Nemandi í Laugalækjarskóla greindist með veiruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2021 22:42 Í gær var gripið til úrvinnslusóttkvíar meðal nemenda í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla. Reykjavíkurborg Nemandi í 8. bekk í Laugalækjarskóla hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfestir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, í samtali við Vísi. Ákveðið hefur verið að allir nemendur skólans verið sendir í sóttkví fram á mánudag og þeir kennarar sem kenndu umræddum bekk auk annars starfsfólks skólans. „Það er verið að fara yfir þetta núna. Ég er akkúrat á milli símtala og er að ræða við sóttvarnateymi og foreldra,“ segir Jón Páll í samtali við Vísi. Um er að ræða fyrsta staðfesta smitið sem upp kemur í skólanum. Í gær var gripið til úrvinnslusóttkvíar meðal nemenda í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla en nú í kvöld barst tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um stöðu mála hvað það varðar. „Í dag hafa bæði nemendur og starfsfólk í Laugarnesskóla farið í skimun í þeim tilgangi að kanna hvort frekari útbreiðsla covid-19 sé í skólanum,“ segir í tilkynningu. Einnig hafi allar fjölskyldur þeirra barna sem greindust í gær verið hvattar til að mæta í skimun, öll smit sem komu upp í gær hafi verið rakin og allir komnir í sóttkví sem því tengjast. Gert sé ráð fyrir því að staðan muni skýrast enn frekar í fyrramálið. „Margir af þeim sem fóru í sýnatöku í dag bíða enn eftir niðurstöðu, ástæða biðarinnar er sú að um mörg sýni er að ræða og því tekur þetta tíma. Ef til frekari ráðstafana þarf að taka, verður greint frá því á morgun. Nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla verða áfram í sóttkví, eða fram á laugardag og fara þá í skimun, ásamt 5. flokki karla í knattspyrnu í Þrótti,“ segir í tilkynningunni. Um leið er ítrekað mikilvægi þess að allir þeir sem finni fyrir einkennum fari í sýnatöku, jafnvel þótt einkenni séu smávægileg. Uppfært klukkan 23:04 Í bréfi sem skólastjóri Laugalækjarskóla sendi foreldrum nú fyrir stundu segir að rakningarteymi hafi ákveðið að allir nemendur skólans skuli fara í sóttkví til mánudagsins 29. mars. „Einnig allir þeir kennarar sem kenndu 8A þennan dag, sundkennarar skólans, heimilisfræðikennari og kennaranemi, starfsfólk í mötuneyti skólans og það starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar Laugó sem var á vakt sl. mánudagskvöld. Þessi ákvörðun er tekin m.t.t. mjög viðkvæmrar stöðu faraldursins - og þess að fleiri smit kunni að koma í ljós á næstunni. Sóttkví ofangreindra lýkur næstkomandi mánudag með sýnatöku. Allir aðrir sem kunna að finna fyrir einkennum Covid eru hvattir til að fara í einkennasýnatöku um leið og grunur vaknar,“ segir í bréfi skólastjóra. Reykjavík Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Grunnskólar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
„Það er verið að fara yfir þetta núna. Ég er akkúrat á milli símtala og er að ræða við sóttvarnateymi og foreldra,“ segir Jón Páll í samtali við Vísi. Um er að ræða fyrsta staðfesta smitið sem upp kemur í skólanum. Í gær var gripið til úrvinnslusóttkvíar meðal nemenda í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla en nú í kvöld barst tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um stöðu mála hvað það varðar. „Í dag hafa bæði nemendur og starfsfólk í Laugarnesskóla farið í skimun í þeim tilgangi að kanna hvort frekari útbreiðsla covid-19 sé í skólanum,“ segir í tilkynningu. Einnig hafi allar fjölskyldur þeirra barna sem greindust í gær verið hvattar til að mæta í skimun, öll smit sem komu upp í gær hafi verið rakin og allir komnir í sóttkví sem því tengjast. Gert sé ráð fyrir því að staðan muni skýrast enn frekar í fyrramálið. „Margir af þeim sem fóru í sýnatöku í dag bíða enn eftir niðurstöðu, ástæða biðarinnar er sú að um mörg sýni er að ræða og því tekur þetta tíma. Ef til frekari ráðstafana þarf að taka, verður greint frá því á morgun. Nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla verða áfram í sóttkví, eða fram á laugardag og fara þá í skimun, ásamt 5. flokki karla í knattspyrnu í Þrótti,“ segir í tilkynningunni. Um leið er ítrekað mikilvægi þess að allir þeir sem finni fyrir einkennum fari í sýnatöku, jafnvel þótt einkenni séu smávægileg. Uppfært klukkan 23:04 Í bréfi sem skólastjóri Laugalækjarskóla sendi foreldrum nú fyrir stundu segir að rakningarteymi hafi ákveðið að allir nemendur skólans skuli fara í sóttkví til mánudagsins 29. mars. „Einnig allir þeir kennarar sem kenndu 8A þennan dag, sundkennarar skólans, heimilisfræðikennari og kennaranemi, starfsfólk í mötuneyti skólans og það starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar Laugó sem var á vakt sl. mánudagskvöld. Þessi ákvörðun er tekin m.t.t. mjög viðkvæmrar stöðu faraldursins - og þess að fleiri smit kunni að koma í ljós á næstunni. Sóttkví ofangreindra lýkur næstkomandi mánudag með sýnatöku. Allir aðrir sem kunna að finna fyrir einkennum Covid eru hvattir til að fara í einkennasýnatöku um leið og grunur vaknar,“ segir í bréfi skólastjóra.
Reykjavík Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Grunnskólar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira