Spá 700 þúsund ferðamönnum í ár Sylvía Hall skrifar 22. mars 2021 20:54 Spáin byggir á því að nýjum smitum fækki samhliða bólusetningum. Vísir/Vilhelm Þjóðhagsspá sem kom út í dag samhliða útgáfu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar spáir um 700 þúsund ferðamönnum hingað til lands í ár. Fjármálaráðherra segir bólusetningar þar lykilatriði og að gangur þeirra muni skera úr um hvort spárnar rætist. Ferðamönnum fækkaði um 76 prósent á síðasta ári og fóru úr tæpum tveimur milljónum árið 2019 niður í tæplega hálfa milljón í fyrra. Að því er fram kemur í þjóðhagsspá hafa horfur fyrir árið í ár versnað frá síðustu spá en þó er búist við um 700 þúsund ferðamönnum. „Ég held að þetta muni á endanum ráðast af nokkrum lykilþáttum. Þetta ræðst af því hversu hratt okkur tekst að bólusetja okkar landsmenn, hversu hratt öðrum þjóðum tekst að bólusetja hjá sér og hversu hratt flugleiðirnar opnast,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um spána í dag eftir að fjármálaáætlun var kynnt. Spáin byggir á því að nýjum smitum fækki samhliða bólusetningum. Óvissan er þó enn mikil og áætlað að ferðamönnum fjölgi ekki fyrr en upp úr miðju sumri. Ferðamennirnir geti orðið 1,3 milljónir á næsta ári og jafnvel fleiri ef bólusetningum miðar betur en áætlað er. Ferðaþjónustan muni svo ná fyrri styrk á árunum 2023-2024. Bjarni segist sannfærður um að ferðamenn vilji byrja að ferðast aftur á nýjan leik um leið og tækifærið gefst. Ísland standi vel hvað það varðar, enda hafi Ísland marga eftirsóknarverða kosti sem geti haft mikið aðdráttarafl. „Fólk vill fara að ferðast að nýju. Ég held meira að segja að Ísland sé með samkeppnislegt forskot í því samhengi vegna þess að við höfum upp á margt að bjóða sem kannski hefur komist enn frekar og framar í forgangsröð hjá fólki vegna veirunnar og þessa heimsfaraldurs.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Ferðamönnum fækkaði um 76 prósent á síðasta ári og fóru úr tæpum tveimur milljónum árið 2019 niður í tæplega hálfa milljón í fyrra. Að því er fram kemur í þjóðhagsspá hafa horfur fyrir árið í ár versnað frá síðustu spá en þó er búist við um 700 þúsund ferðamönnum. „Ég held að þetta muni á endanum ráðast af nokkrum lykilþáttum. Þetta ræðst af því hversu hratt okkur tekst að bólusetja okkar landsmenn, hversu hratt öðrum þjóðum tekst að bólusetja hjá sér og hversu hratt flugleiðirnar opnast,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um spána í dag eftir að fjármálaáætlun var kynnt. Spáin byggir á því að nýjum smitum fækki samhliða bólusetningum. Óvissan er þó enn mikil og áætlað að ferðamönnum fjölgi ekki fyrr en upp úr miðju sumri. Ferðamennirnir geti orðið 1,3 milljónir á næsta ári og jafnvel fleiri ef bólusetningum miðar betur en áætlað er. Ferðaþjónustan muni svo ná fyrri styrk á árunum 2023-2024. Bjarni segist sannfærður um að ferðamenn vilji byrja að ferðast aftur á nýjan leik um leið og tækifærið gefst. Ísland standi vel hvað það varðar, enda hafi Ísland marga eftirsóknarverða kosti sem geti haft mikið aðdráttarafl. „Fólk vill fara að ferðast að nýju. Ég held meira að segja að Ísland sé með samkeppnislegt forskot í því samhengi vegna þess að við höfum upp á margt að bjóða sem kannski hefur komist enn frekar og framar í forgangsröð hjá fólki vegna veirunnar og þessa heimsfaraldurs.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49