Leika sér með taktskiptingar og annan óþarfa Ritstjórn Albumm skrifar 9. apríl 2021 14:30 Hljómsveitin Dopamine Machine er undir áhrifum djasstónlistar. Hljómsveitin Dopamine Machine var stofnuð fyrir Músíktilraunir 2020 en eftir að keppninni var frestað hélt hljómsveitin áfram að semja og er plata væntanleg í eða eftir sumar. Hljómsveitin var að senda frá sér lagið Taka 7 sem er fyrsti síngúllinn af væntanlegri plötu. Taka 7 er samið í skapandi sumarstörfum á Egilsstöðum en austfirðingarnir Ívar Andri Bjarnason og Júlíus Óli Jacobsen voru þar sumarið 2020 en meirihlutinn af komandi plötu var saminn þar. Ívar samdi lagið en báðir félagarnir sömdu textann. „Lagið er að mestu leiti í 7/8 en við erum mikið að leika okkur með taktskiptingar og annan óþarfa. Við erum mjög inflúensaðir af djassi en nafn lagsins er náttúrulega bein tilvitnun í djass áhrifavaldana okkar og erum einmitt að vitna í Take 5 með Dave Brubeck sem lék sér mikið með óreglulegar takttegundir,“ útskýrir Ívar Andri söngvari hljómsveitarinnar. Dopamine Machine telur sjö meðlimi. Taka 7 fjallar um að gera mistök en verða fyrir gagnrýni eða fyrirlitningu í kjölfarið og eiga erfitt með að rífa sig frá stimplinum sem manni hefur verið gefið. Dopamine Machine er frekar stór hljómsveit en í henni eru bassaleikarinn Hjálmar Karl Guðnason, saxófónistinn og pródúsentinn Róbert Aron Björnsson, gítarleikarinn Benjamín Haraldsson, trommarinn Bergsteinn Sigurðarson, hljómborðsleikararnir Júlíus Óli Jacobsen og Jóhannes Guðjónsson. Ívar Andri Bjarnason syngur, spilar á gítar og kitlar hljóðgervla. Lagið er mixað af Róberti Aroni og masterað af Friðfinni Oculus. Umslagið gerði Davíð Tausen sem teiknar undir nafninu Meatsoda. Hægt er að fylgjast nánar með Dopamine Machine á Facebook og Instagram. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið
Taka 7 er samið í skapandi sumarstörfum á Egilsstöðum en austfirðingarnir Ívar Andri Bjarnason og Júlíus Óli Jacobsen voru þar sumarið 2020 en meirihlutinn af komandi plötu var saminn þar. Ívar samdi lagið en báðir félagarnir sömdu textann. „Lagið er að mestu leiti í 7/8 en við erum mikið að leika okkur með taktskiptingar og annan óþarfa. Við erum mjög inflúensaðir af djassi en nafn lagsins er náttúrulega bein tilvitnun í djass áhrifavaldana okkar og erum einmitt að vitna í Take 5 með Dave Brubeck sem lék sér mikið með óreglulegar takttegundir,“ útskýrir Ívar Andri söngvari hljómsveitarinnar. Dopamine Machine telur sjö meðlimi. Taka 7 fjallar um að gera mistök en verða fyrir gagnrýni eða fyrirlitningu í kjölfarið og eiga erfitt með að rífa sig frá stimplinum sem manni hefur verið gefið. Dopamine Machine er frekar stór hljómsveit en í henni eru bassaleikarinn Hjálmar Karl Guðnason, saxófónistinn og pródúsentinn Róbert Aron Björnsson, gítarleikarinn Benjamín Haraldsson, trommarinn Bergsteinn Sigurðarson, hljómborðsleikararnir Júlíus Óli Jacobsen og Jóhannes Guðjónsson. Ívar Andri Bjarnason syngur, spilar á gítar og kitlar hljóðgervla. Lagið er mixað af Róberti Aroni og masterað af Friðfinni Oculus. Umslagið gerði Davíð Tausen sem teiknar undir nafninu Meatsoda. Hægt er að fylgjast nánar með Dopamine Machine á Facebook og Instagram. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið