Lífið

Keyptu hús Eiðs Smára og Ragnhildar

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin og kærasta hans Móeiður festu kaup á glæsilegu húsi í Fossvoginum. 
Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin og kærasta hans Móeiður festu kaup á glæsilegu húsi í Fossvoginum.  Samsett mynd

„Við erum mjög spennt og planið er að gera húsið aðeins upp áður en við flytjum. Við höfum alltaf heillast af Fossvoginum og svo skemmir það ekki að systir mín er búsett rétt hjá,“ segir Móeiður Lárusdóttir í samtali við Vísi.

Knattspyrnu- og landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon og kærasta hans Móeiður Lárusdóttir hafa fest kaup á glæsilegu húsi Eiðs Smár­a Guð­john­sen og fyrrverand­i eig­­in­­konu hans Ragn­h­ildar Sveins­d­óttur.

Einbýlishúsið er staðsett við opið útivistarsvæði í Fossvoginum og er skráð 233.5 fermetrar á einni hæð. Húsið er með sex herbergjum, ásett verð var 150 milljónir þegar það var auglýst til sölu en fasteignamatið er tæpar 138 milljónir.

Móeiður og Hörður Björgvin eru í dag búsett í Moskvu þar sem Hörður spilar fótbolta með rússneska liðinu CSKA Moskvu. 

Nýverið eignaðist parið sitt fyrsta barn, Matteu Móu en það ætti ekki að væsa um litlu fjölskylduna í þessu fallega húsi.

Húsið er í Hlaðalandi á fallegum stað í Fossvoginum. 
Fallegur og stór garður.

Hörður Björgvin slasaðist alvarlega í leik CSKA Moskva gegn Tambrov fyrir tveimur dögum þegar hann var borinn út af velli eftir að hafa slitið hásin. Óvíst er hvenær Hörður verður leikfær á ný en ljóst er að hann mun ekki spila meira með rússneska liðinu á þessari leiktíð.

Móeiður var fyrir stuttu í einlægu viðtali við Makamál á Vísi þar sem hún tjáði sig um upplifun sína af meðgöngu og fæðingu barns þeirra.

Viðtalið er hægt að sjá hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir

Hörður Björg­vin með slitna hásin

Íslenski landsliðsmðaurinn Hörður Björgvin Magnússon er með slitna hásin en þetta kom fram í tilkynningu frá CSKA í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.