Dagur mátti mæta í bólusetningu í morgun en ætlar að bíða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2021 10:59 Fróðlegt verður að sjá hvort fleiri heilbrigðisstarfsmenn, sem ekki eru í samskiptum við sjúklinga, fari að fordæmi Dags, Þórólfs og fleiri. Vísir/Vilhlm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og læknir, þáði ekki bólusetningu sem honum stóð til boða í morgun. Hann fékk sent boð á föstudaginn vegna læknisfræðimenntunar sinnar og átti pláss klukkan 10:10 í dag í fyrri Pfizer sprautuna. Borgarstjóri greinir frá því á Facebook að hjartað hafi tekið kipp þegar hann fékk boð í bólusetningu með SMS-skilaboðum síðastliðinn föstudag. „Ég átti að mæta núna kl. 10.10 og fá skammt frá Pfizer. Við frekari eftirgrennslan kom í ljós að verið var að bjóða mér sem lækni. Það góða boð mun ég því ekki þiggja þar sem ég er ekki að hitta sjúklinga,“ segir Dagur sem hefur starfað í pólitík í lengri tíma. Fer hann þannig að tilmælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að fólk sem ekki er í beinum tengslum við sjúklinga þiggi ekki boð um bólusetningu þótt það fái boð þess efnis. Ekki hafi verið hægt að greina á milli starfandi heilbrigðisstarfsfólks sem sinni sjúklinga og annarra með réttindi sem jafnvel hafi ekki starfað við fagið í lengri tíma. „Ég er hins vegar með gigt og á ónæmisbælandi lyfjum. Og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er einmitt í næsta forgangshópi.“ Hann segir að fyrirspurn sín um bólusetningaboðið hafi dregið fram ánægjulegar staðreyndir sem séu líklega ekki á allra vitorði. „Í þessari viku geta orðið margir stórir bólusetningardagar þótt þeir hafi ekki verið staðfestir og í næstu viku og þar næstu ættu stórir hópar fólks með undirliggjandi sjúkdóma að geta fengið bólusetningu.“ Styttist í kennara og leikskólastarfsfólk Alls séu þetta um fimmtíu þúsund manns og auk þess hafi allstór hópur þegar fengið sinn skammt vegna aldurs. „Forgangsraðaðað verður eftir aldri og mun ég glaður þiggja minn skammt þegar kemur að mér. Þetta þýðir einnig að það styttist í leikskólastarfsfólk og kennara og aðra forgangshópa og síðan almenna bólusetningu fyrir alla þótt þetta hafi ekki verið tímasett upp á dag.“ Hann segir bólusetningar í traustum höndum heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og honum heyrist allir á einu máli um að skipulag og utanumhald sé til fyrirmyndar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Borgarstjóri greinir frá því á Facebook að hjartað hafi tekið kipp þegar hann fékk boð í bólusetningu með SMS-skilaboðum síðastliðinn föstudag. „Ég átti að mæta núna kl. 10.10 og fá skammt frá Pfizer. Við frekari eftirgrennslan kom í ljós að verið var að bjóða mér sem lækni. Það góða boð mun ég því ekki þiggja þar sem ég er ekki að hitta sjúklinga,“ segir Dagur sem hefur starfað í pólitík í lengri tíma. Fer hann þannig að tilmælum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að fólk sem ekki er í beinum tengslum við sjúklinga þiggi ekki boð um bólusetningu þótt það fái boð þess efnis. Ekki hafi verið hægt að greina á milli starfandi heilbrigðisstarfsfólks sem sinni sjúklinga og annarra með réttindi sem jafnvel hafi ekki starfað við fagið í lengri tíma. „Ég er hins vegar með gigt og á ónæmisbælandi lyfjum. Og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er einmitt í næsta forgangshópi.“ Hann segir að fyrirspurn sín um bólusetningaboðið hafi dregið fram ánægjulegar staðreyndir sem séu líklega ekki á allra vitorði. „Í þessari viku geta orðið margir stórir bólusetningardagar þótt þeir hafi ekki verið staðfestir og í næstu viku og þar næstu ættu stórir hópar fólks með undirliggjandi sjúkdóma að geta fengið bólusetningu.“ Styttist í kennara og leikskólastarfsfólk Alls séu þetta um fimmtíu þúsund manns og auk þess hafi allstór hópur þegar fengið sinn skammt vegna aldurs. „Forgangsraðaðað verður eftir aldri og mun ég glaður þiggja minn skammt þegar kemur að mér. Þetta þýðir einnig að það styttist í leikskólastarfsfólk og kennara og aðra forgangshópa og síðan almenna bólusetningu fyrir alla þótt þetta hafi ekki verið tímasett upp á dag.“ Hann segir bólusetningar í traustum höndum heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og honum heyrist allir á einu máli um að skipulag og utanumhald sé til fyrirmyndar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira