„Víða herjað á störf blaðamanna“: Heimir Már býður sig fram til formanns Blaðamannafélags Íslands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2021 19:18 „Við þurfum líka að verja sjálfan tilverugrundvöll frjálsrar fjölmiðlunar sem ég man ekki eftir að þrengt hafi verið eins mikið að og á undanförnum árum í þá áratugi sem ég hef komið að starfi fjölmiðla,“ segir Heimir. Heimir Már Pétursson, fréttamaður á ritstjórn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Blaðamannafélags Íslands. Hann segir almenna stöðu fjölmiðlunnar og nauðsyn þess að verja kjör blaðamanna ástæðu framboðsins. Frá þessu er greint á vefsíðu BÍ en kosið verður um nýjan formann á aðalfundi félagsins í vor. Í tilkynningu sinni til BÍ segir Heimir meðal annars að á þeim þrjátíu árum sem eru liðin frá því hann hóf störf í blaðamennsku hafi svo miklar breytingar orðið á fjölmiðlun að nánast sé hægt að tala um aðra veröld þá og nú. Hann segir miklu skipta um þessar mundir að standa vörð um störf blaðamanna og vandaða blaðamennsku þar sem vinnubrögð eru höfð í heiðri gagnvart þeirri gífurlegu upplýsingaóreiðu sem nú herji á almenning. Á sama tíma berjist frjálsir og óháðir fjölmiðlar fyrir tilveru sinni í samkeppni við erlenda samfélagsmiðla sem engu skili til íslensks samfélags. „Víða er herjað á og þrengt að störfum frétta- og blaðamanna bæði að hálfu opinberra aðila og hagsmunaaðila sem og því umhverfi sem heiðarleg blaðamennska þarf að þrífast í um þessar mundir. Almenningur á ekki bara í erfiðleikum með að greina á milli frétta sem unnar eru eftir reglum blaðamennskunnar og hreinna falsfrétta heldur er honum í vaxandi mæli att gegn fjölmiðlafólki sem stjórnmálamenn víða um heim hafa séð sér hag í að gera að óvinum fólksins. Þannig vinna ákveðin öfl beinlínis að því að upphefja lygina yfir sannleikann eins og hann verður best höndlaður með vandaðri blaðamennsku,“ segir Heimir. „Það er þessi almenna staða sem og nauðsyn þess að verja kjör blaðamanna sem knýr mig til að bjóða mig fram til formanns Blaðamannafélagsins. Ég tel að reynsla mín geti nýst í samstarfi með góðu fólki í stjórn félagsins til að standa vörð um hag blaðamanna í sem víðasta skilningi þess orðs. Til að verja tjáningarfrelsið, málfrelsið, réttindi blaðamanna til að sinna störfum sínum hvar sem er á vettvangi samfélagsins og standa vörð um kjör félagsfólks sem alla tíð hafa notið lítil skilnings.“ Fjölmiðlar Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Frá þessu er greint á vefsíðu BÍ en kosið verður um nýjan formann á aðalfundi félagsins í vor. Í tilkynningu sinni til BÍ segir Heimir meðal annars að á þeim þrjátíu árum sem eru liðin frá því hann hóf störf í blaðamennsku hafi svo miklar breytingar orðið á fjölmiðlun að nánast sé hægt að tala um aðra veröld þá og nú. Hann segir miklu skipta um þessar mundir að standa vörð um störf blaðamanna og vandaða blaðamennsku þar sem vinnubrögð eru höfð í heiðri gagnvart þeirri gífurlegu upplýsingaóreiðu sem nú herji á almenning. Á sama tíma berjist frjálsir og óháðir fjölmiðlar fyrir tilveru sinni í samkeppni við erlenda samfélagsmiðla sem engu skili til íslensks samfélags. „Víða er herjað á og þrengt að störfum frétta- og blaðamanna bæði að hálfu opinberra aðila og hagsmunaaðila sem og því umhverfi sem heiðarleg blaðamennska þarf að þrífast í um þessar mundir. Almenningur á ekki bara í erfiðleikum með að greina á milli frétta sem unnar eru eftir reglum blaðamennskunnar og hreinna falsfrétta heldur er honum í vaxandi mæli att gegn fjölmiðlafólki sem stjórnmálamenn víða um heim hafa séð sér hag í að gera að óvinum fólksins. Þannig vinna ákveðin öfl beinlínis að því að upphefja lygina yfir sannleikann eins og hann verður best höndlaður með vandaðri blaðamennsku,“ segir Heimir. „Það er þessi almenna staða sem og nauðsyn þess að verja kjör blaðamanna sem knýr mig til að bjóða mig fram til formanns Blaðamannafélagsins. Ég tel að reynsla mín geti nýst í samstarfi með góðu fólki í stjórn félagsins til að standa vörð um hag blaðamanna í sem víðasta skilningi þess orðs. Til að verja tjáningarfrelsið, málfrelsið, réttindi blaðamanna til að sinna störfum sínum hvar sem er á vettvangi samfélagsins og standa vörð um kjör félagsfólks sem alla tíð hafa notið lítil skilnings.“
Fjölmiðlar Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“