Markvörðurinn lagði upp er WBA vann einkar óvæntan sigur á Brúnni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2021 13:30 Callum Robinson skoraði tvö af fimm mörkum WBA í dag. John Walton/Getty Images West Bromwich Albion vann einkar óvæntan, en magnaðan, 5-2 útisigur á Chelsea í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Thomas Tuchel hafði stýrt Chelsea í 14 leikjum án ósigurs fyrir leik dagsins. Þegar Christian Pulisic kom Chelsea yfir á 27. mínútu var talið að Chelsea myndi sigla þremur öruggum stigum í hús enda WBA í bullandi fallbaráttu meðan heimamenn eru að reyna tryggja sér Meistaradeildarsæti. Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Thiago Silva, miðvörður Chelsea, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það var svo í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Sam Johnstone, markvörður WBA, átti langa sendingu fram völlinn. Varnarmenn Chelsea náðu ekki boltanum en það gerði Matheus Pereira og jafnaði hann metin. Aðeins tveimur mínútum síðar var Pereira aftur á ferðinni og staðan orðin 2-1 gestunum í vil. Callum Robinson skoraði þriðja mark WBA þegar rúm klukkustund var liðin af leiknum og fimm mínútum síðar var staðan orðin 4-1 eftir mark Mbaye Diagne. Mason Mount minnkaði muninn fyrir heimamenn en Robinson skoraði sitt annað mark og fimmta mark WBA í uppbótartíma. Lokatölur 5-2 WBA í vil á Brúnni í hreint ótrúlegum leik. @WBA:1st win in 46 PL games when conceding 1st since Feb 2017Score 5+ PL away goals for first time since Feb 2012First away league win v Chelsea in 16 games since Sept 1978 pic.twitter.com/ha9RUgSo9e— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) April 3, 2021 Chelsea er sem fyrr í 4. sæti deildarinnar með 51 stig, tveimur stigum á undan West Ham United og þremur á undan Tottenham Hotspur sem eiga bæði leik til góða. Lærisveinar Sam Allardyce í WBA eru í 19. sæti með 21 stig, sjö stigum frá öruggu sæti. Enski boltinn Fótbolti
West Bromwich Albion vann einkar óvæntan, en magnaðan, 5-2 útisigur á Chelsea í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Thomas Tuchel hafði stýrt Chelsea í 14 leikjum án ósigurs fyrir leik dagsins. Þegar Christian Pulisic kom Chelsea yfir á 27. mínútu var talið að Chelsea myndi sigla þremur öruggum stigum í hús enda WBA í bullandi fallbaráttu meðan heimamenn eru að reyna tryggja sér Meistaradeildarsæti. Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Thiago Silva, miðvörður Chelsea, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það var svo í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Sam Johnstone, markvörður WBA, átti langa sendingu fram völlinn. Varnarmenn Chelsea náðu ekki boltanum en það gerði Matheus Pereira og jafnaði hann metin. Aðeins tveimur mínútum síðar var Pereira aftur á ferðinni og staðan orðin 2-1 gestunum í vil. Callum Robinson skoraði þriðja mark WBA þegar rúm klukkustund var liðin af leiknum og fimm mínútum síðar var staðan orðin 4-1 eftir mark Mbaye Diagne. Mason Mount minnkaði muninn fyrir heimamenn en Robinson skoraði sitt annað mark og fimmta mark WBA í uppbótartíma. Lokatölur 5-2 WBA í vil á Brúnni í hreint ótrúlegum leik. @WBA:1st win in 46 PL games when conceding 1st since Feb 2017Score 5+ PL away goals for first time since Feb 2012First away league win v Chelsea in 16 games since Sept 1978 pic.twitter.com/ha9RUgSo9e— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) April 3, 2021 Chelsea er sem fyrr í 4. sæti deildarinnar með 51 stig, tveimur stigum á undan West Ham United og þremur á undan Tottenham Hotspur sem eiga bæði leik til góða. Lærisveinar Sam Allardyce í WBA eru í 19. sæti með 21 stig, sjö stigum frá öruggu sæti.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti