Vilja að dómurinn í draugamarksmálinu verði ógildur og nýir dómarar taki það fyrir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2021 11:47 KA/Þór er með eins stigs forskot á toppi Olís-deildar kvenna. vísir/hag KA/Þór hefur óskað eftir því að dómur áfrýjunardómstóls HSÍ vegna leiks liðsins gegn Stjörnunni í Olís-deild kvenna verði ógildur. KA/Þór furðar sig jafnframt á vinnubrögðum áfrýjunardómstólsins og skrifstofu HSÍ. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá KA/Þór. Í síðustu viku breytti áfrýjunardómstóllinn niðurstöðu dómstóls HSÍ og komst að þeirri niðurstöðu að úrslit leiks Stjörnunnar og KA/Þór skyldu ógild og liðin þyrftu að mætast á ný. KA/Þór vann leik liðanna í Olís-deild kvenna, 26-27, þann 13. febrúar en eitt marka liðsins var oftalið. Eins og fram kom í viðtali við Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, á Vísi á föstudaginn eru forráðamenn KA/Þór afar ósáttir við vinnubrögð HSÍ í umræddu máli og segjast ekki hafa verið meðvitaðir um að málinu hefði verið áfrýjað og hefðu því ekki fengið tækifæri til að grípa til varnar í því. „Við erum eiginlega orðlaus yfir þessu og sérstaklega málsmeðferðinni sem er ótrúleg í alla staði. Það gleymist að tilkynna okkur um að málinu hafi verið áfrýjað og það hafi verið tekið fyrir hjá áfrýjunardómstólnum. Allar málsmeðferðarreglur sem þekkjast í íslensku réttarfarsríki voru brotnar,“ sagði Sævar meðal annars í viðtalinu. Í fréttatilkynningu KA/Þórs kemur fram að félagið óski eftir því dómur áfrýjunardómstólsins verði ógildur og málið tekið fyrir aftur, þó ekki af þeim sem sitji í áfrýjunardómstólnum því þeir séu vanhæfir. „KA/Þór hefur nú þegar óskað eftir því að dómur áfrýjunardómstóls HSÍ verði ógiltur eða endurupptekinn. Liggur í augum uppi að mati KA/Þór að þeir dómarar áfrýjunardómstólsins sem komist hafa niðurstöðu og opinberað hana, án þess að gefa KA/Þór færi á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, teljist vanhæfir til að fjalla um málið að nýju,“ segir í fréttatilkynningunni. Þar segir einnig að KA/Þór sé tilbúið að fara með málið lengra þar sem öll félög innan íþróttahreyfingarinnar eigi að standa jöfnum fæti fyrir dómstólum sinna sérsambanda. Fréttatilkynning KA/Þórs KA/Þór vill koma eftirfarandi á framfæri vegna dóms í máli nr. 1/2021 í áfrýjunardómstól HSÍ: KA/Þór lýsir yfir furðu sinni með vinnubrögð áfrýjunardómstóls HSÍ og skrifstofu HSÍ. Forsvarsmönnum KA/Þór var aldrei tilkynnt um að Stjarnan hefði áfrýjað dómi dómstóls HSÍ sem féll í málinu þann 1. mars 2021 og hvað þá heldur að áfrýjunardómstóll HSÍ væri að taka málið fyrir. Barst KA/Þór fyrst vitneskja um málið eftir að dómur var fallinn. Augljóst er að ekkert félag innan íþróttahreyfingarinnar getur búið við það að fá ekki að taka til varnar í máli sem að því snýr. Rétt er að benda á að vegna málsmeðferðarreglna HSÍ er KA/Þór varnaraðili í málinu, þrátt fyrir að Stjarnan kæri framkvæmd leiksins, framkvæmd sem sama félag bar ábyrgð á. KA/Þór hefur nú þegar óskað eftir því að dómur áfrýjunardómstóls HSÍ verði ógiltur eða endurupptekinn. Liggur í augum uppi að mati KA/Þór að þeir dómarar áfrýjunardómstólsins sem komist hafa niðurstöðu og opinberað hana, án þess að gefa KA/Þór færi á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, teljist vanhæfir til að fjalla um málið að nýju. Er KA/Þór enn fremur reiðubúið að fara með málið lengra enda eiga öll félög innan íþróttahreyfingarinnar að standa jöfnum fæti fyrir dómstólum sinna sérsambanda. Ljóst er að endanleg niðurstaða þessa máls mun hafa mikil áhrif á lokaniðurstöðu Olís-deildar kvenna. Það er krafa KA/Þórs að framhald málsins verði unnið fljótt og örugglega þannig að það komi ekki til með að hafa áhrif á áðurnefnda lokaniðurstöðu mótsins eða önnur og bein áhrif á úrslitakeppnina í Olís-deild kvenna. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Enski boltinn Fleiri fréttir Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Sjá meira
Í síðustu viku breytti áfrýjunardómstóllinn niðurstöðu dómstóls HSÍ og komst að þeirri niðurstöðu að úrslit leiks Stjörnunnar og KA/Þór skyldu ógild og liðin þyrftu að mætast á ný. KA/Þór vann leik liðanna í Olís-deild kvenna, 26-27, þann 13. febrúar en eitt marka liðsins var oftalið. Eins og fram kom í viðtali við Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, á Vísi á föstudaginn eru forráðamenn KA/Þór afar ósáttir við vinnubrögð HSÍ í umræddu máli og segjast ekki hafa verið meðvitaðir um að málinu hefði verið áfrýjað og hefðu því ekki fengið tækifæri til að grípa til varnar í því. „Við erum eiginlega orðlaus yfir þessu og sérstaklega málsmeðferðinni sem er ótrúleg í alla staði. Það gleymist að tilkynna okkur um að málinu hafi verið áfrýjað og það hafi verið tekið fyrir hjá áfrýjunardómstólnum. Allar málsmeðferðarreglur sem þekkjast í íslensku réttarfarsríki voru brotnar,“ sagði Sævar meðal annars í viðtalinu. Í fréttatilkynningu KA/Þórs kemur fram að félagið óski eftir því dómur áfrýjunardómstólsins verði ógildur og málið tekið fyrir aftur, þó ekki af þeim sem sitji í áfrýjunardómstólnum því þeir séu vanhæfir. „KA/Þór hefur nú þegar óskað eftir því að dómur áfrýjunardómstóls HSÍ verði ógiltur eða endurupptekinn. Liggur í augum uppi að mati KA/Þór að þeir dómarar áfrýjunardómstólsins sem komist hafa niðurstöðu og opinberað hana, án þess að gefa KA/Þór færi á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, teljist vanhæfir til að fjalla um málið að nýju,“ segir í fréttatilkynningunni. Þar segir einnig að KA/Þór sé tilbúið að fara með málið lengra þar sem öll félög innan íþróttahreyfingarinnar eigi að standa jöfnum fæti fyrir dómstólum sinna sérsambanda. Fréttatilkynning KA/Þórs KA/Þór vill koma eftirfarandi á framfæri vegna dóms í máli nr. 1/2021 í áfrýjunardómstól HSÍ: KA/Þór lýsir yfir furðu sinni með vinnubrögð áfrýjunardómstóls HSÍ og skrifstofu HSÍ. Forsvarsmönnum KA/Þór var aldrei tilkynnt um að Stjarnan hefði áfrýjað dómi dómstóls HSÍ sem féll í málinu þann 1. mars 2021 og hvað þá heldur að áfrýjunardómstóll HSÍ væri að taka málið fyrir. Barst KA/Þór fyrst vitneskja um málið eftir að dómur var fallinn. Augljóst er að ekkert félag innan íþróttahreyfingarinnar getur búið við það að fá ekki að taka til varnar í máli sem að því snýr. Rétt er að benda á að vegna málsmeðferðarreglna HSÍ er KA/Þór varnaraðili í málinu, þrátt fyrir að Stjarnan kæri framkvæmd leiksins, framkvæmd sem sama félag bar ábyrgð á. KA/Þór hefur nú þegar óskað eftir því að dómur áfrýjunardómstóls HSÍ verði ógiltur eða endurupptekinn. Liggur í augum uppi að mati KA/Þór að þeir dómarar áfrýjunardómstólsins sem komist hafa niðurstöðu og opinberað hana, án þess að gefa KA/Þór færi á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, teljist vanhæfir til að fjalla um málið að nýju. Er KA/Þór enn fremur reiðubúið að fara með málið lengra enda eiga öll félög innan íþróttahreyfingarinnar að standa jöfnum fæti fyrir dómstólum sinna sérsambanda. Ljóst er að endanleg niðurstaða þessa máls mun hafa mikil áhrif á lokaniðurstöðu Olís-deildar kvenna. Það er krafa KA/Þórs að framhald málsins verði unnið fljótt og örugglega þannig að það komi ekki til með að hafa áhrif á áðurnefnda lokaniðurstöðu mótsins eða önnur og bein áhrif á úrslitakeppnina í Olís-deild kvenna.
KA/Þór vill koma eftirfarandi á framfæri vegna dóms í máli nr. 1/2021 í áfrýjunardómstól HSÍ: KA/Þór lýsir yfir furðu sinni með vinnubrögð áfrýjunardómstóls HSÍ og skrifstofu HSÍ. Forsvarsmönnum KA/Þór var aldrei tilkynnt um að Stjarnan hefði áfrýjað dómi dómstóls HSÍ sem féll í málinu þann 1. mars 2021 og hvað þá heldur að áfrýjunardómstóll HSÍ væri að taka málið fyrir. Barst KA/Þór fyrst vitneskja um málið eftir að dómur var fallinn. Augljóst er að ekkert félag innan íþróttahreyfingarinnar getur búið við það að fá ekki að taka til varnar í máli sem að því snýr. Rétt er að benda á að vegna málsmeðferðarreglna HSÍ er KA/Þór varnaraðili í málinu, þrátt fyrir að Stjarnan kæri framkvæmd leiksins, framkvæmd sem sama félag bar ábyrgð á. KA/Þór hefur nú þegar óskað eftir því að dómur áfrýjunardómstóls HSÍ verði ógiltur eða endurupptekinn. Liggur í augum uppi að mati KA/Þór að þeir dómarar áfrýjunardómstólsins sem komist hafa niðurstöðu og opinberað hana, án þess að gefa KA/Þór færi á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, teljist vanhæfir til að fjalla um málið að nýju. Er KA/Þór enn fremur reiðubúið að fara með málið lengra enda eiga öll félög innan íþróttahreyfingarinnar að standa jöfnum fæti fyrir dómstólum sinna sérsambanda. Ljóst er að endanleg niðurstaða þessa máls mun hafa mikil áhrif á lokaniðurstöðu Olís-deildar kvenna. Það er krafa KA/Þórs að framhald málsins verði unnið fljótt og örugglega þannig að það komi ekki til með að hafa áhrif á áðurnefnda lokaniðurstöðu mótsins eða önnur og bein áhrif á úrslitakeppnina í Olís-deild kvenna.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Enski boltinn Fleiri fréttir Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Sjá meira