Fótbolti

Ronaldo til PSG?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cristiano Ronaldo svekkir sig.
Cristiano Ronaldo svekkir sig. Nicolò Campo/Getty

Fari það svo að Kylian Mbappe yfirgefi Paris Saint-Germain í sumar gætu frönsku meistararnir horft til Cristiano Ronaldo.

Franska stjarnan hefur verið orðaður við brottför frá franska liðinu en hann hefur verið þrálátlega orðaður við Real Madrid.

Mbappe steig einnig sjálfur fram í viðtali í síðustu viku og sagði að neikvæð umfjöllun í Frakklandi gæti fengið hann til að hugsa sér til hreyfings.

PSG vill að sjálfsögðu halda honum hjá félaginu, ásamt Brassanum Neymar, en Mbappe og PSG hafa rætt undanfarnar vikur um nýjan samning.

Samkvæmt heimildum Tuttusport þá gætu PSG horft til þess að fá Cristinao Ronaldo til félagsins fari það svo að Mbappe yfirgefi Frakkland.

Ronaldo hefur skorað 97 mörk í 127 leikjum fyrir Juventus frá því að hann kom til félagsins frá Real árið 2018.

Hins vegar hefur gengið verið slakt í Meistaradeildinni og því hefur verið sett spurningarmerki við framtíð Ronaldo hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×