Telur af og frá að bætur dragi fjölda smitaðra til landsins Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2021 17:03 Unnur segir að útreikningar Kára gangi ekki upp. Skjólstæðingar Vinnumálastofnunar sem fara á milli mála eru ekki nándar nærri eins margir og Kári heldur. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ummæli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þess efnis að hingað streymi fólk frá Póllandi til að sækja atvinnuleysisbætur, með Covid í farteskinu, ekki standast neina skoðun. Fátt hefur verið meira rætt á samfélagsmiðlum en þessi orð Kára sem féllu í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Kári tók það fram að þetta mætti ekki segja og erfitt um að tala, því þá væru ávallt stutt í ásakanir um útlendingaandúð. Og útlendingaandúð væri óásættanleg. En þessi væri nú einfaldlega staðreynd máls og hana þyrftu að vera hægt að ræða. Þessi ummæli vöktu mikla athygli. Ekki svo margir á undanþágu En forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta nú ekki alveg rétt hjá Kára en rætt var við Unni í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á fimmta tímanum. Meginreglan sé sú að það er ekki heimilt að vera í útlöndum og vera í atvinnuleit og fá greiddar atvinnuleysistryggingar á Íslandi. Þetta getur ekki farið saman. „Þeir sem njóta atvinnuleysistrygginga á Íslandi eiga samkvæmt lögunum að vera í atvinnuleit hér á landi á meðan,“ sagði Unnur meðal annars í viðtalinu sem finna má í heild sinni hér neðar. Unnur var spurð hvort það gæti ekki verið að hluti þessa hóps fari út og komi svo til landsins gagngert til að halda þessum réttindum við? „Það er ein undanþága á þessari reglu og húin er sú að þú getur fengið svokallað U2 vottorð. Þá færðu heimild til að leita þér að atvinnu á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta eru samevrópskar reglur sem heimildar fólki í atvinnuleit að fara á milli landa með bótaréttinn með sér. En þetta nær einungis til þriggja mánaða,“ útskýrir forstjóri Vinnumálastofnunar. 250 skjólstæðingar Vinnumálastofnunar til landsins á mánuði Unnur sagðist hafa tekið saman tölur um slík vottorðum, hversu mikill fjöldi það er þá sem ætti að vera að koma til baka. „Mér telst til, miðað við það að ef það eru 180 einstaklingar að meðaltali að koma inn í landið á Keflavíkurflugvelli á dag, 5600 á mánuði. En hámarkið hjá okkur, af því fólki sem gæti verið að koma til landsins búið að vera í atvinnuleit á evrópska efnahagssvæðinu, eru 250 manns. Núna í mars. Og sennilega verður það ekki svo margt. Sem gera 2 til 4 prósent, þannig að sá hundraðshluti er ekki svo hár.“ Unnur segir að þau hjá Vinnumálastofnun fylgist með því að þeir sem njóta atvinnuleysistrygginga séu í virkri atvinnuleit hér á landi, það er þeir sem ekki eru með U2 vottorð. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Félagsmál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fátt hefur verið meira rætt á samfélagsmiðlum en þessi orð Kára sem féllu í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Kári tók það fram að þetta mætti ekki segja og erfitt um að tala, því þá væru ávallt stutt í ásakanir um útlendingaandúð. Og útlendingaandúð væri óásættanleg. En þessi væri nú einfaldlega staðreynd máls og hana þyrftu að vera hægt að ræða. Þessi ummæli vöktu mikla athygli. Ekki svo margir á undanþágu En forstjóri Vinnumálastofnunar segir þetta nú ekki alveg rétt hjá Kára en rætt var við Unni í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á fimmta tímanum. Meginreglan sé sú að það er ekki heimilt að vera í útlöndum og vera í atvinnuleit og fá greiddar atvinnuleysistryggingar á Íslandi. Þetta getur ekki farið saman. „Þeir sem njóta atvinnuleysistrygginga á Íslandi eiga samkvæmt lögunum að vera í atvinnuleit hér á landi á meðan,“ sagði Unnur meðal annars í viðtalinu sem finna má í heild sinni hér neðar. Unnur var spurð hvort það gæti ekki verið að hluti þessa hóps fari út og komi svo til landsins gagngert til að halda þessum réttindum við? „Það er ein undanþága á þessari reglu og húin er sú að þú getur fengið svokallað U2 vottorð. Þá færðu heimild til að leita þér að atvinnu á evrópska efnahagssvæðinu. Þetta eru samevrópskar reglur sem heimildar fólki í atvinnuleit að fara á milli landa með bótaréttinn með sér. En þetta nær einungis til þriggja mánaða,“ útskýrir forstjóri Vinnumálastofnunar. 250 skjólstæðingar Vinnumálastofnunar til landsins á mánuði Unnur sagðist hafa tekið saman tölur um slík vottorðum, hversu mikill fjöldi það er þá sem ætti að vera að koma til baka. „Mér telst til, miðað við það að ef það eru 180 einstaklingar að meðaltali að koma inn í landið á Keflavíkurflugvelli á dag, 5600 á mánuði. En hámarkið hjá okkur, af því fólki sem gæti verið að koma til landsins búið að vera í atvinnuleit á evrópska efnahagssvæðinu, eru 250 manns. Núna í mars. Og sennilega verður það ekki svo margt. Sem gera 2 til 4 prósent, þannig að sá hundraðshluti er ekki svo hár.“ Unnur segir að þau hjá Vinnumálastofnun fylgist með því að þeir sem njóta atvinnuleysistrygginga séu í virkri atvinnuleit hér á landi, það er þeir sem ekki eru með U2 vottorð.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Félagsmál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira