Fjórir nýir gígar opnuðust: „Ósköp eðlileg þróun“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. apríl 2021 11:27 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir nýjar sprungur hafa verið viðbúnar. Fjórir nýir gígar opnuðust á gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun. Eldfjallafræðingur segir það ekki hafa komið á óvart en sýni mikilvægi þess að fólk haldi sig fyrir utan skilgreind hættusvæði. Búist er við talsverðri gasmengun á Vatnsleysuströnd í dag. Nýjustu gígarnir eru á stuttri sprungu á milli syðstu gíganna sem opnuðust fyrst og þar sem hraun rennur í Geldingadali og hinna nýrri gíga, norðar í gígaröðinni, þaðan sem hraun hefur runnið bæði í Geldingadali og Meradali. Ekki er útlit fyrir að nein augljós breyting hafi orðið á virkninni. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir nýjar sprungur hafa verið viðbúnar. „Það má alveg búast við þessu sérstaklega eftir atburði síðustu daga að þá er þetta ósköp eðlileg þróun og kannski líka vert að benda á það að kvikan virðist vera að koma upp um sprungu sem voru þarna fyrir, þannig að hún er bara að nýta sér veikleika í skorpunni til þess að komast upp á yfirborðið.“ Að neðan má sjá myndband af nýju gígunum. Má reikna með enn fleiri sprungum Þorvaldur segir að búast megi við að fleiri sprungur muni opnast. „Ef framleiðnin núna í gosinu er orðin nokkurn veginn sú sama og innflæðið inn í ganginn að þá næst eitthvert jafnvægi og ef þessi gígop sem er núna virk halda áfram að vera virk að þá býst ég ekki við miklum breytingum, ef innflæðið er nokkurn veginn það sama og útflæðið. Ef framleiðnin í gosinu eða útflæðið er minna heldur en það sem er að koma inn í ganginn að þá getum við alveg búist við áframhaldandi sviðsmynd sem er svipuð því sem við höfum séð á síðustu dögum,“ segir Þorvaldur. Getur verið varhugavert Mörg hundruð manns hafa sótt gosstöðvarnar nær daglega síðan eldgosið hófst. Þorvaldur segir það geta verið varhugavert að vera á ákveðnum svæðum enda geti sprungur opnast nær fyrirvaralaust. „Það er alltaf varhugavert að vera á þeim svæðum sem eru í línu við gíganna og nálægt gígunum. Sprungurnar geta opnast þar. Svæðið sem er afmarkað af almannavörnum sem hættusvæði, það er ekki ráðlagt að vera innan þess. Það er miklu betra fyrir fólk að halda sig utan við það svæði og bara njóta útsýnisins,“ segir Þorvaldur. Búist er við að mengun frá gosinu berist til norðurs yfir Vatnsleysuströnd í dag og jafnvel líka til norðausturs yfir höfuðborgarsvæðið. Þá getur gasmengun við gosstöðvarnar alltaf farið yfir hættumörk og því öruggast að horfa með vindinn í bakið. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fleiri gígar opnuðust í morgun Tveir eða þrír gígar opnuðust á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í morgun. 13. apríl 2021 09:06 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Nýjustu gígarnir eru á stuttri sprungu á milli syðstu gíganna sem opnuðust fyrst og þar sem hraun rennur í Geldingadali og hinna nýrri gíga, norðar í gígaröðinni, þaðan sem hraun hefur runnið bæði í Geldingadali og Meradali. Ekki er útlit fyrir að nein augljós breyting hafi orðið á virkninni. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir nýjar sprungur hafa verið viðbúnar. „Það má alveg búast við þessu sérstaklega eftir atburði síðustu daga að þá er þetta ósköp eðlileg þróun og kannski líka vert að benda á það að kvikan virðist vera að koma upp um sprungu sem voru þarna fyrir, þannig að hún er bara að nýta sér veikleika í skorpunni til þess að komast upp á yfirborðið.“ Að neðan má sjá myndband af nýju gígunum. Má reikna með enn fleiri sprungum Þorvaldur segir að búast megi við að fleiri sprungur muni opnast. „Ef framleiðnin núna í gosinu er orðin nokkurn veginn sú sama og innflæðið inn í ganginn að þá næst eitthvert jafnvægi og ef þessi gígop sem er núna virk halda áfram að vera virk að þá býst ég ekki við miklum breytingum, ef innflæðið er nokkurn veginn það sama og útflæðið. Ef framleiðnin í gosinu eða útflæðið er minna heldur en það sem er að koma inn í ganginn að þá getum við alveg búist við áframhaldandi sviðsmynd sem er svipuð því sem við höfum séð á síðustu dögum,“ segir Þorvaldur. Getur verið varhugavert Mörg hundruð manns hafa sótt gosstöðvarnar nær daglega síðan eldgosið hófst. Þorvaldur segir það geta verið varhugavert að vera á ákveðnum svæðum enda geti sprungur opnast nær fyrirvaralaust. „Það er alltaf varhugavert að vera á þeim svæðum sem eru í línu við gíganna og nálægt gígunum. Sprungurnar geta opnast þar. Svæðið sem er afmarkað af almannavörnum sem hættusvæði, það er ekki ráðlagt að vera innan þess. Það er miklu betra fyrir fólk að halda sig utan við það svæði og bara njóta útsýnisins,“ segir Þorvaldur. Búist er við að mengun frá gosinu berist til norðurs yfir Vatnsleysuströnd í dag og jafnvel líka til norðausturs yfir höfuðborgarsvæðið. Þá getur gasmengun við gosstöðvarnar alltaf farið yfir hættumörk og því öruggast að horfa með vindinn í bakið.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Fleiri gígar opnuðust í morgun Tveir eða þrír gígar opnuðust á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í morgun. 13. apríl 2021 09:06 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Fleiri gígar opnuðust í morgun Tveir eða þrír gígar opnuðust á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í morgun. 13. apríl 2021 09:06