Uppgefinn Víðir grætur í heimildarmynd um Covid-19 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2021 13:59 Víðir sést tárvotur í stiklunni. Skjáskot Víðir Reynisson fellir tár, Þórólfur Guðnason lýsir martröð og Katrín Jakobsdóttir talar um hættuástand í fyrstu stiklunni sem nú hefur verið birt upp úr heimildaþáttaröðinni Stormur sem fjallar um baráttuna við heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi. Þættirnir verða sex talsins og hefjast sýningar á Rúv um áramótin. Í heimildarmyndinni Stormur um Covid-19 á Íslandi er sagan sögð út frá ýmsum hliðum með áherslu á mannlega þátt farsóttarinnar. Stiklu úr heimildarmyndinni má sjá að neðan og er óhætt að segja að þar fái áhorfendur að kíkja bak við tjöldin. Meðal annars er brugðið upp mynd af því sem gerðist baksviðs hjá þríeykinu, baráttu sjúklinga við að komast í gegnum veikindin með aðstoð ástvina og hjúkrunarfólks, álaginu á gjörgæslu- og Covid göngudeildum Landspítalans, smitrakningu á heimsvísu, rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og hvernig fólk leysir stór og krefjandi verkefni í veiruóveðri sem gengur yfir allann heiminn og setti hann á hvolf. Stiklan sem birt var í dag er há dramatísk en hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Það eru framleiðslufélögin Purkur og Reykjavík Media sem standa að framleiðslunni. Framleiðendur eru Sævar Guðmundsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Anna Karen Kristjánsdóttir, Brynja Gísladóttir og Björn Steinbekk. Klipping er í höndunum á Heimi Bjarnasyni og Sævari Guðmundssyni. „Við byrjuðum í tökum á þáttunum í mars 2020 og höfum fylgt eftir fjölmörgum einstaklingum í gegnum þetta viðburðarríka og erfiða ár. Það sem stendur uppúr hjá mér er að hafa fengið tækifæri til að vera baksviðs og mynda atburðarrásina og fólkið sem hefur staðið í þessari baráttu frá byrjun. Þetta hefur verið magnað ferðalag og í stiklunni sem við frumsýnum í dag sjáum við örlítið brot af efninu,“ er haft eftir Jóhannesi Kr. Kristjánssyni í tilkynningu, en hann vinnur að gerð þáttanna ásamt Sævari Guðmundssyni leikstjóra. „Framundan er mikil klippivinna því við erum að vinna með tæplega 300 tökudaga og sögurnar sem við náum utan um eru mjög sterkar. Þær eru af öllum stærðum og gerðum. Dramatískar erfiðar sjúkrasögur, hasarinn í kringum þríeykið, fyndin eða skemmtileg uppátæki og gullfallegir persónulegir sigrar eru bara brot af þeim sögum sem við sýnum í þessum þáttum. Það sem gerir þetta sérstaklega áhugavert er að þetta er hlið faraldurisins sem fólk hefur aldrei fengið að sjá áður,“ er haft eftir Sævari í tilkynningu. Samkomubann á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Þættirnir verða sex talsins og hefjast sýningar á Rúv um áramótin. Í heimildarmyndinni Stormur um Covid-19 á Íslandi er sagan sögð út frá ýmsum hliðum með áherslu á mannlega þátt farsóttarinnar. Stiklu úr heimildarmyndinni má sjá að neðan og er óhætt að segja að þar fái áhorfendur að kíkja bak við tjöldin. Meðal annars er brugðið upp mynd af því sem gerðist baksviðs hjá þríeykinu, baráttu sjúklinga við að komast í gegnum veikindin með aðstoð ástvina og hjúkrunarfólks, álaginu á gjörgæslu- og Covid göngudeildum Landspítalans, smitrakningu á heimsvísu, rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og hvernig fólk leysir stór og krefjandi verkefni í veiruóveðri sem gengur yfir allann heiminn og setti hann á hvolf. Stiklan sem birt var í dag er há dramatísk en hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Það eru framleiðslufélögin Purkur og Reykjavík Media sem standa að framleiðslunni. Framleiðendur eru Sævar Guðmundsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Anna Karen Kristjánsdóttir, Brynja Gísladóttir og Björn Steinbekk. Klipping er í höndunum á Heimi Bjarnasyni og Sævari Guðmundssyni. „Við byrjuðum í tökum á þáttunum í mars 2020 og höfum fylgt eftir fjölmörgum einstaklingum í gegnum þetta viðburðarríka og erfiða ár. Það sem stendur uppúr hjá mér er að hafa fengið tækifæri til að vera baksviðs og mynda atburðarrásina og fólkið sem hefur staðið í þessari baráttu frá byrjun. Þetta hefur verið magnað ferðalag og í stiklunni sem við frumsýnum í dag sjáum við örlítið brot af efninu,“ er haft eftir Jóhannesi Kr. Kristjánssyni í tilkynningu, en hann vinnur að gerð þáttanna ásamt Sævari Guðmundssyni leikstjóra. „Framundan er mikil klippivinna því við erum að vinna með tæplega 300 tökudaga og sögurnar sem við náum utan um eru mjög sterkar. Þær eru af öllum stærðum og gerðum. Dramatískar erfiðar sjúkrasögur, hasarinn í kringum þríeykið, fyndin eða skemmtileg uppátæki og gullfallegir persónulegir sigrar eru bara brot af þeim sögum sem við sýnum í þessum þáttum. Það sem gerir þetta sérstaklega áhugavert er að þetta er hlið faraldurisins sem fólk hefur aldrei fengið að sjá áður,“ er haft eftir Sævari í tilkynningu.
Samkomubann á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira