Edda Falak: „Ég vil eiga kærasta sem er bara stoltur af mér“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 27. mars 2021 07:01 Í viðtali við Makamál talar CrossFit stjarnan og áhrifavaldurinn Edda Falak meðal annars um æskuna, agann, ástina og móðurmissinn. Vísir/Vilhelm „Eins og ég geti ekki verið framakona og samt birt kynþokkafulla mynd af mér á samfélagsmiðlum. Af hverju finnst fólki ég lítillækka mig með því að birta sexí mynd? Eins og konur sem birti mynd af sér á bikiní geti ekki verið klárar. Þetta fer mjög mikið í taugarnar á mér,“ segir CrossFit stjarnan og áhrifavaldurinn Edda Falak í viðtali við Makamál. Edda hefur verið mjög áberandi í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum síðustu misseri. Hún lifir og hrærist í CrossFit heiminum og eru skoðanir hennar ekki síður sterkbyggðari en vel þjálfaður líkaminn. Hún er metnaðargjörn, ákveðin og svarar hiklaust fyrir sig ef henni er misboðið. Ástarlíf Eddu hefur undanfarið verið mikið á milli tannana á fólki en hún og samfélagsmiðlastjarnan Binni Löve slitu nýverið sambandi sínu sem staðið hafði yfir í nokkra mánuði. Við setjumst niður og mig grunar að hún búist við því að fara að svara enn fleiri spurningum um sambandsslitin sem svo margir virðast vera að tala um. Fyrir framan mig situr sterk, ung og áhugaverð kona. Viðtalið mun snúast um hana. Fyrsta sem kemur upp í hugann er þetta nafn, Falak. Hvaðan skyldi það koma? Edda fæddist á Ítalíu en flutti rúmlega tveggja ára til Íslands. Edda brosir og það er eins og það sé ákveðinn léttir yfir andliti hennar. „Nafnið Falak kemur frá Líbanon. Pabbi minn er Líbanskur, Jónas Yamak.“ Móðir Eddu, Amalía Rut Gunnarsdóttir, var að læra arkitektúr á Ítalíu þegar hún kynnist föður hennar sem þá var í námi í lyfjafræði. Þau felldu fljótt hugi saman og ekki leið á löngu þar til fyrsti ávöxtur ástar þeirra kom í heiminn, Edda. Fjölskyldan bjó á Ítalíu fyrstu tvö árin í lífi Eddu og fluttust þau svo búferlum til Íslands. „Mamma og pabbi töluðu bara saman á ítölsku svo að ítalska var í rauninni fyrsta tungumálið mitt.“ Talar þú ítölsku í dag? „Ég skil hana en tala hana kannski ekki svo vel. Oft þegar ég er spurð að því hvaðan pabbi er þá langar mig að segja Ítalíu. Hann fluttist svo ungur til Ítalíu og bjó þar svo lengi.“ Hvað með Líbanon, hefur þú einhverja tengingu þangað? „Já, að sjálfsögðu. Ég hef heimsótt Líbanon en ég tala samt ekki arabísku. Mér hefur stundum fundist eins og það sé of seint að læra hana núna, en aldrei að vita hvað gerist.“ Edda og faðir hennar Jónas Yamak. Edda segir að henni hafi oft verið strítt út af nafni sínu þegar hún var yngri og hún hafi fundið fyrir því að hún væri öðruvísi. Erfitt að vera öðruvísi þegar maður er lítill Miðbær Reykjavíkur var fyrsta stopp fjölskyldunnar þegar þau fluttu til Íslands en þegar grunnskólaárin tóku við fluttust þau í Salahverfið í Kópavogi. Edda segist vel hafa fundið fyrir því að vera blönduð þegar hún var barn og hún hafi oft fengið óþægilegar athugasemdir frá krökkunum í hverfinu. „Ég var mjög mikið spurð út í nafnið mitt og fannst það alls ekki gaman. Það er erfitt að vera öðruvísi þegar maður er lítill. Krökkum á þessum tíma fannst skrítið þegar einhver skar sig úr hópnum og það var til dæmis mjög oft gert grín að nafninu mínu. Mér fannst þetta eiginlega alveg ömurlegt. Þetta er sem betur fer að breytast og krakkar í dag eru miklu meðvitaðri um fölbreytileikann.“ Á heimilinu var mikill agi sem Edda segir aðallega hafi komið frá föður sínum. Honum hafi verið mikið í mun að börn hans fengju aðhald og voru kröfurnar stundum aðeins of miklar að mati Eddu. Þegar Edda kom heim úr skólanum segir hún faðir sinn hafa séð til þess að heimalærdómurinn væri algjört forgangsatriði og mikið hafi verið lagt upp úr því að náminu væri sinnt af samviskusemi. Edda segist fljótt hafa byrjað í íþróttum og sækjast frekar í erfiðar íþróttir. „Ég kem úr uppeldi þar sem pabbi minn er frá Líbanon,“ segir Edda og útskýrir. „Þaðan kemur aginn. Þetta var alveg smá pressa. Bara beint heim eftir skóla, setjast niður og læra í þrjá tíma. Pabbi var með miklar kröfur á okkur. Hann vildi að við myndum ná langt í lífinu, svona svolítið að við ættum að vera best.“ Edda segir þetta stranga uppeldi vissulega eiga stóran þátt í því að hún hafi náð langt og eflaust ástæðuna fyrir því hvað hún er metnaðarfull. Þetta uppeldi hefur hjálpað mér að mörgu leyti, kannski sérstaklega á því sviði að ég vil alltaf vera að gera mitt besta. Ég veit hvað það er að vera dugleg og ég veit að ég reyni alltaf gera mitt besta. Ég kann alveg að standa föst á mínu. Á sama tíma og hún segist þakklát fyrir þá kosti sem þessi agi hefur kallað fram er Edda þó ekki viss um að svona mikill agi og pressa sé alltaf af hinu góða. „Þessi pressa hafði alveg þau áhrif að ég tek það mjög mikið inn á mig ef ég næ ekki hundrað prósent árangri, það er ekkert alltaf gott. Ég varð svolítill uppreisnarseggur þegar ég varð svo unglingur. Mig langaði ekki bara að sitja og læra heldur að fá að vera meira úti og skapa eitthvað, gera eitthvað. Þegar ég eignast sjálf börn þá hugsa ég að ég myndi vilja gefa þeim meira frelsi en ég fékk. Ég var samt ekkert í neinu rugli eða neitt svoleiðis en ég fékk smá mótþróaröskun,“ segir Edda og hlær. Myndir þú segja að þú værir með mikið skap? „Nei, ekki þannig,“ segir Edda og hikar aðeins. „Ég æsi mig allavega ekki auðveldlega. En ef mér líkar ekki eitthvað, þá er ég bara farin.“ Mamma var best Við tölum meira um uppeldið og segist Edda mjög þakklát foreldrum sínum meðal annars fyrir það hversu gott fæði hún var alin upp við. „Mamma og pabbi hugsuðu bæði mikið út í allt svona. Ég fékk aldrei neitt mauk þegar ég var lítil eða neinn unninn mat, allt gert frá grunni. Spínatið sett í blender og bara hreint og gott fæði. Pabbi borðar í dag engin unnin matvæli og helst bara fisk og mikið grænmeti.“ Móðir Eddu, Amalía, lést aðeins 41 árs að aldri eftir skammvinna baráttu við krabbamein. Þá var Edda aðeins þrettán ára gömul. „Mamma dó þegar ég var bara nýfermd og þetta var auðvitað mjög erfitt, mikil sorg. Ég gerði mér enga grein fyrir því hvað var að gerast, enda gerðist þetta allt svo hratt allt. Hún greindist með krabbamein í blöðrunni og það hefur líklegast verið komið langt á veg því að hún deyr aðeins nokkrum mánuðum eftir greininguna.“ Edda segir föður sinn þarna hafa þurft að taka við keflinu en þau fjölskyldan séu heppin með það að þau eigi mjög góða að og fengu því mikinn stuðning í gegnum sorgarferlið.“ Mamma mín var bara best. Ég held bara að öll góðu lýsingarorðin í íslenskri tungu hafi átt við hana. Hún stóð með mér í einu og öllu og kenndi mér að standa með sjálfri mér. Henni var gefin einhver ótrúleg orka og hún lét alltaf drauma sína rætast. Ég sakna alls við hana. Edda á einn yngri bróður, Ómar Yamak, og segir hún þau systkin vera mjög náin. „Ég vissi að ég gæti ekki farið í neitt foreldrahlutverk þegar mamma deyr, enda var ég bara barn. En í dag reyni ég bara að gera allt svo honum líði vel og fái þá ást sem hann á skilið.“ Náin systkin. Edda og yngri bróðir hennar Ómar Yamak. Sóttist snemma í erfiðar íþróttir Edda segir þau systkin vera frekar lík í sér og bæði mjög kappsöm þegar kemur að námi og íþróttum. „Við byrjuðum bæði mjög snemma í íþróttum og frekar svona íþróttadrifin ef svo má að orði komast. Bróðir minn til dæmis með svarta beltið í Brazilian jiujitzu. Aðeins fimm ára gömul byrjaði Edda að æfa fótbolta með HK og síðar með Breiðablik en boltinn átti hug og hjarta Eddu til fimmtán ára aldurs. Eftir að fótboltaskónum var lagt á hilluna lá leið hennar svo í Víkingaþrekið í Mjölni. Það heillar mig þegar eitthvað er mjög erfitt. Ég elska áskoranir og mér finnst gaman að fara í ræktina þegar það er ógeðslega erfitt. Ég vil alltaf vera að læra eitthvað nýtt. Edda kynntist síðar CrossFit íþróttinni þegar hún flutti til Kaupmannahafnar árið 2015. Ég flutti út til þess að fara í mastersnám í Copenhagen Buisness School. Ég útskrifaðist svo þaðan í Finance and strategic management. Á þessu tímabili rambaði ég inn á CrossFit stöð í fyrsta skipti og ég fann það um leið að þetta var eitthvað sem átti rosalega vel við mig. Ég var búin að æfa CrossFit í sex mánuði þegar mér var boðin þjálfarastaða í stöðinni sem ég var í og ég náði mjög fljótt góðum tökum á íþróttinni og eignaðist mikið af vinum í þessum geira.“ Á sínu fyrsta móti í CrossFit lenti Edda á verðlaunapalli með fremstu CrossFit stjörnum okkar Íslendinga þeim, Katrínu Tönju og Anníe Mist. Þrjár íslenskar stelpur á verðlaunapalli í liðakeppni í CrossFit. Katrín Tanja og Anníe Mist í fyrsta sæti og Edda í öðru. „Þetta var fyrsta mótið mitt svo það var geggjað að lenda á verðlaunapalli með þessum stelpum. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og þær hafa klárlega verið sterkar fyrirmyndir. Það var geggjað að standa þarna, þrjár íslenskar konur á verðlaunapallinum.“ Neikvæð komment og niðrandi skilaboð Í fyrrasumar fluttist Edda svo aftur til Íslands eftir sex ára dvöl í Danmörku. Síðan þá hefur hún verið mjög áberandi bæði í CrossFit heiminum sem og á samfélagsmiðlum. Fylgjendahópinn sinn á Instagram segir Edda að hafi stækkað jafnt og þétt í gegnum árin en þó hafi hún fundið fyrir aukinni athygli aðeins áður en hún flutti aftur heim til Íslands. „Ég var alveg með ágætan fylgjendahóp þegar ég var úti í Kaupmannahöfn svo að þetta gerðist allt mjög svona náttúrulega. Ég hef alltaf verið dugleg að sýna frá CrossFitinu og því sem ég er að gera úti. En svo varð frekar mikil aukning þegar ég byrjaði að sýna frá neikvæðum kommentum og skilaboðum sem ég var að fá.“ Á verðlaunapalli á fyrsta mótinu sínu í CrossFit. Hvernig skilaboð áttu við? „Leiðindaskilaboð sem ég gat ekki annað en deilt með fólki. Þetta var alveg glatað. Ég man þegar ég byrjaði að sýna frá þessum kommentum sem ég fékk, þá varð smá sprengja. Ég vildi bara sýna fólki að þetta væri alls ekki í lagi. Fólk var að gera athugasemdir við það þegar ég birti myndir af mér á æfingu þegar ég var á æfingatopp, þeim fannst ég vera að sýna of mikið.“ Voru þetta bæði konur og karlar sem sendu þessi skilaboð? „Já algjörlega, bæði kynin. Munurinn var kannski sá að karlar komu sér beint að efninu á meðan konurnar voru meira svona passive-agressive. “ Þessu fólki fannst ég vera að sýna of mikið ef ég birti til dæmis myndir af mér á nærfötum eða á bikiní. Þetta var bara of mikið hold að þeirra mati. Edda segir sér hafa blöskrað og fundið þarna vera vegið full harkalega að konum. „Þetta er búið að vera svo lengi í gangi, þessi skilaboð. Á þessum tíma var ég til dæmis að vinna í fjármáladeild hjá stóru fjármálafyrirtæki í Kaupmannahöfn, þá fann ég sérstaklega mikið fyrir þessu. Það var eins og ég gæti ekki verið framakona og birt af mér kynþokkafulla mynd á sama tíma. Eins og fólki hafi fundist ég vera að lítillækka mig með því að birta sexí mynd af mér í bikiní. Eins og maður geti ekki verið klár og samt birt mynd af sér í bikiní? Þetta fór mjög mikið í taugarnar á mér og gerir enn.“ Samrýnd feðgin. Faðir Eddu heimsótti hana til Köben til að geta stutt við bakið á henni þegar hún fór að keppa í CrossFit. Hrinti af stað nýrri bylgju á Instagram Edda birti nýverið skilaboð sem hún fékk send frá fylgjanda sínum á Instagram í kjölfar myndar sem sem hún birti af sér á nærfötum. Skilaboðin voru þess eðlis að henni féllust hendur og ákvað því að snúa vörn í sókn. „Þetta var ekkert nýtt, að ég fengi svona skilaboð. En ég fékk bara nóg þarna. Ég hélt bara að við værum komin svo miklu, miklu lengra. Ég skil ekki af hverju fólk finnur sig knúið til að setja út á það ef ég birti mynd af mér fáklæddri. Það er bara mitt val ef mér líður vel með mig og vil birta mynd af mér. Ég verð bara að viðurkenna að mér finnst ekki jafnt yfir alla ganga í þessum málum. Það er mikið pepp í gangi á samfélagsmiðlum varðandi jákvæða líkamsímynd og að konur fagni líkama sínum, í hvaða formi eða stærð sem þær eru í. Þetta finnst mér frábært.“ Mér finnst samt stundum annar tónn í fólki þegar kona sem er kannski sterklega byggð eða grannvaxin birtir mynd af sér fáklæddri. Þá kemur allt í einu einhver smánun. Bíddu, hvað er að gerast hér? Þessi jákvæða líkamsímynd gengur hún ekki yfir alla? Ég hélt einmitt að það væri tilgangurinn með þessu öllu. Það sést á Eddu að henni er mikið niðri fyrir þegar hún ræðir þessi mál og segir hún það umhugsunarvert hversu fljótt fólk er tilbúið til þess að leyfa sér að senda leiðinleg og oft á tíðum meiðandi skilaboð til fólks sem það oft þekkir ekki einu sinni. „Það sem mér finnst líka mjög áhugavert er að þessi tiltekni aðili sem sendi mér þessi skilaboð spurði hvort að ég ætti ekki kærasta. Jú, ég átti kærasta þegar ég birti þessa mynd en það á enginn, hvorki kærasti né einhver annar, að hafa áhrif á það hvort að þú birtir mynd af þér eða ekki. Hvort sem þú ert fáklædd eða fullklædd.“ Yfir fimm hundruð manns birtu myndir af sér fáklæddum á Instagram eftir að Edda steig fram og birti þessi skilaboð. Fólk vildi greinilega sýna stuðning og segist Edda hafa orðið mjög snortin og glöð að finna fyrir þessum jákvæðu og miklu viðbrögðum. „Þetta var eitthvað svo mikið frelsi og ég gerði mér grein fyrir því hvað það eru greinilega margar konur sem eru að upplifa þetta sama, en enginn að tala um þetta. Ég fékk líka mikið af skilaboðum frá stelpum sem sögðu mér sögur af sínum samböndum, þar sem kærastar þeirra vildu ekki að þær fengju of mikla athygli. Svona kærastar sem vilja ekki að þú sýnir of mikið hold. Kærastar sem vilja ekki að þú farir út í þessum kjól eða topp sem er of fleginn. Kærastar sem vilja alls ekki að þú birtir of sexí mynd. Það er alveg smá kúgun í gangi hérnar og stelpur gera sér oft ekki grein fyrir þessu.“ Sumir strákar eiga bara erfitt með þetta Upplifðir þú þetta sjálf þegar þú birtir þína mynd? Eddu verður aðeins brugðið við spurninguna og hugsar sig um. Hún svarar rólega en ákveðið. „Af hverju ætti ég að þurfa að fela mig ef ég er á föstu? Af hverju ættu strákar að eiga erfitt með það ef kærasta þeirra er sátt í sínu skinni og vill birta fallega mynd af sér?“ Edda gerir hlé á máli sínu og greinilegt að sjá að hún vil vanda svar sitt. „Sumir strákar eiga bara erfitt með þetta. Þeim finnst eins og kærustur þeirra séu að tæla aðra stráka með þessu, með því að birta fallega mynd af sér. Mér finnst þetta bara ekki í lagi.“ Mig langar að eiga kærasta sem verður bara stoltur þegar ég birti mynd af mér, fáklæddri eða ekki. Ég vil að hann hugsi: Vá, hvað kærastan mín er flott! Í stað þess að vilja fela mig og ásaka mig svo um að ég sé að reyna að tæla aðra stráka. Ég vil eiga kærasta sem er bara stoltur af mér. Meðbyrinn sem Edda segist hafa upplifað eftir þessa atburðarás varð til þess að hún ákvað að taka þetta skrefinu lengra og stefnir hún nú á útgáfu sinnar fyrstu bókar. „Það var svo mikill kraftur sem kom yfir mig eftir þetta að ég fann að ég vildi fylgja þessu eftir. Ég vil vera partur af því að hvetja allar konur í að standa með sjálfri sér og elska sig eins og þær eru.“ Síðasti dagurinn í Köben. Edda er hér ásamt bestu vikoni sinni Fjólu. Frá Instagram bylgju í bókaútgáfu Bókin mun verða bók til heiðurs kvenna og segir Edda að hún muni að mestu innihalda fallegar og smekklegar ljósmyndir af fáklæddum, sterkum konum. „Þetta verða kynþokkafullar myndir af konum, konum í öllum stærðum og gerðum. Allskonar konum. Ein konan er framkvæmdastjóri, önnur er móðir. Svo er ein kona með stóma og önnur sem hefur misst útlim. Þetta eru grannvaxnar konur, sterkbyggðar konur, konur í góðum holdum og bara konur sem elska sjálfa sig eins og þær eru. “ Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann eða hreinlega við það að vera kynþokkafullar, það gerir okkur ekkert minna klárar eða minna sterkar. Ég auglýsti eftir konum í þetta verkefni og ég fékk alveg yfir þúsund umsækjendur svo að það var mjög erfitt að velja bara fimmtíu konur. Edda segist vona að bókin komi út fyrir jólin en það eru ófá verkefnin á borðinu hjá þessari dugmiklu konu þessa dagana. „Ég er auvitað á fullu að æfa og svo starfa ég líka við næringarráðgjöf, það er mjög mikið að gera í því núna. Svo er ég líka að fara að byrja með nýja hlaðvarpsþætti með Fjólu vinkonu minni. Hlaðvarpið heitir Eigin konur og mun snúast svolítið um valdeflingu kvenna. Fyrsti þátturinn kom út í gær og fyrsti viðmælandinn okkar er Kamilla Ívarsdóttir.“ Óttast það ekki að vera ein Í blálokin freistast ég til að spyrja aðeins um ástina. Edda lyftir brúninni og glottir. „Þegar ég flutti heim frá Köben var ég að ganga í gegnum sambandsslit. Svo byrja ég að æfa í Mjölni og kynnist þar strák, við urðum bara strax ástfangin. Það gekk allt mjög vel en þá var bara ekki rétti tíminn held ég.“ Ég spyr hana hvort að hún vilji eitthvað koma inn á samband hennar og Binna og aftur sé ég að hún hugsar sig um. „Sko, það gerðist allt svo hratt. Fjölmiðlar sögðu eiginlega að við værum saman áður en þetta varð alvöru samband. Mér fannst það bara smá fyndið á þeim tíma, svo ég sagði bara: Já, við erum saman. Þetta var ekki langt samband, við áttum bara ekki samleið.“ Við tölum aðeins um ástina og pressuna sem konur geta fundið fyrir þegar þær eru einhleypar. Sjálfs segist hún ekki óttast það að vera ein. Ég er ekki hrædd við að vera ein, enda er ég bara 29 ára. En ég vil vera með einhverjum sem elskar mig eins og ég er. Gleði, gleði og útskrift úr Copenhagen Business School. Ástin og lífið CrossFit Tengdar fréttir „Þurfið ekki að senda mér fleiri samúðarkveðjur“ Crossfit-stjarnan Edda Falak og Brynjólfur Löve hafa ákveðið að fara í sitthvora áttina en þau voru par í nokkra mánuði. 15. mars 2021 14:31 Anníe Mist og Katrín Tanja ekki einu Íslendingarnir á verðlaunapalli í Köben um helgina Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir unnu glæsilegan sigur á Reebok Butchers Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina en Ísland átti líka annan fulltrúa á verðlaunapallinum. 27. ágúst 2019 10:30 Stjörnulífið: „Konur eru konum bestar“ Konudagurinn var haldin hátíðlegur í gær og fengu konur landsins sviðið eins og sjá má á Stjörnulífið vikunnar. 22. febrúar 2021 11:31 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Lét tónlistardrauminn loksins rætast eftir fertugt Makamál Góður dansari og ágætis kokkur Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Sýnir ást sína með Weetos-kaupum seint að kvöldi Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Edda hefur verið mjög áberandi í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum síðustu misseri. Hún lifir og hrærist í CrossFit heiminum og eru skoðanir hennar ekki síður sterkbyggðari en vel þjálfaður líkaminn. Hún er metnaðargjörn, ákveðin og svarar hiklaust fyrir sig ef henni er misboðið. Ástarlíf Eddu hefur undanfarið verið mikið á milli tannana á fólki en hún og samfélagsmiðlastjarnan Binni Löve slitu nýverið sambandi sínu sem staðið hafði yfir í nokkra mánuði. Við setjumst niður og mig grunar að hún búist við því að fara að svara enn fleiri spurningum um sambandsslitin sem svo margir virðast vera að tala um. Fyrir framan mig situr sterk, ung og áhugaverð kona. Viðtalið mun snúast um hana. Fyrsta sem kemur upp í hugann er þetta nafn, Falak. Hvaðan skyldi það koma? Edda fæddist á Ítalíu en flutti rúmlega tveggja ára til Íslands. Edda brosir og það er eins og það sé ákveðinn léttir yfir andliti hennar. „Nafnið Falak kemur frá Líbanon. Pabbi minn er Líbanskur, Jónas Yamak.“ Móðir Eddu, Amalía Rut Gunnarsdóttir, var að læra arkitektúr á Ítalíu þegar hún kynnist föður hennar sem þá var í námi í lyfjafræði. Þau felldu fljótt hugi saman og ekki leið á löngu þar til fyrsti ávöxtur ástar þeirra kom í heiminn, Edda. Fjölskyldan bjó á Ítalíu fyrstu tvö árin í lífi Eddu og fluttust þau svo búferlum til Íslands. „Mamma og pabbi töluðu bara saman á ítölsku svo að ítalska var í rauninni fyrsta tungumálið mitt.“ Talar þú ítölsku í dag? „Ég skil hana en tala hana kannski ekki svo vel. Oft þegar ég er spurð að því hvaðan pabbi er þá langar mig að segja Ítalíu. Hann fluttist svo ungur til Ítalíu og bjó þar svo lengi.“ Hvað með Líbanon, hefur þú einhverja tengingu þangað? „Já, að sjálfsögðu. Ég hef heimsótt Líbanon en ég tala samt ekki arabísku. Mér hefur stundum fundist eins og það sé of seint að læra hana núna, en aldrei að vita hvað gerist.“ Edda og faðir hennar Jónas Yamak. Edda segir að henni hafi oft verið strítt út af nafni sínu þegar hún var yngri og hún hafi fundið fyrir því að hún væri öðruvísi. Erfitt að vera öðruvísi þegar maður er lítill Miðbær Reykjavíkur var fyrsta stopp fjölskyldunnar þegar þau fluttu til Íslands en þegar grunnskólaárin tóku við fluttust þau í Salahverfið í Kópavogi. Edda segist vel hafa fundið fyrir því að vera blönduð þegar hún var barn og hún hafi oft fengið óþægilegar athugasemdir frá krökkunum í hverfinu. „Ég var mjög mikið spurð út í nafnið mitt og fannst það alls ekki gaman. Það er erfitt að vera öðruvísi þegar maður er lítill. Krökkum á þessum tíma fannst skrítið þegar einhver skar sig úr hópnum og það var til dæmis mjög oft gert grín að nafninu mínu. Mér fannst þetta eiginlega alveg ömurlegt. Þetta er sem betur fer að breytast og krakkar í dag eru miklu meðvitaðri um fölbreytileikann.“ Á heimilinu var mikill agi sem Edda segir aðallega hafi komið frá föður sínum. Honum hafi verið mikið í mun að börn hans fengju aðhald og voru kröfurnar stundum aðeins of miklar að mati Eddu. Þegar Edda kom heim úr skólanum segir hún faðir sinn hafa séð til þess að heimalærdómurinn væri algjört forgangsatriði og mikið hafi verið lagt upp úr því að náminu væri sinnt af samviskusemi. Edda segist fljótt hafa byrjað í íþróttum og sækjast frekar í erfiðar íþróttir. „Ég kem úr uppeldi þar sem pabbi minn er frá Líbanon,“ segir Edda og útskýrir. „Þaðan kemur aginn. Þetta var alveg smá pressa. Bara beint heim eftir skóla, setjast niður og læra í þrjá tíma. Pabbi var með miklar kröfur á okkur. Hann vildi að við myndum ná langt í lífinu, svona svolítið að við ættum að vera best.“ Edda segir þetta stranga uppeldi vissulega eiga stóran þátt í því að hún hafi náð langt og eflaust ástæðuna fyrir því hvað hún er metnaðarfull. Þetta uppeldi hefur hjálpað mér að mörgu leyti, kannski sérstaklega á því sviði að ég vil alltaf vera að gera mitt besta. Ég veit hvað það er að vera dugleg og ég veit að ég reyni alltaf gera mitt besta. Ég kann alveg að standa föst á mínu. Á sama tíma og hún segist þakklát fyrir þá kosti sem þessi agi hefur kallað fram er Edda þó ekki viss um að svona mikill agi og pressa sé alltaf af hinu góða. „Þessi pressa hafði alveg þau áhrif að ég tek það mjög mikið inn á mig ef ég næ ekki hundrað prósent árangri, það er ekkert alltaf gott. Ég varð svolítill uppreisnarseggur þegar ég varð svo unglingur. Mig langaði ekki bara að sitja og læra heldur að fá að vera meira úti og skapa eitthvað, gera eitthvað. Þegar ég eignast sjálf börn þá hugsa ég að ég myndi vilja gefa þeim meira frelsi en ég fékk. Ég var samt ekkert í neinu rugli eða neitt svoleiðis en ég fékk smá mótþróaröskun,“ segir Edda og hlær. Myndir þú segja að þú værir með mikið skap? „Nei, ekki þannig,“ segir Edda og hikar aðeins. „Ég æsi mig allavega ekki auðveldlega. En ef mér líkar ekki eitthvað, þá er ég bara farin.“ Mamma var best Við tölum meira um uppeldið og segist Edda mjög þakklát foreldrum sínum meðal annars fyrir það hversu gott fæði hún var alin upp við. „Mamma og pabbi hugsuðu bæði mikið út í allt svona. Ég fékk aldrei neitt mauk þegar ég var lítil eða neinn unninn mat, allt gert frá grunni. Spínatið sett í blender og bara hreint og gott fæði. Pabbi borðar í dag engin unnin matvæli og helst bara fisk og mikið grænmeti.“ Móðir Eddu, Amalía, lést aðeins 41 árs að aldri eftir skammvinna baráttu við krabbamein. Þá var Edda aðeins þrettán ára gömul. „Mamma dó þegar ég var bara nýfermd og þetta var auðvitað mjög erfitt, mikil sorg. Ég gerði mér enga grein fyrir því hvað var að gerast, enda gerðist þetta allt svo hratt allt. Hún greindist með krabbamein í blöðrunni og það hefur líklegast verið komið langt á veg því að hún deyr aðeins nokkrum mánuðum eftir greininguna.“ Edda segir föður sinn þarna hafa þurft að taka við keflinu en þau fjölskyldan séu heppin með það að þau eigi mjög góða að og fengu því mikinn stuðning í gegnum sorgarferlið.“ Mamma mín var bara best. Ég held bara að öll góðu lýsingarorðin í íslenskri tungu hafi átt við hana. Hún stóð með mér í einu og öllu og kenndi mér að standa með sjálfri mér. Henni var gefin einhver ótrúleg orka og hún lét alltaf drauma sína rætast. Ég sakna alls við hana. Edda á einn yngri bróður, Ómar Yamak, og segir hún þau systkin vera mjög náin. „Ég vissi að ég gæti ekki farið í neitt foreldrahlutverk þegar mamma deyr, enda var ég bara barn. En í dag reyni ég bara að gera allt svo honum líði vel og fái þá ást sem hann á skilið.“ Náin systkin. Edda og yngri bróðir hennar Ómar Yamak. Sóttist snemma í erfiðar íþróttir Edda segir þau systkin vera frekar lík í sér og bæði mjög kappsöm þegar kemur að námi og íþróttum. „Við byrjuðum bæði mjög snemma í íþróttum og frekar svona íþróttadrifin ef svo má að orði komast. Bróðir minn til dæmis með svarta beltið í Brazilian jiujitzu. Aðeins fimm ára gömul byrjaði Edda að æfa fótbolta með HK og síðar með Breiðablik en boltinn átti hug og hjarta Eddu til fimmtán ára aldurs. Eftir að fótboltaskónum var lagt á hilluna lá leið hennar svo í Víkingaþrekið í Mjölni. Það heillar mig þegar eitthvað er mjög erfitt. Ég elska áskoranir og mér finnst gaman að fara í ræktina þegar það er ógeðslega erfitt. Ég vil alltaf vera að læra eitthvað nýtt. Edda kynntist síðar CrossFit íþróttinni þegar hún flutti til Kaupmannahafnar árið 2015. Ég flutti út til þess að fara í mastersnám í Copenhagen Buisness School. Ég útskrifaðist svo þaðan í Finance and strategic management. Á þessu tímabili rambaði ég inn á CrossFit stöð í fyrsta skipti og ég fann það um leið að þetta var eitthvað sem átti rosalega vel við mig. Ég var búin að æfa CrossFit í sex mánuði þegar mér var boðin þjálfarastaða í stöðinni sem ég var í og ég náði mjög fljótt góðum tökum á íþróttinni og eignaðist mikið af vinum í þessum geira.“ Á sínu fyrsta móti í CrossFit lenti Edda á verðlaunapalli með fremstu CrossFit stjörnum okkar Íslendinga þeim, Katrínu Tönju og Anníe Mist. Þrjár íslenskar stelpur á verðlaunapalli í liðakeppni í CrossFit. Katrín Tanja og Anníe Mist í fyrsta sæti og Edda í öðru. „Þetta var fyrsta mótið mitt svo það var geggjað að lenda á verðlaunapalli með þessum stelpum. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og þær hafa klárlega verið sterkar fyrirmyndir. Það var geggjað að standa þarna, þrjár íslenskar konur á verðlaunapallinum.“ Neikvæð komment og niðrandi skilaboð Í fyrrasumar fluttist Edda svo aftur til Íslands eftir sex ára dvöl í Danmörku. Síðan þá hefur hún verið mjög áberandi bæði í CrossFit heiminum sem og á samfélagsmiðlum. Fylgjendahópinn sinn á Instagram segir Edda að hafi stækkað jafnt og þétt í gegnum árin en þó hafi hún fundið fyrir aukinni athygli aðeins áður en hún flutti aftur heim til Íslands. „Ég var alveg með ágætan fylgjendahóp þegar ég var úti í Kaupmannahöfn svo að þetta gerðist allt mjög svona náttúrulega. Ég hef alltaf verið dugleg að sýna frá CrossFitinu og því sem ég er að gera úti. En svo varð frekar mikil aukning þegar ég byrjaði að sýna frá neikvæðum kommentum og skilaboðum sem ég var að fá.“ Á verðlaunapalli á fyrsta mótinu sínu í CrossFit. Hvernig skilaboð áttu við? „Leiðindaskilaboð sem ég gat ekki annað en deilt með fólki. Þetta var alveg glatað. Ég man þegar ég byrjaði að sýna frá þessum kommentum sem ég fékk, þá varð smá sprengja. Ég vildi bara sýna fólki að þetta væri alls ekki í lagi. Fólk var að gera athugasemdir við það þegar ég birti myndir af mér á æfingu þegar ég var á æfingatopp, þeim fannst ég vera að sýna of mikið.“ Voru þetta bæði konur og karlar sem sendu þessi skilaboð? „Já algjörlega, bæði kynin. Munurinn var kannski sá að karlar komu sér beint að efninu á meðan konurnar voru meira svona passive-agressive. “ Þessu fólki fannst ég vera að sýna of mikið ef ég birti til dæmis myndir af mér á nærfötum eða á bikiní. Þetta var bara of mikið hold að þeirra mati. Edda segir sér hafa blöskrað og fundið þarna vera vegið full harkalega að konum. „Þetta er búið að vera svo lengi í gangi, þessi skilaboð. Á þessum tíma var ég til dæmis að vinna í fjármáladeild hjá stóru fjármálafyrirtæki í Kaupmannahöfn, þá fann ég sérstaklega mikið fyrir þessu. Það var eins og ég gæti ekki verið framakona og birt af mér kynþokkafulla mynd á sama tíma. Eins og fólki hafi fundist ég vera að lítillækka mig með því að birta sexí mynd af mér í bikiní. Eins og maður geti ekki verið klár og samt birt mynd af sér í bikiní? Þetta fór mjög mikið í taugarnar á mér og gerir enn.“ Samrýnd feðgin. Faðir Eddu heimsótti hana til Köben til að geta stutt við bakið á henni þegar hún fór að keppa í CrossFit. Hrinti af stað nýrri bylgju á Instagram Edda birti nýverið skilaboð sem hún fékk send frá fylgjanda sínum á Instagram í kjölfar myndar sem sem hún birti af sér á nærfötum. Skilaboðin voru þess eðlis að henni féllust hendur og ákvað því að snúa vörn í sókn. „Þetta var ekkert nýtt, að ég fengi svona skilaboð. En ég fékk bara nóg þarna. Ég hélt bara að við værum komin svo miklu, miklu lengra. Ég skil ekki af hverju fólk finnur sig knúið til að setja út á það ef ég birti mynd af mér fáklæddri. Það er bara mitt val ef mér líður vel með mig og vil birta mynd af mér. Ég verð bara að viðurkenna að mér finnst ekki jafnt yfir alla ganga í þessum málum. Það er mikið pepp í gangi á samfélagsmiðlum varðandi jákvæða líkamsímynd og að konur fagni líkama sínum, í hvaða formi eða stærð sem þær eru í. Þetta finnst mér frábært.“ Mér finnst samt stundum annar tónn í fólki þegar kona sem er kannski sterklega byggð eða grannvaxin birtir mynd af sér fáklæddri. Þá kemur allt í einu einhver smánun. Bíddu, hvað er að gerast hér? Þessi jákvæða líkamsímynd gengur hún ekki yfir alla? Ég hélt einmitt að það væri tilgangurinn með þessu öllu. Það sést á Eddu að henni er mikið niðri fyrir þegar hún ræðir þessi mál og segir hún það umhugsunarvert hversu fljótt fólk er tilbúið til þess að leyfa sér að senda leiðinleg og oft á tíðum meiðandi skilaboð til fólks sem það oft þekkir ekki einu sinni. „Það sem mér finnst líka mjög áhugavert er að þessi tiltekni aðili sem sendi mér þessi skilaboð spurði hvort að ég ætti ekki kærasta. Jú, ég átti kærasta þegar ég birti þessa mynd en það á enginn, hvorki kærasti né einhver annar, að hafa áhrif á það hvort að þú birtir mynd af þér eða ekki. Hvort sem þú ert fáklædd eða fullklædd.“ Yfir fimm hundruð manns birtu myndir af sér fáklæddum á Instagram eftir að Edda steig fram og birti þessi skilaboð. Fólk vildi greinilega sýna stuðning og segist Edda hafa orðið mjög snortin og glöð að finna fyrir þessum jákvæðu og miklu viðbrögðum. „Þetta var eitthvað svo mikið frelsi og ég gerði mér grein fyrir því hvað það eru greinilega margar konur sem eru að upplifa þetta sama, en enginn að tala um þetta. Ég fékk líka mikið af skilaboðum frá stelpum sem sögðu mér sögur af sínum samböndum, þar sem kærastar þeirra vildu ekki að þær fengju of mikla athygli. Svona kærastar sem vilja ekki að þú sýnir of mikið hold. Kærastar sem vilja ekki að þú farir út í þessum kjól eða topp sem er of fleginn. Kærastar sem vilja alls ekki að þú birtir of sexí mynd. Það er alveg smá kúgun í gangi hérnar og stelpur gera sér oft ekki grein fyrir þessu.“ Sumir strákar eiga bara erfitt með þetta Upplifðir þú þetta sjálf þegar þú birtir þína mynd? Eddu verður aðeins brugðið við spurninguna og hugsar sig um. Hún svarar rólega en ákveðið. „Af hverju ætti ég að þurfa að fela mig ef ég er á föstu? Af hverju ættu strákar að eiga erfitt með það ef kærasta þeirra er sátt í sínu skinni og vill birta fallega mynd af sér?“ Edda gerir hlé á máli sínu og greinilegt að sjá að hún vil vanda svar sitt. „Sumir strákar eiga bara erfitt með þetta. Þeim finnst eins og kærustur þeirra séu að tæla aðra stráka með þessu, með því að birta fallega mynd af sér. Mér finnst þetta bara ekki í lagi.“ Mig langar að eiga kærasta sem verður bara stoltur þegar ég birti mynd af mér, fáklæddri eða ekki. Ég vil að hann hugsi: Vá, hvað kærastan mín er flott! Í stað þess að vilja fela mig og ásaka mig svo um að ég sé að reyna að tæla aðra stráka. Ég vil eiga kærasta sem er bara stoltur af mér. Meðbyrinn sem Edda segist hafa upplifað eftir þessa atburðarás varð til þess að hún ákvað að taka þetta skrefinu lengra og stefnir hún nú á útgáfu sinnar fyrstu bókar. „Það var svo mikill kraftur sem kom yfir mig eftir þetta að ég fann að ég vildi fylgja þessu eftir. Ég vil vera partur af því að hvetja allar konur í að standa með sjálfri sér og elska sig eins og þær eru.“ Síðasti dagurinn í Köben. Edda er hér ásamt bestu vikoni sinni Fjólu. Frá Instagram bylgju í bókaútgáfu Bókin mun verða bók til heiðurs kvenna og segir Edda að hún muni að mestu innihalda fallegar og smekklegar ljósmyndir af fáklæddum, sterkum konum. „Þetta verða kynþokkafullar myndir af konum, konum í öllum stærðum og gerðum. Allskonar konum. Ein konan er framkvæmdastjóri, önnur er móðir. Svo er ein kona með stóma og önnur sem hefur misst útlim. Þetta eru grannvaxnar konur, sterkbyggðar konur, konur í góðum holdum og bara konur sem elska sjálfa sig eins og þær eru. “ Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann eða hreinlega við það að vera kynþokkafullar, það gerir okkur ekkert minna klárar eða minna sterkar. Ég auglýsti eftir konum í þetta verkefni og ég fékk alveg yfir þúsund umsækjendur svo að það var mjög erfitt að velja bara fimmtíu konur. Edda segist vona að bókin komi út fyrir jólin en það eru ófá verkefnin á borðinu hjá þessari dugmiklu konu þessa dagana. „Ég er auvitað á fullu að æfa og svo starfa ég líka við næringarráðgjöf, það er mjög mikið að gera í því núna. Svo er ég líka að fara að byrja með nýja hlaðvarpsþætti með Fjólu vinkonu minni. Hlaðvarpið heitir Eigin konur og mun snúast svolítið um valdeflingu kvenna. Fyrsti þátturinn kom út í gær og fyrsti viðmælandinn okkar er Kamilla Ívarsdóttir.“ Óttast það ekki að vera ein Í blálokin freistast ég til að spyrja aðeins um ástina. Edda lyftir brúninni og glottir. „Þegar ég flutti heim frá Köben var ég að ganga í gegnum sambandsslit. Svo byrja ég að æfa í Mjölni og kynnist þar strák, við urðum bara strax ástfangin. Það gekk allt mjög vel en þá var bara ekki rétti tíminn held ég.“ Ég spyr hana hvort að hún vilji eitthvað koma inn á samband hennar og Binna og aftur sé ég að hún hugsar sig um. „Sko, það gerðist allt svo hratt. Fjölmiðlar sögðu eiginlega að við værum saman áður en þetta varð alvöru samband. Mér fannst það bara smá fyndið á þeim tíma, svo ég sagði bara: Já, við erum saman. Þetta var ekki langt samband, við áttum bara ekki samleið.“ Við tölum aðeins um ástina og pressuna sem konur geta fundið fyrir þegar þær eru einhleypar. Sjálfs segist hún ekki óttast það að vera ein. Ég er ekki hrædd við að vera ein, enda er ég bara 29 ára. En ég vil vera með einhverjum sem elskar mig eins og ég er. Gleði, gleði og útskrift úr Copenhagen Business School.
Ástin og lífið CrossFit Tengdar fréttir „Þurfið ekki að senda mér fleiri samúðarkveðjur“ Crossfit-stjarnan Edda Falak og Brynjólfur Löve hafa ákveðið að fara í sitthvora áttina en þau voru par í nokkra mánuði. 15. mars 2021 14:31 Anníe Mist og Katrín Tanja ekki einu Íslendingarnir á verðlaunapalli í Köben um helgina Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir unnu glæsilegan sigur á Reebok Butchers Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina en Ísland átti líka annan fulltrúa á verðlaunapallinum. 27. ágúst 2019 10:30 Stjörnulífið: „Konur eru konum bestar“ Konudagurinn var haldin hátíðlegur í gær og fengu konur landsins sviðið eins og sjá má á Stjörnulífið vikunnar. 22. febrúar 2021 11:31 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Lét tónlistardrauminn loksins rætast eftir fertugt Makamál Góður dansari og ágætis kokkur Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Sýnir ást sína með Weetos-kaupum seint að kvöldi Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Þurfið ekki að senda mér fleiri samúðarkveðjur“ Crossfit-stjarnan Edda Falak og Brynjólfur Löve hafa ákveðið að fara í sitthvora áttina en þau voru par í nokkra mánuði. 15. mars 2021 14:31
Anníe Mist og Katrín Tanja ekki einu Íslendingarnir á verðlaunapalli í Köben um helgina Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir unnu glæsilegan sigur á Reebok Butchers Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina en Ísland átti líka annan fulltrúa á verðlaunapallinum. 27. ágúst 2019 10:30
Stjörnulífið: „Konur eru konum bestar“ Konudagurinn var haldin hátíðlegur í gær og fengu konur landsins sviðið eins og sjá má á Stjörnulífið vikunnar. 22. febrúar 2021 11:31