Öflugri sem ein heild Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 24. mars 2021 09:38 Sumir tala um það að setja upp „landsbyggðargleraugun” þegar að þingmenn eða aðrir ráðamenn vekja athygli á málefnum landsbyggðarinnar. Ég á mér þann draum að fólk þurfi ekki að setja sig í stellingar til að standa fyrir málefnum er varða landsbyggðina. Þvert á móti hugmyndir margra, þá vilja ekkert allir búa á höfuðborgarsvæðinu og þannig viljum við líka ekki hafa byggðina í landinu. Við viljum eiga þann kost á að geta dreift byggð og átt sterka og öfluga kjarna í fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Gæðunum er misskipt og það veldur togstreitu á milli suðvesturhornsins og landsbyggðarinnar. Norðurslóðamál á Norðurlandi – galin pæling? Norðurslóðastofnanir eru fjölmargar á Norðurlandi og flestar eru þær á Akureyri. Enda skildi það teljast eðlilegt að norðurslóðamálefni eigi heima á norðurlandi. Samt sem áður var það ekki fyrsti og eini augljósi kosturinn þegar velja átti “höfuðstað norðurslóðamála” á Íslandi. Eitthvað sem landsbyggðarbúum er augljóst þarf ekki að vera augljóst fyrir augum höfuðborgarbúa. Menning á sér líka stað á landsbyggðinni Það virðist einnig ekki vera tekið eftir því hversu öflugt menningarlíf er á landsbyggðinni. Samt virðist menningarmálaráðherra það nær ómögulegt að viðurkenna menningu hér út á landi til jafns við menningu á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallslegri jöfnun á grundvelli íbúafjölda er synjað. Áhugaleysið fyrir menningu á landsbyggðinni virðist vera algjört. Við þurfum að jafna metin Staðreyndin er sú að það er gríðarleg verðmætasköpun á landsbyggðinni sem hefur bætt lífskjör allra landsmanna. Sjávarútvegurinn, raforkan og auðlindirnar eru gæðin sem eru á víð og dreif um landið. Fjármagni til innviðauppbyggingar er þó ekki jafn vel skipt og gæðunum. Landsbyggðin þarfnast öflugra og áberandi þingmanna sem vekja stöðugt athygli á þessum atriðum. Vandamálið við „landsbyggðargleraugun“ er að gleraugun er hægt að taka niður. Málefni landsbyggðarinnar eiga ekki að vera þess eðlis að hægt sé að klæða sig í og úr þeim eftir hentisemi. Það þarf einna helst að fara að líta á málin á heildstæðan máta og jafna þannig leikinn. Ég vona að með skrifum mínum sé ég ekki að telja þér trú um að ég hafi einhverja óvild í garð höfuðborgarsvæðisins. Þvert á móti er það raunin. Ég trúi því hins vegar að landbyggðina verði að styrkja til að standa á móti öflugu og sterku höfuðborgarsvæðinu. Þannig bætum við lífsgæði allra. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Byggðamál Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sumir tala um það að setja upp „landsbyggðargleraugun” þegar að þingmenn eða aðrir ráðamenn vekja athygli á málefnum landsbyggðarinnar. Ég á mér þann draum að fólk þurfi ekki að setja sig í stellingar til að standa fyrir málefnum er varða landsbyggðina. Þvert á móti hugmyndir margra, þá vilja ekkert allir búa á höfuðborgarsvæðinu og þannig viljum við líka ekki hafa byggðina í landinu. Við viljum eiga þann kost á að geta dreift byggð og átt sterka og öfluga kjarna í fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Gæðunum er misskipt og það veldur togstreitu á milli suðvesturhornsins og landsbyggðarinnar. Norðurslóðamál á Norðurlandi – galin pæling? Norðurslóðastofnanir eru fjölmargar á Norðurlandi og flestar eru þær á Akureyri. Enda skildi það teljast eðlilegt að norðurslóðamálefni eigi heima á norðurlandi. Samt sem áður var það ekki fyrsti og eini augljósi kosturinn þegar velja átti “höfuðstað norðurslóðamála” á Íslandi. Eitthvað sem landsbyggðarbúum er augljóst þarf ekki að vera augljóst fyrir augum höfuðborgarbúa. Menning á sér líka stað á landsbyggðinni Það virðist einnig ekki vera tekið eftir því hversu öflugt menningarlíf er á landsbyggðinni. Samt virðist menningarmálaráðherra það nær ómögulegt að viðurkenna menningu hér út á landi til jafns við menningu á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallslegri jöfnun á grundvelli íbúafjölda er synjað. Áhugaleysið fyrir menningu á landsbyggðinni virðist vera algjört. Við þurfum að jafna metin Staðreyndin er sú að það er gríðarleg verðmætasköpun á landsbyggðinni sem hefur bætt lífskjör allra landsmanna. Sjávarútvegurinn, raforkan og auðlindirnar eru gæðin sem eru á víð og dreif um landið. Fjármagni til innviðauppbyggingar er þó ekki jafn vel skipt og gæðunum. Landsbyggðin þarfnast öflugra og áberandi þingmanna sem vekja stöðugt athygli á þessum atriðum. Vandamálið við „landsbyggðargleraugun“ er að gleraugun er hægt að taka niður. Málefni landsbyggðarinnar eiga ekki að vera þess eðlis að hægt sé að klæða sig í og úr þeim eftir hentisemi. Það þarf einna helst að fara að líta á málin á heildstæðan máta og jafna þannig leikinn. Ég vona að með skrifum mínum sé ég ekki að telja þér trú um að ég hafi einhverja óvild í garð höfuðborgarsvæðisins. Þvert á móti er það raunin. Ég trúi því hins vegar að landbyggðina verði að styrkja til að standa á móti öflugu og sterku höfuðborgarsvæðinu. Þannig bætum við lífsgæði allra. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar