„Verði honum að góðu“ Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2021 09:25 Guðmundur Franklín er harla kátur með nýja auglýsingu frá Kjörís sem hann telur gagnast Frjálslynda lýðræðisflokknum afar vel. Guðrún Hafsteinsdóttir hjá Kjörís, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, vonar að honum líki ísinn en vonar að hann fari ekki að ganga um í Kjörísbol. Foringi Frjálslynda lýðræðisflokksins telur „XOXO“ í auglýsingu Kjöríss minna rækilega á flokkinn sem hefur listabókstafinn O. Guðrún Hafsteinsdóttir hjá Kjörís, sem ætlar sér efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins segist fagna væntanlegum viðskiptum frá Guðmundi Franklín. „Ég bara vona að markaðsstjóri Kjöríss sendi mér ekki reikninginn. Því ég er farinn að sjá um auglýsingar fyrir flokkinn um allt land. Kann henni bestu þakkir fyrir þetta og vona að fólk kunni að meta þennan ís, að hann sé bragðgóður,“ segir Guðmundur Franklín í samtali við Vísi. Telur ísauglýsinguna nýtast flokknum sínum vel Guðmundur telur heldur betur hafa hlaupið á snærið hjá sér og Frjálslynda lýðræðisflokknum sem hann stofnaði og ætlar fram með í komandi Alþingiskosningum en áletrunin við mynd af nýjum toppís frá Kjörís; XOXO segir hann minna kjósendur rækilega á að kjósa flokkinn. O er listabókstafur Frjálslynda lýðræðisflokksins. En vert er að geta þess að þarna er um að ræða vísun í þekkta kveðju í skilaboðum og bréfum sem standa fyrir kossa og knús. „Hún má búast við miklum viðskiptum frá öllum mínum flokksmönnum og velunnurum sem þykir ís góður,“ segir Guðmundur Franklín og skríkir af kátínu. Já helgin verður alltaf góð með Frjálslynda lýðræðisflokknum...XOXO kossar og knús Posted by Guðmundur Franklín Jónsson on Miðvikudagur, 17. mars 2021 Hann segir þetta ótrúlega tilviljun því litirnir auglýsingunni séu nákvæmlega þeir sömu og til stendur að nota í lógó, eða einkennismerki flokksins. Guðmundur Franklín telur víst að þessi tiltekni Lakkr-ís verði einskonar einkennisgóðgæti Frjálslynda lýðræðisflokksins. Það verði keypt í stórum stíl og dreift til stuðningsmanna. Markaðsstjóri Kjöríss og einn eigenda er Guðrún Hafsteinsdóttir en Guðrún hefur gefið það út að hún vilji leiða Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi. Þar mun hún meðal annars kljást við þá Pál Magnússon sem situr í efsta sæti í því kjördæmi sem og Vilhjálm Árnason þingmann sem stefnir að því einnig. Bara að hann fari ekki að ganga um í Kjörís-bol „Nú ertu að segja mér fréttir,“ segir Guðrún þegar blaðamaður Vísis bar þetta undir hana nú skömmu fyrir helgi, að Guðmundur vilji tengja sig og flokk sinn við auglýsinguna. „Þetta er nú pínu fyndið verð ég að segja. Fyrstu viðbrögð mín eru að ég „couldn't care less!“ Kjörís ehf. tengist engum stjórnmálaflokki og við erum í engu sambandi við Frjálslynda lýðræðisflokkinn.“ Hún segir jafnframt að þeim hjá Kjörís þyki alltaf gaman þegar viðskiptavinir deili efni frá þeim. „En við eigum erfitt að stýra því hvernig efni okkar er notað eins og í þessu tilfelli. Guðmundur Franklín getur vitaskuld farið út í búð og keypt vöru frá okkur og gefið fólki. Við höfum enga stjórn á því. Ég verð samt að segja að ef hann fer að ganga um í Kjörísbol eða stilla upp merki flokks síns við hliðina á okkar merki að það þætti mér ekki í lagi. En akkúrat þetta truflar mig ekki. Mér finnst þetta bara pínu fyndið eins og ég sagði í upphafi. Verði honum svo bara að góðu.“ Auglýsinga- og markaðsmál Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
„Ég bara vona að markaðsstjóri Kjöríss sendi mér ekki reikninginn. Því ég er farinn að sjá um auglýsingar fyrir flokkinn um allt land. Kann henni bestu þakkir fyrir þetta og vona að fólk kunni að meta þennan ís, að hann sé bragðgóður,“ segir Guðmundur Franklín í samtali við Vísi. Telur ísauglýsinguna nýtast flokknum sínum vel Guðmundur telur heldur betur hafa hlaupið á snærið hjá sér og Frjálslynda lýðræðisflokknum sem hann stofnaði og ætlar fram með í komandi Alþingiskosningum en áletrunin við mynd af nýjum toppís frá Kjörís; XOXO segir hann minna kjósendur rækilega á að kjósa flokkinn. O er listabókstafur Frjálslynda lýðræðisflokksins. En vert er að geta þess að þarna er um að ræða vísun í þekkta kveðju í skilaboðum og bréfum sem standa fyrir kossa og knús. „Hún má búast við miklum viðskiptum frá öllum mínum flokksmönnum og velunnurum sem þykir ís góður,“ segir Guðmundur Franklín og skríkir af kátínu. Já helgin verður alltaf góð með Frjálslynda lýðræðisflokknum...XOXO kossar og knús Posted by Guðmundur Franklín Jónsson on Miðvikudagur, 17. mars 2021 Hann segir þetta ótrúlega tilviljun því litirnir auglýsingunni séu nákvæmlega þeir sömu og til stendur að nota í lógó, eða einkennismerki flokksins. Guðmundur Franklín telur víst að þessi tiltekni Lakkr-ís verði einskonar einkennisgóðgæti Frjálslynda lýðræðisflokksins. Það verði keypt í stórum stíl og dreift til stuðningsmanna. Markaðsstjóri Kjöríss og einn eigenda er Guðrún Hafsteinsdóttir en Guðrún hefur gefið það út að hún vilji leiða Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi. Þar mun hún meðal annars kljást við þá Pál Magnússon sem situr í efsta sæti í því kjördæmi sem og Vilhjálm Árnason þingmann sem stefnir að því einnig. Bara að hann fari ekki að ganga um í Kjörís-bol „Nú ertu að segja mér fréttir,“ segir Guðrún þegar blaðamaður Vísis bar þetta undir hana nú skömmu fyrir helgi, að Guðmundur vilji tengja sig og flokk sinn við auglýsinguna. „Þetta er nú pínu fyndið verð ég að segja. Fyrstu viðbrögð mín eru að ég „couldn't care less!“ Kjörís ehf. tengist engum stjórnmálaflokki og við erum í engu sambandi við Frjálslynda lýðræðisflokkinn.“ Hún segir jafnframt að þeim hjá Kjörís þyki alltaf gaman þegar viðskiptavinir deili efni frá þeim. „En við eigum erfitt að stýra því hvernig efni okkar er notað eins og í þessu tilfelli. Guðmundur Franklín getur vitaskuld farið út í búð og keypt vöru frá okkur og gefið fólki. Við höfum enga stjórn á því. Ég verð samt að segja að ef hann fer að ganga um í Kjörísbol eða stilla upp merki flokks síns við hliðina á okkar merki að það þætti mér ekki í lagi. En akkúrat þetta truflar mig ekki. Mér finnst þetta bara pínu fyndið eins og ég sagði í upphafi. Verði honum svo bara að góðu.“
Auglýsinga- og markaðsmál Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira