Sóttkvíarhótelið enginn lúxus: „Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2021 15:48 Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. „Ég er náttúrlega ekki að upplifa mikla stemningu hérna inni hjá mér, við erum öll náttúrlega ein,“ segir Eva í samtali við Vísi, spurð um stemninguna í húsinu. „Það er svona frekar súrt að fá ekki að fara út. Okkur var sagt það fyrsta kvöldið að við fengjum hálftíma á dag en svo var tekið fyrir það í gær, einhvern tímann seinni partinn. Það er svona ákveðin innilokunarkennd sem fylgir þessu eðlilega, en það myndi breyta öllu að fá að fara aðeins út, “ segir Eva. Kaldur matur og langir dagar „Það kemur matur hérna á morgnanna, í hádeginu og á kvöldin. Það er bankað og ef maður svarar ekki þá er hann skilinn eftir fyrir utan. Kvöldmaturinn og hádegismaturinn er búinn að vera kaldur í bæði skiptin sem ég er búin að fá hann. En við getum náttúrlega pantað okkur hvað sem er,“ segir Eva. Eva dvelur á sömu hæð á hótelinu og allir hinir sem voru í hópnum með KSÍ. Þegar hópurinn kom til landsins fengu þau upplýsingar í rútunni á leiðinni á hótelið um að þau fengju að fara út einu sinni á dag í hálftíma. Það hefur breyst síðan. „Ég fór út í gærmorgun og það breytti öllu aðeins að fá eitthvað uppbrot frá því að liggja upp í rúmi. Þetta er pínulítið herbergi og þetta er ekki alveg þannig, eins og fólk vill meina, að þetta sé dvöl á lúxushóteli, manni líður ekki þannig,“ segir Eva. Hátt í tíu skimanir og öll sýni neikvæð „Síðan er það þetta, að það séu allir að velta því upp hvort að þetta sé lögmætt og það er ekki að hjálpa varðandi hvort maður sé sáttur við að vera hérna endilega. Ég á dóttur og var búin að senda hana norður til pabba síns og ætlaði að vera ein heima í sóttkví og ég bý hérna rétt hjá. Það er svo skrítið að þurfa að vera hér,“ segir Eva. Hún játar að henni þyki skrítið að fá ekki að vera í sóttkví heima hjá sér en hópurinn sætti ströngum sóttvarnareglum á meðan á ferðinni stóð. „Við fórum í tvær skimanir áður en við fórum, við fórum í sex skimanir úti og svo náttúrlega á landamærunum og allt neikvætt þannig að manni finnst ekkert voðalega mikill grundvöllur fyrir því að loka mann inni þegar maður ætlaði hvort eð er að virða sóttkví. Mér finnst alla veganna allt í lagi að það sé verið að velta því upp,“ útskýrir Eva. Hún kveðst þó sjálf ekki vera í hugleiðingum um að láta reyna á lögmæti aðgerðanna en segist munu fylgjast grannt með framvindu mála hjá þeim sem þegar hafa lagt fram kæru. Farin úr landi áður en reglur breyttust „Við heyrum af þessu úti. Þetta var ekki þannig að við förum út eftir að þetta er ákveðið. Þá hélt ég að þetta yrði kannski smá næs að vera inni á hótelherbergi og reyna að hvíla sig eftir langa vinnuferð. En síðan er það ekkert þannig þegar maður er kominn hingað og er svona lokaður inni. Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið. En ég reyni bara að lesa og horfa á eitthvað.“ Hefur þú eitthvað heyrt í landsliðshópnum, hvernig stemningin er hjá þeim? „Ég veit að þeir voru ósáttir með að komast ekki út í gær. Það eru fimm sem að spila fótbolta að atvinnu og þeir vildu fá að fara út að hlaupa en þeir náðu ekki þessum morgungöngutúr eins og ég náði í gær. Ég get ekki sagt að fólk sé hoppandi kátt hérna en það er heldur enginn með vesen af þessu fólki sem er hérna með mér. En ég held að það finnist bara öllum skrítið, við eigum öll heima í Reykjavík, að við megum ekki vera heima hjá okkur af því að mögulega gæti einhver brotið sóttkví,“ segir Eva. Að óbreyttu ætti hún að losna af sóttkvíarhótelinu á þriðjudagskvöldið en hún fer aftur í sýnatöku á þriðjudagsmorgun. „Það sem truflar kannski flesta hérna er að það eru rosalega lítil samskipti. Sem er kannski eðlilegt, en þegar við komum þá vissum við ekki neitt. Ég vaknaði daginn eftir til að reyna að fá einhverjar upplýsingar. Við heyrðum auðvitað bara af þessu úti og vissum ekki alveg hvort að þetta væri orðið að veruleika. Svo er lítið talað við mann og síðan eru allir að velta fyrir sér hvort að þetta sé í lagi og maður veit í raun og veru ekkert. En annars bara stuð,“ segir Eva Björk. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Ég er náttúrlega ekki að upplifa mikla stemningu hérna inni hjá mér, við erum öll náttúrlega ein,“ segir Eva í samtali við Vísi, spurð um stemninguna í húsinu. „Það er svona frekar súrt að fá ekki að fara út. Okkur var sagt það fyrsta kvöldið að við fengjum hálftíma á dag en svo var tekið fyrir það í gær, einhvern tímann seinni partinn. Það er svona ákveðin innilokunarkennd sem fylgir þessu eðlilega, en það myndi breyta öllu að fá að fara aðeins út, “ segir Eva. Kaldur matur og langir dagar „Það kemur matur hérna á morgnanna, í hádeginu og á kvöldin. Það er bankað og ef maður svarar ekki þá er hann skilinn eftir fyrir utan. Kvöldmaturinn og hádegismaturinn er búinn að vera kaldur í bæði skiptin sem ég er búin að fá hann. En við getum náttúrlega pantað okkur hvað sem er,“ segir Eva. Eva dvelur á sömu hæð á hótelinu og allir hinir sem voru í hópnum með KSÍ. Þegar hópurinn kom til landsins fengu þau upplýsingar í rútunni á leiðinni á hótelið um að þau fengju að fara út einu sinni á dag í hálftíma. Það hefur breyst síðan. „Ég fór út í gærmorgun og það breytti öllu aðeins að fá eitthvað uppbrot frá því að liggja upp í rúmi. Þetta er pínulítið herbergi og þetta er ekki alveg þannig, eins og fólk vill meina, að þetta sé dvöl á lúxushóteli, manni líður ekki þannig,“ segir Eva. Hátt í tíu skimanir og öll sýni neikvæð „Síðan er það þetta, að það séu allir að velta því upp hvort að þetta sé lögmætt og það er ekki að hjálpa varðandi hvort maður sé sáttur við að vera hérna endilega. Ég á dóttur og var búin að senda hana norður til pabba síns og ætlaði að vera ein heima í sóttkví og ég bý hérna rétt hjá. Það er svo skrítið að þurfa að vera hér,“ segir Eva. Hún játar að henni þyki skrítið að fá ekki að vera í sóttkví heima hjá sér en hópurinn sætti ströngum sóttvarnareglum á meðan á ferðinni stóð. „Við fórum í tvær skimanir áður en við fórum, við fórum í sex skimanir úti og svo náttúrlega á landamærunum og allt neikvætt þannig að manni finnst ekkert voðalega mikill grundvöllur fyrir því að loka mann inni þegar maður ætlaði hvort eð er að virða sóttkví. Mér finnst alla veganna allt í lagi að það sé verið að velta því upp,“ útskýrir Eva. Hún kveðst þó sjálf ekki vera í hugleiðingum um að láta reyna á lögmæti aðgerðanna en segist munu fylgjast grannt með framvindu mála hjá þeim sem þegar hafa lagt fram kæru. Farin úr landi áður en reglur breyttust „Við heyrum af þessu úti. Þetta var ekki þannig að við förum út eftir að þetta er ákveðið. Þá hélt ég að þetta yrði kannski smá næs að vera inni á hótelherbergi og reyna að hvíla sig eftir langa vinnuferð. En síðan er það ekkert þannig þegar maður er kominn hingað og er svona lokaður inni. Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið. En ég reyni bara að lesa og horfa á eitthvað.“ Hefur þú eitthvað heyrt í landsliðshópnum, hvernig stemningin er hjá þeim? „Ég veit að þeir voru ósáttir með að komast ekki út í gær. Það eru fimm sem að spila fótbolta að atvinnu og þeir vildu fá að fara út að hlaupa en þeir náðu ekki þessum morgungöngutúr eins og ég náði í gær. Ég get ekki sagt að fólk sé hoppandi kátt hérna en það er heldur enginn með vesen af þessu fólki sem er hérna með mér. En ég held að það finnist bara öllum skrítið, við eigum öll heima í Reykjavík, að við megum ekki vera heima hjá okkur af því að mögulega gæti einhver brotið sóttkví,“ segir Eva. Að óbreyttu ætti hún að losna af sóttkvíarhótelinu á þriðjudagskvöldið en hún fer aftur í sýnatöku á þriðjudagsmorgun. „Það sem truflar kannski flesta hérna er að það eru rosalega lítil samskipti. Sem er kannski eðlilegt, en þegar við komum þá vissum við ekki neitt. Ég vaknaði daginn eftir til að reyna að fá einhverjar upplýsingar. Við heyrðum auðvitað bara af þessu úti og vissum ekki alveg hvort að þetta væri orðið að veruleika. Svo er lítið talað við mann og síðan eru allir að velta fyrir sér hvort að þetta sé í lagi og maður veit í raun og veru ekkert. En annars bara stuð,“ segir Eva Björk.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira