Fóru yfir mögulegar sviðsmyndir til að klára tímabilið í Olís og hvað má alls ekki gerast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2021 12:00 Atli Ævar Ingólfsson og félagar í Selfossliðinu urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í maí 2019 og þeir eru enn Íslandsmeistarar næstum því 23 mánuðum síðar. Nú er aftur óvissa um hvort að úrslitakeppnin geti fram en henni var aflýst í fyrra. Vísir/Vilhelm Seinni bylgjan ræddi framhald Íslandsmótsins í handbolta en mikil óvissa er uppi eftir að aftur þurfti að gera hlé á leikjum í Olís deildunum vegna sóttvarnarreglna hér á landi. Meðal annars var farið yfir mögulegar leiðir til að klára tímabilið. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, var að þessu sinni með sérfræðingana Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hjá sér í þættinum. „Ég á erfitt með að skilja það hvað vakir fyrir þeim. Af hverju það er svo ofboðslega erfitt að fá að spila aftur? Þetta er takmarkaður hópur af fólki sem hittist og af hverju þau megi ekki spila handbolta. Ég skil það ekki en það er algjört lykilatriði að fá það í gegn að fá að æfa eins og menn til að það sé hægt að byrja mótið um leið og það er leyfilegt,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Ég myndi segja að það væri algjört lykilatriði að þessu æfingabanni án snertingar verði aflétt strax eftir páska,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Jóhanns Gunnars Einarssonar. „Það er mjög mikilvægt en til að setja þetta í samhengi. Á þessum þremur vikum sem voru settar í lás þá átti Haukarnir, ef þeir hefðu komist áfram í bikarnum, átt að spila tíu leiki. Það er rosalegur fjöldi og þetta er rosalegt skarð sem er verið að höggva í mótið,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um framtíð Íslandsmótins eftir stopp „Ég var að tala við nokkra gæja sem eru í deildinni. Þeir eru að mæta tíu í einu og það er verið að kasta í veggi til að halda öxlinni við. Það er verið að taka interval hlaup. Það er ekki alveg stopp og þeir eru komnir í betri leikæfingu en í síðasta stoppi sem var rosalega langt. Ég myndi halda að menn ættu að geta spilað eftir tvo, þrjá, fjóra daga,“ sagði Jóhann Gunnar. „Um leið og það er gefið grænt ljós á eðlilega æfingar þá eru menn ekki ískaldir. Það þarf ekki tvær vikur eins og síðast,“ sagði Jóhann Gunnar. Sérfræðingarnir fóru síðan yfir mögulegar sviðsmyndir til að klára tímabilið í Olís deildinni í ár. „Ég ætla að segja það sem má alls ekki gerast. Það versta sem við gerum núna er að klára þessa deildarkeppni og slaufa svo. Við gerðum það í fyrra og misstum úrslitakeppnina og það var skilningur á því þá,“ sagði Jóhann Gunnar en nú er staðan önnur að hans mat. „Haukarnir eru eiginlega búin að klára þetta, liðin eru fallin og það er engin spenna eftir. Það er að engu að keppa að í raun og veru. Þetta verður bara eitthvað frat,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ef ég tala fyrir hönd Stöð 2 Sport, þó að ég hafi ekki hugmynd um hvað þeir vilja, þá hljóta þeir að gefa kröfu á HSÍ og félögin að það verði bara úrslitakeppni, sama hvað. Það verða alltaf einhverjir sárir,“ sagði Jóhann Gunnar. Hér fyrir ofan má sjá alla umfjöllunina um framhald tímabilsins úr Seinni bylgjunni í gær. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, var að þessu sinni með sérfræðingana Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hjá sér í þættinum. „Ég á erfitt með að skilja það hvað vakir fyrir þeim. Af hverju það er svo ofboðslega erfitt að fá að spila aftur? Þetta er takmarkaður hópur af fólki sem hittist og af hverju þau megi ekki spila handbolta. Ég skil það ekki en það er algjört lykilatriði að fá það í gegn að fá að æfa eins og menn til að það sé hægt að byrja mótið um leið og það er leyfilegt,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Ég myndi segja að það væri algjört lykilatriði að þessu æfingabanni án snertingar verði aflétt strax eftir páska,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Jóhanns Gunnars Einarssonar. „Það er mjög mikilvægt en til að setja þetta í samhengi. Á þessum þremur vikum sem voru settar í lás þá átti Haukarnir, ef þeir hefðu komist áfram í bikarnum, átt að spila tíu leiki. Það er rosalegur fjöldi og þetta er rosalegt skarð sem er verið að höggva í mótið,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um framtíð Íslandsmótins eftir stopp „Ég var að tala við nokkra gæja sem eru í deildinni. Þeir eru að mæta tíu í einu og það er verið að kasta í veggi til að halda öxlinni við. Það er verið að taka interval hlaup. Það er ekki alveg stopp og þeir eru komnir í betri leikæfingu en í síðasta stoppi sem var rosalega langt. Ég myndi halda að menn ættu að geta spilað eftir tvo, þrjá, fjóra daga,“ sagði Jóhann Gunnar. „Um leið og það er gefið grænt ljós á eðlilega æfingar þá eru menn ekki ískaldir. Það þarf ekki tvær vikur eins og síðast,“ sagði Jóhann Gunnar. Sérfræðingarnir fóru síðan yfir mögulegar sviðsmyndir til að klára tímabilið í Olís deildinni í ár. „Ég ætla að segja það sem má alls ekki gerast. Það versta sem við gerum núna er að klára þessa deildarkeppni og slaufa svo. Við gerðum það í fyrra og misstum úrslitakeppnina og það var skilningur á því þá,“ sagði Jóhann Gunnar en nú er staðan önnur að hans mat. „Haukarnir eru eiginlega búin að klára þetta, liðin eru fallin og það er engin spenna eftir. Það er að engu að keppa að í raun og veru. Þetta verður bara eitthvað frat,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ef ég tala fyrir hönd Stöð 2 Sport, þó að ég hafi ekki hugmynd um hvað þeir vilja, þá hljóta þeir að gefa kröfu á HSÍ og félögin að það verði bara úrslitakeppni, sama hvað. Það verða alltaf einhverjir sárir,“ sagði Jóhann Gunnar. Hér fyrir ofan má sjá alla umfjöllunina um framhald tímabilsins úr Seinni bylgjunni í gær.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira