Tigray fylki í Eþíópíu: Utanríkisráðuneytið styrkir Hjálparstarfið til mannúðaraðstoðar Heimsljós 25. mars 2021 10:40 Hjálparstarf kirkjunnar Átök geisa í Tiagry fylki í Eþíópíu og mikil neyð ríkir á svæðinu. Talið er að tæp milljón manna þurfi aðstoð. Utanríkisráðuneytið hefur veitt Hjálparstarfi kirkjunnar 20 milljóna króna styrk til mannúðaraðstoðar í Tigray fylki í Eþíópíu. Þar hafa átök geisað frá því síðla árs í fyrra og mikil neyð ríkir á svæðinu. Íbúar hafa hrakist á flótta vegna átakanna og talið er að tæp milljón manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda. Einnig hafa ásakanir um mannréttindabrot og brot á mannúðarlögum gerst háværari með hverjum deginum. Lúterska heimssambandið (Lutherian World Federation) er framkvæmdaraðili á vettvangi en Hjálparstarf kirkjunnar hefur átt í farsælu samstarfi við heimssambandið til margra ára. Bæði félögin hafa áratugalanga reynslu af störfum í Eþíópíu og þau vinna náið með stjórnvöldum og öðrum mannúðarsamtökum til að tryggja dreifingu hjálpargagna. „Konur og börn yngri en fimm ára sem hafa flúið heimkynni eru í miklum meira hluta þeirra sem nú hafast við í yfirfullum bráðabirgðabúðum. Hjálparsamtök óttast mikinn matarskort á svæðinu og þörfin fyrir aðstoð er brýn,“ segir Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Meginaðgerðir Lúterska heimssambandsins í Tigray-fylki snúa að því að vernda líf og lífsafkomu fólks, bæta fæðuöryggi með því að útvega korn og verkfæri til landbúnaðar, úthluta búfé, tryggja fólki húsaskjól, og veita beinan óskilyrtan fjárstuðning. Einnig er unnið að því að bæta aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, tryggja fræðslu um útbreiðslu COVID-19 ásamt því að dreifa einstaklingsbundnum sóttvarnarbúnaði, svo eitthvað sé nefnt. „Kórónuveirufaraldurinn torveldar allt hjálparstarf en starfsfólk Lútherska heimssambandsins leggur ríka áherslu á að útvega fólkinu sóttvarnarbúnað og fræða um forvarnir. Við erum afar þakklát fyrir stuðning ráðuneytisins sem gerir okkur kleift að bregðast skjótt við með samtökum sem gjörþekkja staðhætti,“ segir Bjarni. Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Eþíópía Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent
Utanríkisráðuneytið hefur veitt Hjálparstarfi kirkjunnar 20 milljóna króna styrk til mannúðaraðstoðar í Tigray fylki í Eþíópíu. Þar hafa átök geisað frá því síðla árs í fyrra og mikil neyð ríkir á svæðinu. Íbúar hafa hrakist á flótta vegna átakanna og talið er að tæp milljón manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda. Einnig hafa ásakanir um mannréttindabrot og brot á mannúðarlögum gerst háværari með hverjum deginum. Lúterska heimssambandið (Lutherian World Federation) er framkvæmdaraðili á vettvangi en Hjálparstarf kirkjunnar hefur átt í farsælu samstarfi við heimssambandið til margra ára. Bæði félögin hafa áratugalanga reynslu af störfum í Eþíópíu og þau vinna náið með stjórnvöldum og öðrum mannúðarsamtökum til að tryggja dreifingu hjálpargagna. „Konur og börn yngri en fimm ára sem hafa flúið heimkynni eru í miklum meira hluta þeirra sem nú hafast við í yfirfullum bráðabirgðabúðum. Hjálparsamtök óttast mikinn matarskort á svæðinu og þörfin fyrir aðstoð er brýn,“ segir Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Meginaðgerðir Lúterska heimssambandsins í Tigray-fylki snúa að því að vernda líf og lífsafkomu fólks, bæta fæðuöryggi með því að útvega korn og verkfæri til landbúnaðar, úthluta búfé, tryggja fólki húsaskjól, og veita beinan óskilyrtan fjárstuðning. Einnig er unnið að því að bæta aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, tryggja fræðslu um útbreiðslu COVID-19 ásamt því að dreifa einstaklingsbundnum sóttvarnarbúnaði, svo eitthvað sé nefnt. „Kórónuveirufaraldurinn torveldar allt hjálparstarf en starfsfólk Lútherska heimssambandsins leggur ríka áherslu á að útvega fólkinu sóttvarnarbúnað og fræða um forvarnir. Við erum afar þakklát fyrir stuðning ráðuneytisins sem gerir okkur kleift að bregðast skjótt við með samtökum sem gjörþekkja staðhætti,“ segir Bjarni. Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Eþíópía Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent