Fjórðu kosningarnar á tveimur árum Atli Ísleifsson skrifar 23. mars 2021 07:56 Almennt er litið á kosningarnar í dag sem þjóðaratkvæðagreiðslu um ísraelska forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. AP Þingkosningar fara fram í Ísrael í dag – þær fjórðu á tveimur árum. Almennt er litið á kosningar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um forsætisráðherrann Benjamín Netanjahú. Engin skýr niðurstaða fékkst í hinum þremur þingkosningunum, en þjóðstjórnin sem mynduð var til að leysa hnútinn eftir kosningarnar í mars 2020 riðaði til falls í desember síðastliðinn. Skoðanakannanir benda til að sama staða kunni að koma upp á ný að loknum þessum kosningum. Kosningarnar nú fara fram á sama tíma og verið er að losa um samkomutakmarkanir í landinu og tveimur vikum áður en réttarhöld í spillingarmáli Netanjahús hefjast. Forsætisráðherrann hefur verið ákærður um mútuþægni, fjársvik og umboðssvik. Hann neitar sök í málinu sem hann segir það eiga sér pólitískar rætur. Deilt um viðbrögð við faraldrinum Andstæðingar Netanjahús hafa sakað hann um að slæma stjórn þegar kemur að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum, en framan var staðan í landinu sérstaklega slæm í samanburði við mörg önnur ríki. Ísraelskt samfélag hefur hins vegar opnast að stórum hluta á ný á síðustu vikum og hefur innanlandssmitum fækkað umtalsvert. Þá hefur Netanjahú bent á góðan árangur þegar kemur að bólusetningum, en þær hafa gengið mun hraðar fyrir sig í Ísrael en víða annars staðar. Þannig hefur nú rúmlega helmingur Ísraela nú fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni. Andstæðingar forsætisráðherrann hafa sömuleiðis ítrekað bent á gríðarleg pólitísk ítök Netanjahús í landinu og segja ljóst að löngu sé kominn tími á nýjan mann í brúnni. Netanjahú hefur stýrt landinu samfellt frá árinu 2009, en auk þess gegndi hann embættinu í þrjú ár á tíunda áratugnum. Likud líklega stærstur Líklegt þykir að Likud-flokkur Netanjahús muni fá flest sæti á þingi, en þó eiga langt í land með að ná meirihluta. Þannig benda kannanir til þess að aðrir hægriflokkar gætu átt í vandræðum með að ná þeim fjölda þingsæta sem upp á vantar til að tryggja áframhaldandi völd Netanjahús. Þó að líklegast þyki að vinstri flokkarnir nái meirihluta er alls óvíst hvort að þeim takist að ná saman um stjórn vegna innbyrðis deilna. Ísrael Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Engin skýr niðurstaða fékkst í hinum þremur þingkosningunum, en þjóðstjórnin sem mynduð var til að leysa hnútinn eftir kosningarnar í mars 2020 riðaði til falls í desember síðastliðinn. Skoðanakannanir benda til að sama staða kunni að koma upp á ný að loknum þessum kosningum. Kosningarnar nú fara fram á sama tíma og verið er að losa um samkomutakmarkanir í landinu og tveimur vikum áður en réttarhöld í spillingarmáli Netanjahús hefjast. Forsætisráðherrann hefur verið ákærður um mútuþægni, fjársvik og umboðssvik. Hann neitar sök í málinu sem hann segir það eiga sér pólitískar rætur. Deilt um viðbrögð við faraldrinum Andstæðingar Netanjahús hafa sakað hann um að slæma stjórn þegar kemur að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum, en framan var staðan í landinu sérstaklega slæm í samanburði við mörg önnur ríki. Ísraelskt samfélag hefur hins vegar opnast að stórum hluta á ný á síðustu vikum og hefur innanlandssmitum fækkað umtalsvert. Þá hefur Netanjahú bent á góðan árangur þegar kemur að bólusetningum, en þær hafa gengið mun hraðar fyrir sig í Ísrael en víða annars staðar. Þannig hefur nú rúmlega helmingur Ísraela nú fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni. Andstæðingar forsætisráðherrann hafa sömuleiðis ítrekað bent á gríðarleg pólitísk ítök Netanjahús í landinu og segja ljóst að löngu sé kominn tími á nýjan mann í brúnni. Netanjahú hefur stýrt landinu samfellt frá árinu 2009, en auk þess gegndi hann embættinu í þrjú ár á tíunda áratugnum. Likud líklega stærstur Líklegt þykir að Likud-flokkur Netanjahús muni fá flest sæti á þingi, en þó eiga langt í land með að ná meirihluta. Þannig benda kannanir til þess að aðrir hægriflokkar gætu átt í vandræðum með að ná þeim fjölda þingsæta sem upp á vantar til að tryggja áframhaldandi völd Netanjahús. Þó að líklegast þyki að vinstri flokkarnir nái meirihluta er alls óvíst hvort að þeim takist að ná saman um stjórn vegna innbyrðis deilna.
Ísrael Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira