Engar breytingar á notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2021 16:46 Sérfræðinganefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar lagði áherslu á að blóðtappatilvik væru ákaflega sjaldgæf. Vísir/Vilhelm Ekki verða gerðar breytingar á notkun AstraZeneca bóluefnisins hérlendis í kjölfar þess að Evrópska lyfjastofnunin (EMA) gaf út að möguleg tengsl væru milli sjaldgæfra tilfella blóðtappa og bólusetningar með efninu. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en bóluefnið er nú einungis gefið 70 ára og eldri hér á landi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort yngra fólk sem hafi fengið fyrri skammt bóluefnisins fái þann seinni. Flest tilfelli hjá konum yngri en 60 ára EMA hefur fyrirskipað að blóðtappar skuli skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun af efninu. Ávinningur af notkun bóluefnisins er þó áfram sagður vega þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. Sérfræðinganefnd EMA kynnti niðurstöður sínar í dag og greindi frá því að flest tilfelli blóðtappa hafi greinst hjá konum yngri en 60 ára innan við tveimur vikum frá bólusetningu. Ekki hafa þó enn verið staðfestir sérstakir áhættuþættir fyrir umrædd tilvik sjaldgæfra blóðtappa. Bóluefni AstraZeneca var aftur tekið í notkun á Íslandi þann 25. mars eftir tímabundið hlé. Í svari til fréttastofu segir sóttvarnalæknir að niðurstaða EMA renni stoðum undir núverandi fyrirkomulag. Fyrri rannsóknir bentu sömuleiðis til að blóðtappatilfelli greindust fyrst og fremst hjá yngra fólki. Sérfræðingar hafa lagt áherslu á að bóluefni AstraZeneca sé gott, virkt og öruggt fyrir eldri aldurshópa en nýlegar rannsóknir sýna að efnið veiti eldra fólki jafn mikla vernd og þeim yngri, eða um um 85 prósent eftir tvo skammta. Munu líklega fikra sig niður Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær að ekkert væri hægt að gefa upp um það hvort fólk yngra en 70 ára sem hafi fengið fyrri skammt AstraZeneca muni fá þann seinni. Meðal annars væri beðið niðurstöðu úr erlendum rannsóknum sem skoði hvort í lagi sé að gefa fólki seinni skammtinn af öðru bóluefni. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem duga fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Aðspurður um það á upplýsingafundinum hvað myndi yrði gert þegar búið væri að bólusetja alla 70 ára og eldri hér á landi sagðist Þórólfur búast við því að bóluefnið yrði boðið fólki á aldrinum 65 til 69 ára. Fréttin verður uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. 29. mars 2021 13:53 AstraZeneca „gott, virkt og öruggt“ fyrir 70 ára og eldri Það verður engin meiriháttar röskun á bólusetningaráætlun yfirvalda vegna AstraZeneca, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Eina breytingin er sú að heilbrigðisstarfsmenn sem eru yngri en 65 eða 70 ára fá önnur bóluefni. 25. mars 2021 11:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en bóluefnið er nú einungis gefið 70 ára og eldri hér á landi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort yngra fólk sem hafi fengið fyrri skammt bóluefnisins fái þann seinni. Flest tilfelli hjá konum yngri en 60 ára EMA hefur fyrirskipað að blóðtappar skuli skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun af efninu. Ávinningur af notkun bóluefnisins er þó áfram sagður vega þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. Sérfræðinganefnd EMA kynnti niðurstöður sínar í dag og greindi frá því að flest tilfelli blóðtappa hafi greinst hjá konum yngri en 60 ára innan við tveimur vikum frá bólusetningu. Ekki hafa þó enn verið staðfestir sérstakir áhættuþættir fyrir umrædd tilvik sjaldgæfra blóðtappa. Bóluefni AstraZeneca var aftur tekið í notkun á Íslandi þann 25. mars eftir tímabundið hlé. Í svari til fréttastofu segir sóttvarnalæknir að niðurstaða EMA renni stoðum undir núverandi fyrirkomulag. Fyrri rannsóknir bentu sömuleiðis til að blóðtappatilfelli greindust fyrst og fremst hjá yngra fólki. Sérfræðingar hafa lagt áherslu á að bóluefni AstraZeneca sé gott, virkt og öruggt fyrir eldri aldurshópa en nýlegar rannsóknir sýna að efnið veiti eldra fólki jafn mikla vernd og þeim yngri, eða um um 85 prósent eftir tvo skammta. Munu líklega fikra sig niður Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær að ekkert væri hægt að gefa upp um það hvort fólk yngra en 70 ára sem hafi fengið fyrri skammt AstraZeneca muni fá þann seinni. Meðal annars væri beðið niðurstöðu úr erlendum rannsóknum sem skoði hvort í lagi sé að gefa fólki seinni skammtinn af öðru bóluefni. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem duga fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Aðspurður um það á upplýsingafundinum hvað myndi yrði gert þegar búið væri að bólusetja alla 70 ára og eldri hér á landi sagðist Þórólfur búast við því að bóluefnið yrði boðið fólki á aldrinum 65 til 69 ára. Fréttin verður uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. 29. mars 2021 13:53 AstraZeneca „gott, virkt og öruggt“ fyrir 70 ára og eldri Það verður engin meiriháttar röskun á bólusetningaráætlun yfirvalda vegna AstraZeneca, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Eina breytingin er sú að heilbrigðisstarfsmenn sem eru yngri en 65 eða 70 ára fá önnur bóluefni. 25. mars 2021 11:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Jólagjöfina í ár má víst meta vel til fjár Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Sjá meira
Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. 29. mars 2021 13:53
AstraZeneca „gott, virkt og öruggt“ fyrir 70 ára og eldri Það verður engin meiriháttar röskun á bólusetningaráætlun yfirvalda vegna AstraZeneca, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Eina breytingin er sú að heilbrigðisstarfsmenn sem eru yngri en 65 eða 70 ára fá önnur bóluefni. 25. mars 2021 11:52