Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2021 18:43 Fjölmennt hefur verið við eldgosið í Geldingadölum. Almannavarnir hvetja fólk ekki til að fara á svæðið en biðja þá sem það gera um að huga að sóttvörnum. Vísir/Vilhelm Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að rætt hafi verið á vettvangi almannavarna hvort að taka bæri upp grímuskyldu í stað þess að gefa út tilmæli um sóttvarnir á gosstöðvunum í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin ennþá. „Allavegana þannig að fólk noti grímur þegar það er nálægt öðru fólki,“ sagði hann um mögulega grímuskyldu. Hátt í 24.000 manns hafa heimsótt gossvæðið undanfarna sjö daga samkvæmt teljara Ferðamálastofu. Rögnvaldur sagði að ekki hafi ennþá komið upp grunur um smit í Geldingadölum. Enginn sem er í sóttkví eða einangrun vegna kórónuveirunnar sé þar vegna tengingar við gosstöðvarnar. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Líklegasta smithættan á svæðinu taldi Rögnvaldur vera ef fólk stæði þétt saman og gætti ekki að fjarlægð. Töluvert hefur verið rætt um smithættu af reipum sem hefur verið komið upp í brekkum á gönguleiðinni. Rögnvaldur sagði almannavarnir hvetja fólk til að nota hanska og spritta hendur fyrir og eftir að það notar reipin. „Margir hafa talað um að best væri að taka reipin í burtu en við vitum líka að reipin hefur forðað slysum þarna. Nóg er nú samt um slys. Það er töluvert um að það þurfi að aðstoða fólk sem er að detta eða misstíga sig og þess háttar,“ sagði Rögnvaldur. Viðbúið er að umferð verði áfram mikil um gosstöðvarnar um páskana. Tekin hefur verið ákvörðun um að opna svæðið klukkan sex á morgnana og loka því aftur klukkan sex síðdegis. Rögnvaldur sagði að ef öngþveiti skapist á svæðinu líkt og gerðist í gær þegar bílastæði fylltust í bílaröð náði í gegnum Grindavík verði svæðinu lokað fyrr á daginn. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51 „Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík“ Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum klukkan sex að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem minnir einnig á að sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að fara ekki að gosinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 31. mars 2021 09:39 Röð bíla klýfur Grindavík í tvennt: Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum tímabundið Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð að eldstöðinni í Geldingadali tímabundið og óvíst er hvort að opnað verði aftur í kvöld. Gríðarleg bílaröð hefur myndast frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar og í gegnum Grindavík. 30. mars 2021 17:56 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að rætt hafi verið á vettvangi almannavarna hvort að taka bæri upp grímuskyldu í stað þess að gefa út tilmæli um sóttvarnir á gosstöðvunum í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin ennþá. „Allavegana þannig að fólk noti grímur þegar það er nálægt öðru fólki,“ sagði hann um mögulega grímuskyldu. Hátt í 24.000 manns hafa heimsótt gossvæðið undanfarna sjö daga samkvæmt teljara Ferðamálastofu. Rögnvaldur sagði að ekki hafi ennþá komið upp grunur um smit í Geldingadölum. Enginn sem er í sóttkví eða einangrun vegna kórónuveirunnar sé þar vegna tengingar við gosstöðvarnar. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Líklegasta smithættan á svæðinu taldi Rögnvaldur vera ef fólk stæði þétt saman og gætti ekki að fjarlægð. Töluvert hefur verið rætt um smithættu af reipum sem hefur verið komið upp í brekkum á gönguleiðinni. Rögnvaldur sagði almannavarnir hvetja fólk til að nota hanska og spritta hendur fyrir og eftir að það notar reipin. „Margir hafa talað um að best væri að taka reipin í burtu en við vitum líka að reipin hefur forðað slysum þarna. Nóg er nú samt um slys. Það er töluvert um að það þurfi að aðstoða fólk sem er að detta eða misstíga sig og þess háttar,“ sagði Rögnvaldur. Viðbúið er að umferð verði áfram mikil um gosstöðvarnar um páskana. Tekin hefur verið ákvörðun um að opna svæðið klukkan sex á morgnana og loka því aftur klukkan sex síðdegis. Rögnvaldur sagði að ef öngþveiti skapist á svæðinu líkt og gerðist í gær þegar bílastæði fylltust í bílaröð náði í gegnum Grindavík verði svæðinu lokað fyrr á daginn.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51 „Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík“ Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum klukkan sex að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem minnir einnig á að sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að fara ekki að gosinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 31. mars 2021 09:39 Röð bíla klýfur Grindavík í tvennt: Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum tímabundið Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð að eldstöðinni í Geldingadali tímabundið og óvíst er hvort að opnað verði aftur í kvöld. Gríðarleg bílaröð hefur myndast frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar og í gegnum Grindavík. 30. mars 2021 17:56 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51
„Fjarstæðukennt er fyrir flesta að hefja gosgöngu í Grindavík“ Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum klukkan sex að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem minnir einnig á að sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að fara ekki að gosinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 31. mars 2021 09:39
Röð bíla klýfur Grindavík í tvennt: Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum tímabundið Ákveðið hefur verið að loka fyrir umferð að eldstöðinni í Geldingadali tímabundið og óvíst er hvort að opnað verði aftur í kvöld. Gríðarleg bílaröð hefur myndast frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar og í gegnum Grindavík. 30. mars 2021 17:56