Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. mars 2021 15:29 Ljósmyndarinn Ari Magg náði þessari flottu mynd af Birni Steinbekk með drónann við gosið. Myndin til hægri er skáskot úr drónamyndbandi Björns. Samsett/Ari Magg-Björn Steinbekk Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. Eitt af myndböndum Björns hefur svo sannarlega vakið heimsathygli en þar flýgur hann drónanum það nálægt gosgígnum að dróninn endar á að fljúga inn í hraunsletturnar. Það má eiginlega segja að drónanum hafi verið flogið inn í eldgos. „Fólk trúir því ekki að dróninn hafi actually lifað þetta af,“ sagði Björn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag. Björn segir að hann hafi sjálfur haldið að hann myndi aldrei sjá þennan dróna aftur. Björn tók tvo dróna með sér að gosinu í Geldingadal við Fagradalsfjall en umræddur dróni er svokallaður „racer“ dróni og fylgja honum sérstök sýndarveruleikagleraugu. Umrætt myndband má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Flogið yfir gíginn - Drónamyndband eftir Björn Steinbekk Þegar þetta er skrifað hafa yfir tvöhundruð þúsund horft á myndbandið á Youtube rás Björns – Bjorn Steinbekk – A guy with a drone. Myndbandinu hefur einnig verið dreift á samfélagsmiðlum og fréttamiðlum. „Allavega veit ég um 40 eða 50 sjónvarpsstöðvar út um allan heim að sýna þetta í gær,“ segir Björn. Hér fyrir neðan má sjá eitt myndband frá Birni sem birtist hér á Vísi um helgina. Klippa: Eldgosið fangað úr lofti Æfði sig á golfvelli Fyrirtæki í eigu Murdock fjölskyldunnar sér nú um dreyfingu og sölu á myndbandinu fyrir Björn, en hann hafði fengið þúsundir skilaboða og fyrirspurna auk viðtalsbeiðna á samfélagsmiðlum í tengslum við myndefnið hans frá gosstöðvunum. „Ég var löngu búinn að ákveða að gera þetta. Það er langt síðan ég ákvað að ef að það yrði eldgos, þá ætlaði ég að fljúga drónanum eins nálægt og ég gæti og ég var bara heppinn að vera kominn með þennan dróna.“ Hér fyrir neðan má sjá nýtt myndband frá gosinu sem Björn birti fyrr í dag. Björn var búinn að æfa sig stíft með því að fljúga á golfvelli. Hann hafði svo aðstoðarmann með sér við eldgosið sem tryggði að hann færi ekki of nálægt rauðglóandi þegar hann var með VR gleraugun á sér á meðan hann flaug drónanum. „Ég spilaði ótrúlega mikið Playstation, það hjálpar alveg ótrúlega mikið“ segir Björn líka um það hvernig hann varð svona góður í drónaflugi. Hann birtir einnig fjölmörg myndbönd á Instagram-síðu sinni. Viðtalið við Björn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Bítið Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Eitt af myndböndum Björns hefur svo sannarlega vakið heimsathygli en þar flýgur hann drónanum það nálægt gosgígnum að dróninn endar á að fljúga inn í hraunsletturnar. Það má eiginlega segja að drónanum hafi verið flogið inn í eldgos. „Fólk trúir því ekki að dróninn hafi actually lifað þetta af,“ sagði Björn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag. Björn segir að hann hafi sjálfur haldið að hann myndi aldrei sjá þennan dróna aftur. Björn tók tvo dróna með sér að gosinu í Geldingadal við Fagradalsfjall en umræddur dróni er svokallaður „racer“ dróni og fylgja honum sérstök sýndarveruleikagleraugu. Umrætt myndband má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Flogið yfir gíginn - Drónamyndband eftir Björn Steinbekk Þegar þetta er skrifað hafa yfir tvöhundruð þúsund horft á myndbandið á Youtube rás Björns – Bjorn Steinbekk – A guy with a drone. Myndbandinu hefur einnig verið dreift á samfélagsmiðlum og fréttamiðlum. „Allavega veit ég um 40 eða 50 sjónvarpsstöðvar út um allan heim að sýna þetta í gær,“ segir Björn. Hér fyrir neðan má sjá eitt myndband frá Birni sem birtist hér á Vísi um helgina. Klippa: Eldgosið fangað úr lofti Æfði sig á golfvelli Fyrirtæki í eigu Murdock fjölskyldunnar sér nú um dreyfingu og sölu á myndbandinu fyrir Björn, en hann hafði fengið þúsundir skilaboða og fyrirspurna auk viðtalsbeiðna á samfélagsmiðlum í tengslum við myndefnið hans frá gosstöðvunum. „Ég var löngu búinn að ákveða að gera þetta. Það er langt síðan ég ákvað að ef að það yrði eldgos, þá ætlaði ég að fljúga drónanum eins nálægt og ég gæti og ég var bara heppinn að vera kominn með þennan dróna.“ Hér fyrir neðan má sjá nýtt myndband frá gosinu sem Björn birti fyrr í dag. Björn var búinn að æfa sig stíft með því að fljúga á golfvelli. Hann hafði svo aðstoðarmann með sér við eldgosið sem tryggði að hann færi ekki of nálægt rauðglóandi þegar hann var með VR gleraugun á sér á meðan hann flaug drónanum. „Ég spilaði ótrúlega mikið Playstation, það hjálpar alveg ótrúlega mikið“ segir Björn líka um það hvernig hann varð svona góður í drónaflugi. Hann birtir einnig fjölmörg myndbönd á Instagram-síðu sinni. Viðtalið við Björn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Bítið Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira