Viðskipti innlent

Bein útsending: Léttum lífið

Tinni Sveinsson skrifar
Fundur fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefst klukkan tíu.
Fundur fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefst klukkan tíu.

Rætt verður um opinberar umbætur og framtíðarsýn á opnum viðburði á vegum Fjármála- og efhahagsráðuneytisins en yfirskrift hans er Léttum lífið: Spörum sporin og aukum hagkvæmni með umbótum í opinberri þjónustu.

Fundurinn hefst klukkan tíu og er hægt að horfa á beina útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.

Áhersla á stafræna tækni

Hvernig bætum við opinbera þjónustu og léttum líf almennings á sama tíma og við spörum skattgreiðendum pening? 

Hvaða hlutverk leika fjárfesting og áhersla á stafræna tækni í þessum efnum? Hvernig á opinber þjónusta að vera til framtíðar? 

Leitast verður við að svara þessum spurningum og fleirum á fundinum. „Fjallað verður um hvernig Stafrænt Ísland gjörbreytir samskiptum og upplifun af hinu opinbera. Þá verður rætt hvernig nýta má nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í samfélaginu til að færa þjónustu nær fólki og draga úr sóun. Loks verður fjallað um hvernig við ætlum að spara milljarða með nýrri nálgun í innkaupamálum á sama tíma og við veitum óskerta þjónustu og gerum hana umhverfisvænni,“ segir ennfremur í lýsingu.


Dagskrá

  • Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra: Uppfærum stýrikerfið - opinberar umbætur og framtíðarsýn
  • Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands: Stafrænt Ísland: Á fleygiferð inn í framtíðina
  • Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Kara-Connect. Íbúarnir í fyrsta sæti
  • Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa: Ávinningur fjölbreyttra innkaupa – ný innkaupastefna ríkisins
  • Auk frummælenda verður áhorfendum gefinn kostur á að deila sinni sýn á opinbera þjónustu til framtíðar. Hægt er að senda inn athugasemdir hér.

Tengdar fréttir

Upp­færum stýri­kerfið

Við þekkjum það flest að opna símann okkar og fá meldingu um uppfærslu. Viðvikið kostar nokkra smelli og örlítinn tíma, en þjónustan verður enn betri fyrir okkur notendurna á eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×