Eigendurnir í NFL-deildinni samþykktu að fara í sautján leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2021 11:30 Hinn síungii Tom Brady þarf að spila einum leik meira í titilvörninni á næstu leiktíð. AP/Mark LoMoglio Eigendur NFL-deildarinnar ættu að fá enn meiri pening í vasann eftir að þeir komu í gegn breytingu um fleiri leiki í deildinni. Liðin í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum munu spila einum leik meira frá og með næsta tímabili eftir að eigendur deildarinnar samþykktu að lengja deildarkeppnina um eina viku. Á móti fækkar leikjum á undirbúningstímabilinu um einn eða úr fjórum í þrjá. Samkvæmt síðasta samkomulagi við leikmenn þá höfðu félögin möguleika á því að fjölga úr sextán leikjum í sautján en leikmenn fá samt ekkert meira borgað fyrir að spila einum leik meira. Beginning in 2021, the NFL is expanding to a 17-game regular season. pic.twitter.com/skNisJwPS2— NFL (@NFL) March 30, 2021 Sumir leikmenn hafa verið ósáttir við þessa breytingu og stjörnuhlauparinn Alvin Kamara hjá New Orleans Saints kallaði hana meðal annars „heimsku“ á samfélagsmiðlum. Hvert lið mun samt sem áður fá áfram eina viku í frí inn á tímabilinu. Það þýðir jafnframt að tímabilið lengist um eina viku. 2021 tímabilið hefst fimmtudaginn 9. september og lokaumferðin fer síðan fram 9. janúar 2022. Super Bowl leikurinn á nýja SoFi leikvanginum í Los Angeles átti að fara fram 6. febrúar á næsta ári en fer nú fram 13. febrúar. Big news for International fans! As part of an enhanced 17-game season, every team in the NFL will play an international game in the next 8 years!— NFL UK (@NFLUK) March 30, 2021 Breytingin á NFL-deildinni mun um leið tryggja það að öll lið deildarinnar munu spila leik utan Bandaríkjanna á árunum 2022 til 2030. Það verða skipulagðir leikir í Kanada, Þýskalandi, Mexíkó, Suður-Ameríku og Bretlandi en að minnsta kosti fjórir leikir á tímabili fara fram utan Bandaríkjanna á þessum átta tímabilum. Undanfarin ár hafa 23 leikir farið fram á Wembley og þá hafa einnig verið spilaðir leikir í Mexíkóborg. Samningur NFL og Wembley rann út 2020 en í hans stað samdi NFL-deildin við Tottenham Hotspur um að spila tvo leiki á ári á nýja Tottenham leikvanginum. NFL Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Liðin í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum munu spila einum leik meira frá og með næsta tímabili eftir að eigendur deildarinnar samþykktu að lengja deildarkeppnina um eina viku. Á móti fækkar leikjum á undirbúningstímabilinu um einn eða úr fjórum í þrjá. Samkvæmt síðasta samkomulagi við leikmenn þá höfðu félögin möguleika á því að fjölga úr sextán leikjum í sautján en leikmenn fá samt ekkert meira borgað fyrir að spila einum leik meira. Beginning in 2021, the NFL is expanding to a 17-game regular season. pic.twitter.com/skNisJwPS2— NFL (@NFL) March 30, 2021 Sumir leikmenn hafa verið ósáttir við þessa breytingu og stjörnuhlauparinn Alvin Kamara hjá New Orleans Saints kallaði hana meðal annars „heimsku“ á samfélagsmiðlum. Hvert lið mun samt sem áður fá áfram eina viku í frí inn á tímabilinu. Það þýðir jafnframt að tímabilið lengist um eina viku. 2021 tímabilið hefst fimmtudaginn 9. september og lokaumferðin fer síðan fram 9. janúar 2022. Super Bowl leikurinn á nýja SoFi leikvanginum í Los Angeles átti að fara fram 6. febrúar á næsta ári en fer nú fram 13. febrúar. Big news for International fans! As part of an enhanced 17-game season, every team in the NFL will play an international game in the next 8 years!— NFL UK (@NFLUK) March 30, 2021 Breytingin á NFL-deildinni mun um leið tryggja það að öll lið deildarinnar munu spila leik utan Bandaríkjanna á árunum 2022 til 2030. Það verða skipulagðir leikir í Kanada, Þýskalandi, Mexíkó, Suður-Ameríku og Bretlandi en að minnsta kosti fjórir leikir á tímabili fara fram utan Bandaríkjanna á þessum átta tímabilum. Undanfarin ár hafa 23 leikir farið fram á Wembley og þá hafa einnig verið spilaðir leikir í Mexíkóborg. Samningur NFL og Wembley rann út 2020 en í hans stað samdi NFL-deildin við Tottenham Hotspur um að spila tvo leiki á ári á nýja Tottenham leikvanginum.
NFL Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira