Handbolti

Ísland í riðli með Svíþjóð og Serbíu

Sindri Sverrisson skrifar
Íslenska landsliðið gerði góða ferð til Norður-Makedóníu um síðustu helgi og vann sigra á Grikklandi og Litáen, sem skilaði liðinu í umspil um sæti á HM.
Íslenska landsliðið gerði góða ferð til Norður-Makedóníu um síðustu helgi og vann sigra á Grikklandi og Litáen, sem skilaði liðinu í umspil um sæti á HM. EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI

Ísland þarf að slá við Svíþjóð eða Serbíu til að komast á EM kvenna í handbolta end regið var í riðla fyrir undankeppnina í dag.

Ísland fékk Svíþjóð úr efsta styrkleikaflokki og Serbíu úr næstefsta flokki en Tyrkland úr neðsta flokki.

Það er nóg um að vera hjá íslenska liðinu sem tryggði sér um síðustu helgi umspilsleiki við Slóveníu í apríl um sæti á HM í desember.

Undankeppni EM, sem dregið var til í dag, hefst hins vegar í október. Leikið verður í sex fjögurra liða riðlum og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli í lokakeppni EM. 

Ísland var í þriðja styrkleikaflokki áður en dregið var í riðlana í dag. Í flokknum voru einnig Tékkland, Austurríki, Belarús, Sviss og Slóvakía.

EM 2022 fer fram í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi á næsta ári. Mótið fer fram í nóvember en ekki desember eins og venja er, vegna HM karla í fótbolta sem þá verður leikið í desember.

Leikirnir í undankeppni EM fara fram 6./7. október og 9./10. október, og svo í mars og apríl á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×