Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. mars 2021 15:29 Ljósmyndarinn Ari Magg náði þessari flottu mynd af Birni Steinbekk með drónann við gosið. Myndin til hægri er skáskot úr drónamyndbandi Björns. Samsett/Ari Magg-Björn Steinbekk Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. Eitt af myndböndum Björns hefur svo sannarlega vakið heimsathygli en þar flýgur hann drónanum það nálægt gosgígnum að dróninn endar á að fljúga inn í hraunsletturnar. Það má eiginlega segja að drónanum hafi verið flogið inn í eldgos. „Fólk trúir því ekki að dróninn hafi actually lifað þetta af,“ sagði Björn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag. Björn segir að hann hafi sjálfur haldið að hann myndi aldrei sjá þennan dróna aftur. Björn tók tvo dróna með sér að gosinu í Geldingadal við Fagradalsfjall en umræddur dróni er svokallaður „racer“ dróni og fylgja honum sérstök sýndarveruleikagleraugu. Umrætt myndband má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Flogið yfir gíginn - Drónamyndband eftir Björn Steinbekk Þegar þetta er skrifað hafa yfir tvöhundruð þúsund horft á myndbandið á Youtube rás Björns – Bjorn Steinbekk – A guy with a drone. Myndbandinu hefur einnig verið dreift á samfélagsmiðlum og fréttamiðlum. „Allavega veit ég um 40 eða 50 sjónvarpsstöðvar út um allan heim að sýna þetta í gær,“ segir Björn. Hér fyrir neðan má sjá eitt myndband frá Birni sem birtist hér á Vísi um helgina. Klippa: Eldgosið fangað úr lofti Æfði sig á golfvelli Fyrirtæki í eigu Murdock fjölskyldunnar sér nú um dreyfingu og sölu á myndbandinu fyrir Björn, en hann hafði fengið þúsundir skilaboða og fyrirspurna auk viðtalsbeiðna á samfélagsmiðlum í tengslum við myndefnið hans frá gosstöðvunum. „Ég var löngu búinn að ákveða að gera þetta. Það er langt síðan ég ákvað að ef að það yrði eldgos, þá ætlaði ég að fljúga drónanum eins nálægt og ég gæti og ég var bara heppinn að vera kominn með þennan dróna.“ Hér fyrir neðan má sjá nýtt myndband frá gosinu sem Björn birti fyrr í dag. Björn var búinn að æfa sig stíft með því að fljúga á golfvelli. Hann hafði svo aðstoðarmann með sér við eldgosið sem tryggði að hann færi ekki of nálægt rauðglóandi þegar hann var með VR gleraugun á sér á meðan hann flaug drónanum. „Ég spilaði ótrúlega mikið Playstation, það hjálpar alveg ótrúlega mikið“ segir Björn líka um það hvernig hann varð svona góður í drónaflugi. Hann birtir einnig fjölmörg myndbönd á Instagram-síðu sinni. Viðtalið við Björn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Bítið Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Eitt af myndböndum Björns hefur svo sannarlega vakið heimsathygli en þar flýgur hann drónanum það nálægt gosgígnum að dróninn endar á að fljúga inn í hraunsletturnar. Það má eiginlega segja að drónanum hafi verið flogið inn í eldgos. „Fólk trúir því ekki að dróninn hafi actually lifað þetta af,“ sagði Björn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag. Björn segir að hann hafi sjálfur haldið að hann myndi aldrei sjá þennan dróna aftur. Björn tók tvo dróna með sér að gosinu í Geldingadal við Fagradalsfjall en umræddur dróni er svokallaður „racer“ dróni og fylgja honum sérstök sýndarveruleikagleraugu. Umrætt myndband má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Flogið yfir gíginn - Drónamyndband eftir Björn Steinbekk Þegar þetta er skrifað hafa yfir tvöhundruð þúsund horft á myndbandið á Youtube rás Björns – Bjorn Steinbekk – A guy with a drone. Myndbandinu hefur einnig verið dreift á samfélagsmiðlum og fréttamiðlum. „Allavega veit ég um 40 eða 50 sjónvarpsstöðvar út um allan heim að sýna þetta í gær,“ segir Björn. Hér fyrir neðan má sjá eitt myndband frá Birni sem birtist hér á Vísi um helgina. Klippa: Eldgosið fangað úr lofti Æfði sig á golfvelli Fyrirtæki í eigu Murdock fjölskyldunnar sér nú um dreyfingu og sölu á myndbandinu fyrir Björn, en hann hafði fengið þúsundir skilaboða og fyrirspurna auk viðtalsbeiðna á samfélagsmiðlum í tengslum við myndefnið hans frá gosstöðvunum. „Ég var löngu búinn að ákveða að gera þetta. Það er langt síðan ég ákvað að ef að það yrði eldgos, þá ætlaði ég að fljúga drónanum eins nálægt og ég gæti og ég var bara heppinn að vera kominn með þennan dróna.“ Hér fyrir neðan má sjá nýtt myndband frá gosinu sem Björn birti fyrr í dag. Björn var búinn að æfa sig stíft með því að fljúga á golfvelli. Hann hafði svo aðstoðarmann með sér við eldgosið sem tryggði að hann færi ekki of nálægt rauðglóandi þegar hann var með VR gleraugun á sér á meðan hann flaug drónanum. „Ég spilaði ótrúlega mikið Playstation, það hjálpar alveg ótrúlega mikið“ segir Björn líka um það hvernig hann varð svona góður í drónaflugi. Hann birtir einnig fjölmörg myndbönd á Instagram-síðu sinni. Viðtalið við Björn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Bítið Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira