Fullbólusettur Ingvi Hrafn vill komast í sund núna Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2021 13:49 Ingvi Hrafn segir það algjört lykilatriði, þegar litið er til heilsu eldri borgara, að fara að hleypa þeim í sund. Vísir/Vilhelm/aðsend Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Landssambands eldri borgara segir það góða hugmynd að hleypa gráa hernum í sund en á því er þó einn hængur. „Nú þegar búið er að bólusetja 70 ára og eldri má ekki opna sundlaugar fyrir okkur? Algerlega lífsnauðsynlegt fyrir heilsuvernd eldri borgara, sem stunda sund þúsundum saman,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsmaður á Facebook-síðu sinni. Hann á bágt með að skilja það af hverju gamlingjunum er haldið frá klórnum í laugunum. Og Þórunn segir þetta góða hugmynd hjá Ingva Hrafni. „Það eru að koma fram núna allskonar tillögur út af þessum hópi sem er búin að fá bólusetningar,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. Hún segir að meginþorri yfir sjötugt sé búinn að fá aðra sprautuna eða báðar og á Akureyri eru menn byrjaðir að bólusetja niður í 68 ára aldur. Ekki búið að bólusetja alla sem eru yfir sjötugu „En ef þú ert með AstraZeneka eru þrír mánuðir á milli fyrri sprautu og þeirrar seinni. Það er að tefja að ekki eru allir staddir á sama stað. Það myndi algjörlega rugla þennan hóp; af hverju hinir mega fara en ekki ég?“ Þórunn segir að enn séu ekki allir yfir sjötugt búnir að fá báðar sprauturnar. Þeir sem fá Pfiser og Moderna séu búnir en ekki þeir sem fá AstraZeneca. Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir að ef nú yrði farið í að hleypa sjötugum og eldri í laugarnar myndi það rugla hópinn í ríminu því ekki eru allir í þeim aldursflokki búnir að fá fulla bólusetningu.vísir/arnar „Og er því ekki komið með fullt ónæmi. Ef við værum öll í sama pakka og öll bólusett fer að koma upp sú staða,“ segir Þórunn. Ingvi Hrafn aðeins of snöggur til með sína góðu hugmynd Hún segir jafnframt að nú þurfi að snúa einu og öðru í gang svo sem mörgum aðalfundum í félögum eldri borgara sem hafa frestast. Þórunn gerir ráð fyrir því að helft eldri borgara verði að fullu bólusett í lok maí. „Ingvi Hrafn er aðeins of snöggur út af því að bólefnin eru með þessa hegðun að vera ekki eins. En hugmyndin er góð, þekkja allir þessa vanlíðan að komast ekki í hreyfingu.“ Þegar Vísir náði tali af Þórunni var hún á fjarfundi þar sem verið var að kynna viðamikla skýrslu, rannsókn sem félagsvísindastofnun gerir og heitir Hagir og líðan eldri borgara. Greinilegt sé að heilsan sé lakari en fyrir fjórum árum og Þórunn segir að það megi rekja beint til Covid-19 og einangrunar sem henni fylgir. Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
„Nú þegar búið er að bólusetja 70 ára og eldri má ekki opna sundlaugar fyrir okkur? Algerlega lífsnauðsynlegt fyrir heilsuvernd eldri borgara, sem stunda sund þúsundum saman,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsmaður á Facebook-síðu sinni. Hann á bágt með að skilja það af hverju gamlingjunum er haldið frá klórnum í laugunum. Og Þórunn segir þetta góða hugmynd hjá Ingva Hrafni. „Það eru að koma fram núna allskonar tillögur út af þessum hópi sem er búin að fá bólusetningar,“ segir Þórunn í samtali við Vísi. Hún segir að meginþorri yfir sjötugt sé búinn að fá aðra sprautuna eða báðar og á Akureyri eru menn byrjaðir að bólusetja niður í 68 ára aldur. Ekki búið að bólusetja alla sem eru yfir sjötugu „En ef þú ert með AstraZeneka eru þrír mánuðir á milli fyrri sprautu og þeirrar seinni. Það er að tefja að ekki eru allir staddir á sama stað. Það myndi algjörlega rugla þennan hóp; af hverju hinir mega fara en ekki ég?“ Þórunn segir að enn séu ekki allir yfir sjötugt búnir að fá báðar sprauturnar. Þeir sem fá Pfiser og Moderna séu búnir en ekki þeir sem fá AstraZeneca. Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir að ef nú yrði farið í að hleypa sjötugum og eldri í laugarnar myndi það rugla hópinn í ríminu því ekki eru allir í þeim aldursflokki búnir að fá fulla bólusetningu.vísir/arnar „Og er því ekki komið með fullt ónæmi. Ef við værum öll í sama pakka og öll bólusett fer að koma upp sú staða,“ segir Þórunn. Ingvi Hrafn aðeins of snöggur til með sína góðu hugmynd Hún segir jafnframt að nú þurfi að snúa einu og öðru í gang svo sem mörgum aðalfundum í félögum eldri borgara sem hafa frestast. Þórunn gerir ráð fyrir því að helft eldri borgara verði að fullu bólusett í lok maí. „Ingvi Hrafn er aðeins of snöggur út af því að bólefnin eru með þessa hegðun að vera ekki eins. En hugmyndin er góð, þekkja allir þessa vanlíðan að komast ekki í hreyfingu.“ Þegar Vísir náði tali af Þórunni var hún á fjarfundi þar sem verið var að kynna viðamikla skýrslu, rannsókn sem félagsvísindastofnun gerir og heitir Hagir og líðan eldri borgara. Greinilegt sé að heilsan sé lakari en fyrir fjórum árum og Þórunn segir að það megi rekja beint til Covid-19 og einangrunar sem henni fylgir.
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira