Sjáðu mörkin: Dramatík, endurkoma og vítaspyrnukeppni þegar Valsmenn komust í undanúrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. mars 2021 14:26 Valsmenn höfðu góða ástæðu til að fagna í dag. Það var mikil dramatík þegar Valur og KR mættust á Origo vellinum í dag. KR-ingar komust í 3-0, en heimamenn gáfust ekki upp og jöfnuðu leikinn þegar um tíu mínútur voru eftir. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni og þar voru það sem höfðu betur. Valsmenn eru því komnir í undanúrslit Lengjubikarsins. Það stefndi allt í það að markalaust yrði þegar flautað yrði til hálfleiks og lítið að gerast hjá báðum liðum mest allan fyrri hálfleikinn. KR-ingar náðu þó að koma inn marki rétt fyrir hléið. Óskar Örn Hauksson kom þá gestunum yfir með góðu marki. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og voru komnir í 2-0 á 47. mínútu leiksins. Þar var að verki Guðjón Baldvinsson eftir stoðsendingu frá Arnþóri Inga Kristinssyni. Guðjón Baldvinsson var svo aftur á ferðinni á 55. mínútu leiksins þegar hann kom gestunum í 3-0. Brekkan orðin ansi brött fyrir Valsmenn. Valsarar voru þó alls ekki á því að leggja árar í bát. Á 61. mínútu minnkaði Kristinn Freyr Sigurðsson muninn og vonin lifði. Það var svo mikið um að vera seinustu 15 mínútur leiksins. Á 76. mínútu skoraði tryggvi Hrafn Haraldsson annað mark heimamanna og allt opið fyrir lokamínúturnar. Fjórum mínútum seinna fær Hjalti Sigurðsson dæmda á sig vítaspyrnu. Dómari leiksins mat það þannig að þarna hafi Hjalti verið að ræna Valsara opnu marktækifæri og rautt spjald því niðurstaðan. Patrick Pedersen fór á punktinn og jafnaði leikinn fyrir heimamenn og ótrúleg endurkoma Vals fullkomnuð. Ekki var meira skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Það var ekkert sem gat skilið liðin að í vítaspyrnukeppninni og allt virtist vera inni. Þegar komið var að seinustu spyrnu KR-inga fór Emil Ásmundsson á punktinn. Emil setti boltann í slánna og Valsmenn því með örlögin í sínum höndum. Haukur Páll Sigurðsson mætti þá ískaldur og tryggði Valsmönnum sigurinn og miða í undanúrslit Lengjubikarsins. Öll mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Mörkin: Valur - KR Valur KR Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Sjá meira
Það stefndi allt í það að markalaust yrði þegar flautað yrði til hálfleiks og lítið að gerast hjá báðum liðum mest allan fyrri hálfleikinn. KR-ingar náðu þó að koma inn marki rétt fyrir hléið. Óskar Örn Hauksson kom þá gestunum yfir með góðu marki. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og voru komnir í 2-0 á 47. mínútu leiksins. Þar var að verki Guðjón Baldvinsson eftir stoðsendingu frá Arnþóri Inga Kristinssyni. Guðjón Baldvinsson var svo aftur á ferðinni á 55. mínútu leiksins þegar hann kom gestunum í 3-0. Brekkan orðin ansi brött fyrir Valsmenn. Valsarar voru þó alls ekki á því að leggja árar í bát. Á 61. mínútu minnkaði Kristinn Freyr Sigurðsson muninn og vonin lifði. Það var svo mikið um að vera seinustu 15 mínútur leiksins. Á 76. mínútu skoraði tryggvi Hrafn Haraldsson annað mark heimamanna og allt opið fyrir lokamínúturnar. Fjórum mínútum seinna fær Hjalti Sigurðsson dæmda á sig vítaspyrnu. Dómari leiksins mat það þannig að þarna hafi Hjalti verið að ræna Valsara opnu marktækifæri og rautt spjald því niðurstaðan. Patrick Pedersen fór á punktinn og jafnaði leikinn fyrir heimamenn og ótrúleg endurkoma Vals fullkomnuð. Ekki var meira skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Það var ekkert sem gat skilið liðin að í vítaspyrnukeppninni og allt virtist vera inni. Þegar komið var að seinustu spyrnu KR-inga fór Emil Ásmundsson á punktinn. Emil setti boltann í slánna og Valsmenn því með örlögin í sínum höndum. Haukur Páll Sigurðsson mætti þá ískaldur og tryggði Valsmönnum sigurinn og miða í undanúrslit Lengjubikarsins. Öll mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Mörkin: Valur - KR
Valur KR Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Sjá meira