Kraftaverki líkast að fleiri hafi ekki veikst um borð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. mars 2021 13:37 Pétur Heimisson er umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi. Mynd/Aðsend Pétur Heimisson, umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir að það hafi verið kraftaverki líkast hversu vel hafi tekist að halda uppi smitvörnum um borð í súrálsskipinu sem liggur við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Hann segir skipverjana sjálfa eiga mikið lof skilið fyrir hversu vel þeim hafi tekist að hindra útbreiðslu veirunnar. Niðurstöður skimunar frá því í fyrradag sýndu að níu þeirra hafi ekki smitast af kórónuveirunni en það var níu sólarhringum eftir komuna til Reyðarfjarðar. „Ég veit ekki hvort það sé heppni eða hvað það segir yfirleitt en þessum tíu manna hópi sem veiktist hefur vegnað betur en maður reiknaði með. Einungis einn varð alvarlega veikur.“ Pétur vísar þarna í skipverjann sem flytja þurfti suður á Landspítalann með sjúkraflugi á sunnudag eftir að einkenni hans tóku að versna til muna. Skipverjarnir eru allir kínverskir og höfðu verið á sjó samfellt í tvær vikur áður en skipið lagði að bryggju í Reyðarfirði. Pétur segir að sjö þeirra hafi fengið fyrstu einkenni sjúkdómsins nákvæmlega þegar vika var liðin af túrnum. Súrálsskipið kom til Mjóeyrarhafnar 20. mars síðastliðinn. Sjö af nítján skipverjum fundu fyrir einkennum COVID-19 en skimun leiddi í ljós að níu voru smitaðir. Einn úr hópnum veiktist alvarlega og var fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann á sunnudag. Hinir veiku eru með brasilíska afbrigði kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Kvíðvænlegt að vera fjarri heimahögum og ástvinum Pétur var spurður út í andlegu hliðina á málinu; hvort það væri ekki erfitt fyrir skipverjana að vera veikir og fastir í einangrun í ókunnu landi. Pétur svaraði því til að vissulega væri það kvíðvænlegt að vera fjarri heimahögum og ástvinum en að allir sem komi að verkefninu reyni sitt allra besta til að veita þeim eins mikið öryggi og hægt er. „Við pössum upp á að hafa mikinn fyrirsjáanleika. Í hvert sinn sem fagmaður fer um borð til að meta ástand og heilsu þeirra – sem er daglega – þá vita þeir alltaf hvenær næsta heimsókn verður. Þeir hafa góðan aðgang að okkur hjá HSA og COVID-göngudeildinni. Það hefur skipt miklu máli bæði fyrir þá og okkur.“ Pétur fær skýrslu um líðan skipverjanna á hverjum degi. Hann segir að líðan þeirra sé þokkaleg sem stendur og að enginn sé alvarlega veikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Fjarðabyggð Tengdar fréttir Einn skipverjanna fluttur á Landspítala Einn skipverjanna tíu, sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í súrálsskipi við Móeyjarhöfn á Reyðarfirði, var fluttur með sjúkraflugi á Landspítala í dag. Einkenni skipverjans höfðu versnað og þótti rétt að flytja hann til öryggis á sjúkrahús. 28. mars 2021 18:10 Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í skipið Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í súrálsskipið sem kom til Mjóeyrarhafnar á Reyðarfirði á laugardaginn í dag til að meta líðan og ástand skipverjanna sem þar eru í einangrun, smitaðir af covid-19. Enginn þeirra mun vera alvarlega veikur. 24. mars 2021 19:16 Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Hann segir skipverjana sjálfa eiga mikið lof skilið fyrir hversu vel þeim hafi tekist að hindra útbreiðslu veirunnar. Niðurstöður skimunar frá því í fyrradag sýndu að níu þeirra hafi ekki smitast af kórónuveirunni en það var níu sólarhringum eftir komuna til Reyðarfjarðar. „Ég veit ekki hvort það sé heppni eða hvað það segir yfirleitt en þessum tíu manna hópi sem veiktist hefur vegnað betur en maður reiknaði með. Einungis einn varð alvarlega veikur.“ Pétur vísar þarna í skipverjann sem flytja þurfti suður á Landspítalann með sjúkraflugi á sunnudag eftir að einkenni hans tóku að versna til muna. Skipverjarnir eru allir kínverskir og höfðu verið á sjó samfellt í tvær vikur áður en skipið lagði að bryggju í Reyðarfirði. Pétur segir að sjö þeirra hafi fengið fyrstu einkenni sjúkdómsins nákvæmlega þegar vika var liðin af túrnum. Súrálsskipið kom til Mjóeyrarhafnar 20. mars síðastliðinn. Sjö af nítján skipverjum fundu fyrir einkennum COVID-19 en skimun leiddi í ljós að níu voru smitaðir. Einn úr hópnum veiktist alvarlega og var fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann á sunnudag. Hinir veiku eru með brasilíska afbrigði kórónuveirunnar.Vísir/Vilhelm Kvíðvænlegt að vera fjarri heimahögum og ástvinum Pétur var spurður út í andlegu hliðina á málinu; hvort það væri ekki erfitt fyrir skipverjana að vera veikir og fastir í einangrun í ókunnu landi. Pétur svaraði því til að vissulega væri það kvíðvænlegt að vera fjarri heimahögum og ástvinum en að allir sem komi að verkefninu reyni sitt allra besta til að veita þeim eins mikið öryggi og hægt er. „Við pössum upp á að hafa mikinn fyrirsjáanleika. Í hvert sinn sem fagmaður fer um borð til að meta ástand og heilsu þeirra – sem er daglega – þá vita þeir alltaf hvenær næsta heimsókn verður. Þeir hafa góðan aðgang að okkur hjá HSA og COVID-göngudeildinni. Það hefur skipt miklu máli bæði fyrir þá og okkur.“ Pétur fær skýrslu um líðan skipverjanna á hverjum degi. Hann segir að líðan þeirra sé þokkaleg sem stendur og að enginn sé alvarlega veikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Fjarðabyggð Tengdar fréttir Einn skipverjanna fluttur á Landspítala Einn skipverjanna tíu, sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í súrálsskipi við Móeyjarhöfn á Reyðarfirði, var fluttur með sjúkraflugi á Landspítala í dag. Einkenni skipverjans höfðu versnað og þótti rétt að flytja hann til öryggis á sjúkrahús. 28. mars 2021 18:10 Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í skipið Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í súrálsskipið sem kom til Mjóeyrarhafnar á Reyðarfirði á laugardaginn í dag til að meta líðan og ástand skipverjanna sem þar eru í einangrun, smitaðir af covid-19. Enginn þeirra mun vera alvarlega veikur. 24. mars 2021 19:16 Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Einn skipverjanna fluttur á Landspítala Einn skipverjanna tíu, sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í súrálsskipi við Móeyjarhöfn á Reyðarfirði, var fluttur með sjúkraflugi á Landspítala í dag. Einkenni skipverjans höfðu versnað og þótti rétt að flytja hann til öryggis á sjúkrahús. 28. mars 2021 18:10
Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í skipið Læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð í súrálsskipið sem kom til Mjóeyrarhafnar á Reyðarfirði á laugardaginn í dag til að meta líðan og ástand skipverjanna sem þar eru í einangrun, smitaðir af covid-19. Enginn þeirra mun vera alvarlega veikur. 24. mars 2021 19:16
Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29