Fáránleg, hlægileg, glæpsamleg Eva Hauksdóttir skrifar 13. apríl 2021 07:30 Sá ágæti samfélagsrýnir Kári Stefánsson styður nú hugmyndir um nauðungarvistun í sóttvarnarhúsum. Sami Kárinn og sá sem í júní 2020 vildi bjóða heiminn velkominn. Ég er hlynnt ströngum sóttvarnarráðstöfunum og tel að rétt hefði verið að hefta komur ferðamanna til landsins strax í febrúar 2020. Það gleður mig að Kári skuli setja sóttvarnir ofar hagsmunum ferðaþjónustunnar. Það hryggir mig aftur á móti að þvílíkur áhrifamaður skuli telja réttlætanlegt að beita nauðungarvistun á grundvelli reglugerðar sem skortir lagastoð. Það er góð ástæða fyrir því að skýra lagaheimild þurfi fyrir svo íþyngjandi aðgerðum - að öðrum kosti gætu ráðherrar skert frelsi borgaranna að eigin geðþótta. Og nú má vel vera að Svandís Svavarsdóttir sé mikil afbragðsmanneskja og dásamlegur ráðherra en við vitum ekkert hverskonar fasistar geta átt eftir að verma ráðherrastóla á Íslandi. Það yrði hræðilegt fordæmi ef dómstólar legðu blessun sína yfir reglugerðina umdeildu. Pólitískar skoðanir Kára eru ekki vísindi Kári Stefánsson er kennivald á sínu sviði og þessvegna fær hann áheyrn. Það á ekki aðeins þegar hann talar af þekkingu, heldur nær hvað eina sem af vörum hans hrýtur athygli fjölmiðla og almennings, líka pólitískar skoðanir hans og fullyrðingar um mál sem ekki snerta sérsvið hans. Framlag Kára til smitvarna gegn kórónuveirunni er óundeilanlega bæði ómetanlegt og lofsvert. Framlag hans til pólitískrar stefnumótunar er aftur á móti umdeilanlegt. Hann hefur hvað eftir annað tjáð pólitískar skoðanir sínar á áhrifum samkomutakmarkana í sömu mund og hann talar um hegðun veirunnar og aðferðir til að fylgjast með henni og þótt Kára sé að sjálfsögðu frjálst að tjá hug sinn þá skiptir máli hvort hugmyndir hans eru settar fram sem persónulegar skoðanir eða í krafti kennivalds hans sem vísindamanns. Þar sem Kári gætir þess ekki alltaf sjálfur að halda vísindaþekkingu og pólitískum skoðunum aðgreindum er mikilvægt að almenningur átti sig á því hvenær hann talar sem vísindamaður og hvenær hann er að reka pólitískan áróður. Við skulum átta okkur á því að Kári er ekki í hlutverki vísindamanns þegar um er að ræða greinar eða viðtöl sem snúast ekki um það hvernig veiran hegðar sér heldur um aðgerðir stjórnvalda. Ég hef ekkert á móti pólitískum áróðri og finnst sjálfsagt að valda- og áhrifafólk láti pólitískar skoðanir í ljós. Það er aftur á móti aðfinnsluvert að reka slíkan áróður undir merkjum vísinda. Dæmi um áróður í bland við fræðslu Í júní 2020 birti Kári pistil á Vísi með yfirskriftinni: „Að bjóða heiminn velkominn“. Í pistlinum talar Kári sem vísindamaður þegar hann ræðir áreiðanleika skimana en hann blandar þessum fróðleik saman við pólitíska afstöðu. Fyrirsögnin er dæmi um pólitískan áróður - hér er látið að því liggja að velvild og náungakærleikur séu hvatinn að baki áformum um að slaka á kröfum um sóttkví. Það er líka sterkur áróðurskeimur af réttlætingum Kára fyrir því að skikka ferðamenn ekki í sóttkví. Hann heldur því m.a. fram að það sé „ ... nauðsynlegt til þess að geta fengið til landsins sérfræðinga til þess að annast viðhald og viðgerðir á flóknum tækjum,“ Æ, Kári, þetta eru ekki rök. Það hefði að sjálfsögðu hægt að ráða við þetta vandamál með því að undanþiggja þá sóttkví sem eiga brýnt erindi til landsins og skima þá kannski 20 manns á dag í stað 2000. Verri er þó staðreyndavilla sem lætur vel í eyrum þeirra sem sjá ekki fram úr þeim vandamálum sem samkomutakmarkanir hafa í för með sér: „Það sem undanfarnar vikur hafa kennt okkur er að við getum hamið útbreiðslu á SARS-CoV-2 veirunni með því að skima eftir henni víða og beita einangrunum og sóttkví. “ Haukur Þorgeirsson svarar þessu ágætlega í athugasemd við greinina: „Kári sleppir hér að nefna 80 daga neyðarástand með íþyngjandi takmörkunum á daglegt líf. Það tókst einmitt ekki að hemja útbreiðsluna með einangrunum og sóttkví - þeim ráðstöfunum var beitt frá upphafi og þær dugðu engan veginn til heldur þurfti að auki að grípa til samkomubanns og víðtækra lokana. Á hverju grundvalla stjórnvöld, og Kári Stefánsson, trú sína á að þetta muni ekki reynast nauðsynlegt aftur?“ Ekkert svar fékkst við spurningu Hauks Þorgeirssonar en nú er rækilega komið á daginn að þær aðferðir sem Kári boðaði, og studdi stjórnvöld í, dugðu ekki til. Veiran smýgur inn, einmitt af því að við buðum heiminn (eða öllu heldur þann hluta hans sem mögulegt er að ná pening út úr) velkominn. Kúvending Kára Það sem raunverulega gerðist núna um páskana var það að stjórnvöld ætluðu enn eina ferðina að þóknast ferðaþjónustunni. Á yfirborðinu leit út fyrir að tilgangurinn væri sá að uppræta veiruna en meginmarkmið var að bjóða túrismann velkominn. Hugmyndin með litakóðakerfinu var sú að opna á frekari ferðamannastraum og þá þótti allt í lagi að líta fram hjá meðalhófsreglu gagnvart þeim sem kæmu frá „rauðum svæðum“, sem er í sjálfu sér líka brot gegn jafnræðisreglu. Viðbrögð Kára við þessari hugmynd eru enn eitt dæmið um tjáningu þar sem erfitt er að greina skoðun hans sem vísindamanns frá pólitískri afstöðu. Hann talar um það sem harkalega en ekki óeðlilega ráðstöfun að „stinga mönnum inn í einhverskonar fangelsi sem að hafa verið skírð upp á nýtt og kölluð sóttvarnarhús.“ (mín. 17:43) Í framhaldinu talar hann um litakóðakerfið sem fáránlegt, hlægilegt og glæpsamlegt. Hann virðist hlynntur hörðum aðgerðum en mótfallinn broti gegn jafnræðisreglu. Það var kokhraustur Kári sem vildi bjóða heiminn velkominn. Nú lýsir hann, af sömu sannfæringu, óánægju sinni með dóm héraðsdóms Reykjavíkur um að nauðungarvistun nokkurra einstaklinga (sem ekki lék grunur á að væru smitaðir) væri andstæð lögum og bryti í bága við jafnræði og meðalhóf. Afstaða hans til sóttvarna hefur gerbreyst en sannfæring hans um að hann vilti alla hluti öðrum betur hefur ekkert haggast. Í krafti kennivalds Dómur héraðsdóms var fyrirsjáanlegur og í samræmi við viðurkenndar lögskýringaraðferðir. Kári má vitanlega hafa þá skoðun að dómurinn sé rangur. Við sem á hann hlýðum ættum þó að vera meðvituð um að Kári er ekki lögfræðingur heldur sérfræðingur á ákveðnum sviðum innan læknisfræðinnar. Ég er hjartanlega þakklát fyrir það að við Íslendingar skulum hafa fengið að njóta þeirrar sérfræðiþekkingar. Ég er Kára og hans fyrirtæki þakklát fyrir ómetanlegt framlag til smitvarna. En þegar Kári Stefánsson tjáir sig um lög og dóma er hann ekki að tala sem sérfræðingur heldur sem hver annar áhugamaður. Áhugamaður sem tjáir sig í krafti kennivalds síns á allt öðru sviði. Í þessum pistli talar Kári um að í lögum sé „ekki kveðið svo á um að sóttvarnaryfirvöld hafi ekki heimild til þess að skikka fólk í sóttkví hvar svo sem þau telja nauðsynlegt.“ og að þar sé „hvergi minnst á að sóttkví eigi að vera eða verði að vera heima hjá einstaklingnum." Kári lítur hér fram hjá þeirri meginreglu að stjórnvöld þurfi lagaheimild til íþyngjandi aðgerða og megi ekki ganga lengra í að skerða frelsi borgaranna en lög leyfa. Ákvæði sem heimila frelsisskerðingu á að túlka þröngt en þvert á móti virðist Kári ganga út frá því að stjórnvöld megi gera allt sem þeim er ekki beinlínis bannað. Það er mikilvægt að hlusta á vísindamenn þegar þeir tjá sig um vísindi sem varða brýna hagsmuni almennings. En það er líka mikilvægt að átta sig á því hvenær menn tala sem sérfræðingar og hvenær þeir eru aðallega að koma pólitískum skoðunum sínum á framfæri. Skoðanir Kára Stefánssonar á því hversu hörðum sóttvarnarráðstöfunum ætti að beita eru ekkert heilagri en skoðanir okkar hinna, sem sést kannski best á því að Kári 2021 er algerlega ósammála Kára 2020. Það skiptir líka máli að við séum meðvituð um að þeir sem tjá sig í krafti kennivalds fara stundum langt út fyrir sitt sérsvið. Ég efast ekki eitt andartak um yfirburðastöðu Kára Stefánssonar til að spá fyrir um hegðun kórónuveirunnar og vegna þekkingar sinnar hefur hann vafalaust betri forsendur en meðalmaðurinn til að meta hvaða aðgerðir eru líklegar til árangurs. En túlkun hans á sóttvarnarlögum styðst ekki við neina sérþekkingu og er í andstöðu við viðteknar lögskýringaraðferðir. Raunar er hún einhversstaðar á milli þess að vera fáránleg og hlægileg og ef stjórnvöld hefðu lagatúlkun Kára að leiðarljósi gætu afleiðingarnar orðið glæpsamlegar. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sá ágæti samfélagsrýnir Kári Stefánsson styður nú hugmyndir um nauðungarvistun í sóttvarnarhúsum. Sami Kárinn og sá sem í júní 2020 vildi bjóða heiminn velkominn. Ég er hlynnt ströngum sóttvarnarráðstöfunum og tel að rétt hefði verið að hefta komur ferðamanna til landsins strax í febrúar 2020. Það gleður mig að Kári skuli setja sóttvarnir ofar hagsmunum ferðaþjónustunnar. Það hryggir mig aftur á móti að þvílíkur áhrifamaður skuli telja réttlætanlegt að beita nauðungarvistun á grundvelli reglugerðar sem skortir lagastoð. Það er góð ástæða fyrir því að skýra lagaheimild þurfi fyrir svo íþyngjandi aðgerðum - að öðrum kosti gætu ráðherrar skert frelsi borgaranna að eigin geðþótta. Og nú má vel vera að Svandís Svavarsdóttir sé mikil afbragðsmanneskja og dásamlegur ráðherra en við vitum ekkert hverskonar fasistar geta átt eftir að verma ráðherrastóla á Íslandi. Það yrði hræðilegt fordæmi ef dómstólar legðu blessun sína yfir reglugerðina umdeildu. Pólitískar skoðanir Kára eru ekki vísindi Kári Stefánsson er kennivald á sínu sviði og þessvegna fær hann áheyrn. Það á ekki aðeins þegar hann talar af þekkingu, heldur nær hvað eina sem af vörum hans hrýtur athygli fjölmiðla og almennings, líka pólitískar skoðanir hans og fullyrðingar um mál sem ekki snerta sérsvið hans. Framlag Kára til smitvarna gegn kórónuveirunni er óundeilanlega bæði ómetanlegt og lofsvert. Framlag hans til pólitískrar stefnumótunar er aftur á móti umdeilanlegt. Hann hefur hvað eftir annað tjáð pólitískar skoðanir sínar á áhrifum samkomutakmarkana í sömu mund og hann talar um hegðun veirunnar og aðferðir til að fylgjast með henni og þótt Kára sé að sjálfsögðu frjálst að tjá hug sinn þá skiptir máli hvort hugmyndir hans eru settar fram sem persónulegar skoðanir eða í krafti kennivalds hans sem vísindamanns. Þar sem Kári gætir þess ekki alltaf sjálfur að halda vísindaþekkingu og pólitískum skoðunum aðgreindum er mikilvægt að almenningur átti sig á því hvenær hann talar sem vísindamaður og hvenær hann er að reka pólitískan áróður. Við skulum átta okkur á því að Kári er ekki í hlutverki vísindamanns þegar um er að ræða greinar eða viðtöl sem snúast ekki um það hvernig veiran hegðar sér heldur um aðgerðir stjórnvalda. Ég hef ekkert á móti pólitískum áróðri og finnst sjálfsagt að valda- og áhrifafólk láti pólitískar skoðanir í ljós. Það er aftur á móti aðfinnsluvert að reka slíkan áróður undir merkjum vísinda. Dæmi um áróður í bland við fræðslu Í júní 2020 birti Kári pistil á Vísi með yfirskriftinni: „Að bjóða heiminn velkominn“. Í pistlinum talar Kári sem vísindamaður þegar hann ræðir áreiðanleika skimana en hann blandar þessum fróðleik saman við pólitíska afstöðu. Fyrirsögnin er dæmi um pólitískan áróður - hér er látið að því liggja að velvild og náungakærleikur séu hvatinn að baki áformum um að slaka á kröfum um sóttkví. Það er líka sterkur áróðurskeimur af réttlætingum Kára fyrir því að skikka ferðamenn ekki í sóttkví. Hann heldur því m.a. fram að það sé „ ... nauðsynlegt til þess að geta fengið til landsins sérfræðinga til þess að annast viðhald og viðgerðir á flóknum tækjum,“ Æ, Kári, þetta eru ekki rök. Það hefði að sjálfsögðu hægt að ráða við þetta vandamál með því að undanþiggja þá sóttkví sem eiga brýnt erindi til landsins og skima þá kannski 20 manns á dag í stað 2000. Verri er þó staðreyndavilla sem lætur vel í eyrum þeirra sem sjá ekki fram úr þeim vandamálum sem samkomutakmarkanir hafa í för með sér: „Það sem undanfarnar vikur hafa kennt okkur er að við getum hamið útbreiðslu á SARS-CoV-2 veirunni með því að skima eftir henni víða og beita einangrunum og sóttkví. “ Haukur Þorgeirsson svarar þessu ágætlega í athugasemd við greinina: „Kári sleppir hér að nefna 80 daga neyðarástand með íþyngjandi takmörkunum á daglegt líf. Það tókst einmitt ekki að hemja útbreiðsluna með einangrunum og sóttkví - þeim ráðstöfunum var beitt frá upphafi og þær dugðu engan veginn til heldur þurfti að auki að grípa til samkomubanns og víðtækra lokana. Á hverju grundvalla stjórnvöld, og Kári Stefánsson, trú sína á að þetta muni ekki reynast nauðsynlegt aftur?“ Ekkert svar fékkst við spurningu Hauks Þorgeirssonar en nú er rækilega komið á daginn að þær aðferðir sem Kári boðaði, og studdi stjórnvöld í, dugðu ekki til. Veiran smýgur inn, einmitt af því að við buðum heiminn (eða öllu heldur þann hluta hans sem mögulegt er að ná pening út úr) velkominn. Kúvending Kára Það sem raunverulega gerðist núna um páskana var það að stjórnvöld ætluðu enn eina ferðina að þóknast ferðaþjónustunni. Á yfirborðinu leit út fyrir að tilgangurinn væri sá að uppræta veiruna en meginmarkmið var að bjóða túrismann velkominn. Hugmyndin með litakóðakerfinu var sú að opna á frekari ferðamannastraum og þá þótti allt í lagi að líta fram hjá meðalhófsreglu gagnvart þeim sem kæmu frá „rauðum svæðum“, sem er í sjálfu sér líka brot gegn jafnræðisreglu. Viðbrögð Kára við þessari hugmynd eru enn eitt dæmið um tjáningu þar sem erfitt er að greina skoðun hans sem vísindamanns frá pólitískri afstöðu. Hann talar um það sem harkalega en ekki óeðlilega ráðstöfun að „stinga mönnum inn í einhverskonar fangelsi sem að hafa verið skírð upp á nýtt og kölluð sóttvarnarhús.“ (mín. 17:43) Í framhaldinu talar hann um litakóðakerfið sem fáránlegt, hlægilegt og glæpsamlegt. Hann virðist hlynntur hörðum aðgerðum en mótfallinn broti gegn jafnræðisreglu. Það var kokhraustur Kári sem vildi bjóða heiminn velkominn. Nú lýsir hann, af sömu sannfæringu, óánægju sinni með dóm héraðsdóms Reykjavíkur um að nauðungarvistun nokkurra einstaklinga (sem ekki lék grunur á að væru smitaðir) væri andstæð lögum og bryti í bága við jafnræði og meðalhóf. Afstaða hans til sóttvarna hefur gerbreyst en sannfæring hans um að hann vilti alla hluti öðrum betur hefur ekkert haggast. Í krafti kennivalds Dómur héraðsdóms var fyrirsjáanlegur og í samræmi við viðurkenndar lögskýringaraðferðir. Kári má vitanlega hafa þá skoðun að dómurinn sé rangur. Við sem á hann hlýðum ættum þó að vera meðvituð um að Kári er ekki lögfræðingur heldur sérfræðingur á ákveðnum sviðum innan læknisfræðinnar. Ég er hjartanlega þakklát fyrir það að við Íslendingar skulum hafa fengið að njóta þeirrar sérfræðiþekkingar. Ég er Kára og hans fyrirtæki þakklát fyrir ómetanlegt framlag til smitvarna. En þegar Kári Stefánsson tjáir sig um lög og dóma er hann ekki að tala sem sérfræðingur heldur sem hver annar áhugamaður. Áhugamaður sem tjáir sig í krafti kennivalds síns á allt öðru sviði. Í þessum pistli talar Kári um að í lögum sé „ekki kveðið svo á um að sóttvarnaryfirvöld hafi ekki heimild til þess að skikka fólk í sóttkví hvar svo sem þau telja nauðsynlegt.“ og að þar sé „hvergi minnst á að sóttkví eigi að vera eða verði að vera heima hjá einstaklingnum." Kári lítur hér fram hjá þeirri meginreglu að stjórnvöld þurfi lagaheimild til íþyngjandi aðgerða og megi ekki ganga lengra í að skerða frelsi borgaranna en lög leyfa. Ákvæði sem heimila frelsisskerðingu á að túlka þröngt en þvert á móti virðist Kári ganga út frá því að stjórnvöld megi gera allt sem þeim er ekki beinlínis bannað. Það er mikilvægt að hlusta á vísindamenn þegar þeir tjá sig um vísindi sem varða brýna hagsmuni almennings. En það er líka mikilvægt að átta sig á því hvenær menn tala sem sérfræðingar og hvenær þeir eru aðallega að koma pólitískum skoðunum sínum á framfæri. Skoðanir Kára Stefánssonar á því hversu hörðum sóttvarnarráðstöfunum ætti að beita eru ekkert heilagri en skoðanir okkar hinna, sem sést kannski best á því að Kári 2021 er algerlega ósammála Kára 2020. Það skiptir líka máli að við séum meðvituð um að þeir sem tjá sig í krafti kennivalds fara stundum langt út fyrir sitt sérsvið. Ég efast ekki eitt andartak um yfirburðastöðu Kára Stefánssonar til að spá fyrir um hegðun kórónuveirunnar og vegna þekkingar sinnar hefur hann vafalaust betri forsendur en meðalmaðurinn til að meta hvaða aðgerðir eru líklegar til árangurs. En túlkun hans á sóttvarnarlögum styðst ekki við neina sérþekkingu og er í andstöðu við viðteknar lögskýringaraðferðir. Raunar er hún einhversstaðar á milli þess að vera fáránleg og hlægileg og ef stjórnvöld hefðu lagatúlkun Kára að leiðarljósi gætu afleiðingarnar orðið glæpsamlegar. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar