Þrjár tegundir af breska afbrigðinu sem ekki er hægt að rekja til landamæranna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. mars 2021 08:23 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Að minnsta kosti þrjár mismunandi tegundir af breska afbrigði kórónuveirunnar sem ekki er hægt að rekja til landamæranna hafa greinst innanlands undanfarið. Þetta er áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem ræddi stöðu faraldursins hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórólfur sagði að um tíu manns hefðu greinst með veiruna innanlands um helgina og af þeim voru um sjö í sóttkví. „En það sem maður hefur kannski meiri áhyggjur af, þetta eru litlar tölur, og menn geta kannski furðað sig á því að menn séu með svona miklar aðgerðir í gangi út af svona lágum tölum en það sem við höfum kannski meiri áhyggjur af það er það að það eru allavega þrjár mismunandi tegundir af þessu breska afbrigði sem við getum ekki rakið til landamæranna sem hafa lekið þar í gegn einhvern veginn án þess að við vitum. Það er ákveðið áhyggjuefni og við erum ennþá að greina fólk utan sóttkvíar sem dúkkar upp,“ sagði Þórólfur. Hann sagði nokkra möguleika í því hvernig smit gæti hafa komist framhjá kerfinu. Þannig hafi börn ekki verið skimuð á landamærunum fyrr en nýlega og vitað sé að einhverjir hafi ekki haldið fimm daga sóttkví almennilega við komuna til landsins. „Margir hafa verið að greinast í seinni skimun og fólk hefur verið farið af landinu þegar að seinni skimun kemur án þess að nokkur vissi. Þannig að það eru möguleikar en það þarf ekki mikið meira en þetta. Það þarf bara einn og einn hér og þar sem allt í einu fer að breiða úr sér. Þetta er greinilega mallandi hér og þar en góðu fréttirnar eru þó þær að við erum ekki að sjá neina blússandi aukningu í þessu enda hafa margir verið settir í sóttkví og það er búið að prófa og testa mjög marga þannig að ég vona þegar dagarnir líða núna að þetta fari bara fækkandi.“ Aðspurður hversu langan tíma það taki að sjá hvernig þróunin verður sagði hann að það tæki um tvær til þrjár vikur. Hertar sóttvarnaaðgerðir sem tóku gildi síðastliðinn fimmtudag gilda einmitt í þrjár vikur eða til og með 15. apríl. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Þetta er áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem ræddi stöðu faraldursins hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórólfur sagði að um tíu manns hefðu greinst með veiruna innanlands um helgina og af þeim voru um sjö í sóttkví. „En það sem maður hefur kannski meiri áhyggjur af, þetta eru litlar tölur, og menn geta kannski furðað sig á því að menn séu með svona miklar aðgerðir í gangi út af svona lágum tölum en það sem við höfum kannski meiri áhyggjur af það er það að það eru allavega þrjár mismunandi tegundir af þessu breska afbrigði sem við getum ekki rakið til landamæranna sem hafa lekið þar í gegn einhvern veginn án þess að við vitum. Það er ákveðið áhyggjuefni og við erum ennþá að greina fólk utan sóttkvíar sem dúkkar upp,“ sagði Þórólfur. Hann sagði nokkra möguleika í því hvernig smit gæti hafa komist framhjá kerfinu. Þannig hafi börn ekki verið skimuð á landamærunum fyrr en nýlega og vitað sé að einhverjir hafi ekki haldið fimm daga sóttkví almennilega við komuna til landsins. „Margir hafa verið að greinast í seinni skimun og fólk hefur verið farið af landinu þegar að seinni skimun kemur án þess að nokkur vissi. Þannig að það eru möguleikar en það þarf ekki mikið meira en þetta. Það þarf bara einn og einn hér og þar sem allt í einu fer að breiða úr sér. Þetta er greinilega mallandi hér og þar en góðu fréttirnar eru þó þær að við erum ekki að sjá neina blússandi aukningu í þessu enda hafa margir verið settir í sóttkví og það er búið að prófa og testa mjög marga þannig að ég vona þegar dagarnir líða núna að þetta fari bara fækkandi.“ Aðspurður hversu langan tíma það taki að sjá hvernig þróunin verður sagði hann að það tæki um tvær til þrjár vikur. Hertar sóttvarnaaðgerðir sem tóku gildi síðastliðinn fimmtudag gilda einmitt í þrjár vikur eða til og með 15. apríl. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira