbrigðismál Fyrsta áhersluatriðið stefnunnar er að gera heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Skoða þarf í hvað fjármagnið fer og hvort það endurspegli vandann og áherslur stjórnvalda. Stjórnvöld gera þá kröfu að þjónustan sé byggð á vísindalegum grunni. Geðgreiningar byggja á huglægu mati, - kenningin um efnaójafnvægi í heila heldur ekki, og lyfin eru hugbreytandi með auka- og/eða hliðarverkunum sem geta hindrað almenna þátttöku og virkni þeirra sem eiga við slæma geðheilsu að stríða. Geðhjálp vill að byggt verði nýtt húsnæði geðsviðs LSH og SAK en samhliða sé hugmyndafræði og innihaldi meðferðar endurskoðuð. Ný steinsteypa og umgjörð gerir lítið gagn ef hugmyndafræði og innviðirnir eru óbreyttir. Áföll, vanræksla og erfið skilyrði í æsku hafa áhrif á almenna heilsu og líðan á fullorðinsárum. Því kallar almenningur eftir frekari sálfræðiaðstoð og að sú þjónusta verði niðurgreidd með einhverjum hætti. Lyf eru þó enn fyrsta lausnin og oftar en ekki aðallausnin, þrátt fyrir að vitað sé að í mörgum tilfellum hafi lyfjafyrirtækin stýrt rannsóknarniðurstöðum sér í hag, keypt áhrifavalda og blekkt lækna, stjórnvöld og almenning með markaðssetningu. Meðan stjórnvöld stuðla ekki að auknum valmöguleikum í geðmeðferðum viðhaldast sömu nálganir. Þegar rannsakaðar eru mismunandi íhlutanir og þær bornar t.d. saman við árangur geðlyfja kemur í ljós að flestar þeirra virka og þyngst vegur svokölluð placebo-/lyfleysuáhrif; trú okkar á að hlutirnir virki. Umgjörðin og sá sem veitir meðferðina skiptir því oft meira máli en aðferðin sem beitt er. Við getum státað okkur af góðu heilbrigðiskerfi, heilbrigðisstarfsfólki, samfélagsúrræðum og að umræða hefur aukist. Þrátt fyrir þennan meðbyr á stór hluti þeirra sem takast á við geðraskanir í erfiðleikum og um 40% þeirra sem búa við örorku er fólk með geðraskanir. Fjölgun þeirra hefur verið tæpleg 200% á síðustu 30 árum á meðan þjóðinni hefur fjölgað um 40% á sama tíma. Uppeldisskilyrði hafa áhrif á geðslag og því ætti að auka stuðning við börn og á sama tíma þarf aukin stuðning og fræðslu fyrir foreldra. Skólakerfið þarf einnig að endurskilgreina innihald námskráa og umgjörð til að undirbúa börn betur fyrir fullorðinsárin. Geðrækt sem hluti af aðalnámskrá grunnskóla ásamt fleiri þáttum sem nútímasamfélag krefst er tímabær framþróun. Vinnumarkaðurinn kemur ekki nægilega til móts við fjölbreytileika og getu fólks. Fjölga þarf því atvinnutækifærum fyrir ungmenni og fólk með geðrænan vanda. Geðlyf, hugræn atferlismeðferð eða sálfræðimeðferð duga skammt ef aðalvandinn liggur í umhverfisþáttum, s.s. fátækt, atvinnuleysi, fordómum, mismunun og skorti á tækifærum. Skorti á því að hafa hlutverk og tilheyra samfélagi. Krafan um að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri, er til komin vegna vanda sem ekki verður leystur með lyfjum eða fræðslu. Margir sem leita til heilsugæslunnar í vanlíðan þurfa jafnvel einungis stuðning við að öðlast hlutverk, tilheyra samfélaginu í ríkari mæli og tækifæri að láta gott af sér leiða. Á meðan sjónarhornið einskorðast við einstaklingsvandamál í stað þess að skoða það umhverfi sem viðkomandi sprettur úr er kannski ekki hægt að ætlast til að við náum lengra. Þjáning er fylgifiskur lífsins, enda oft uppspretta þroska og uppgötvana. Þegar fólk er spurt hvað hafi gagnast þeim í bataferlinu telja þeir upp umhverfisþætti sem hafi stuðlað að bata. Nauðung og þvingun við meðferð er dæmi um skaðlega nálgun sem ber að uppræta. Það er kominn tími til málefnalegra skoðanaskipta, um áhrifavalda og breyttar nálganir. Geðráð er breiður samráðsvettvangur um geðheilbrigðismál sem einstaka þjóðir hafa komið á fót til að vinna gegn stöðnun í málaflokknum og sérhagsmunagæslu. Fólk með ólíkan bakgrunn og hugmyndafræðilegar forsendur tekst á, forgangsraðar, fylgist með, veitir aðhald og kemur með tillögur. Á þeim 40 árum sem ég hef starfað innan geðgeirans hafa hugmyndir manna um orsakir geðheilsuvanda og leiðir út úr honum breyst. Þegar ég hóf störf sem iðjuþjálfi í Noregi þá voru svokallaðar samfélagslækningar ríkjandi. Vanlíðan skapaðist í tengslum manna á milli og leiðin til lausnar væri því í samskiptum. Geðdeildir störfuðu í anda lýðræðissamfélaga, með þverfaglegri nálgun og valddreifingu. Skjólstæðingar blómstruðu oft innan þessa ramma, en lentu yfirleitt í vandræðum eftir útskrift því á heimavelli hafði ekkert breyst. Því er spurning hvort við höfum við gengið til góðs? Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar