Uppgjör rafstallbakanna Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. mars 2021 07:01 Hyundai Ioniq. Vilhelm Gunnarsson Síðustu tvo laugardaga hafa birst umfjallanir um rafstallabakana Tesla Model 3, vinsælasta bíl síðasta árs á Íslandi og Hyundai Ioniq. Þeir verða bornir saman í fréttinni, markmiðið er að gera upp á milli þeirra og skera úr um hvor er betri. Samanburður Model 3 var ekki bara vinsælasti rafbíll landsins á síðasta ári heldur vinsælasti bíll ársins, punktur. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að það er í fyrsta skipti sem rafbíll nær þeim árangri. Tesla Model 3 og regnbogi.Vilhelm Gunnarsson Minna hefur farið fyrir Hyundai Ioniq. Eins og áður hefur komið fram í umfjöllunum hér á Vísi þá er Ioniq afbragðs góður bíll. Hann er þægilegur og má segja að hann sé nákvæmlega eins og fólksbíll frá stórum virtum framleiðanda eins og Hyundai á að hafa sér, burtséð frá því hvort hann er rafbíll eður ei. Aðstaða ökumanns í Tesla Model 3.Vilhelm Gunnarsson Model 3 hins vegar er nýr í bekknum, Tesla hefur vissulega framleitt bíla næstum alla þessa öld, fyrirtækið var stofnað 2003. Hyundai var stofnað 1967, svona til samanburðar. Model 3 hefur því ekki sömu arfleið að byggja á. Model 3 er öflugri, með meiri drægni og að mati blaðamanns fallegri bíll en Ioniq. Model 3 er sportbíll, það er engum blöðum um það að fletta, bíllinn er fljótur og fjöðrunin er stíf, felgurnar stórar og stýrið skarpt í viðbrögðum. Innra rými í Hyundai Ioniq.Vilhelm Gunnarsson Ioniq hefur talsvert fleiri einkenni hefðbundins fólksbíls. Afþreyingarkerfið þarfnast ekki mikilla útskýringa, eins og það gerir fyrst þegar sest er um borð í Model 3. Eftir fyrstu kynni virkar það afar vel í Model 3. Ioniq hentar afar vel þeim einstaklingum sem vilja hefðbundnari bíl, virkilega vandaðan og skemmtilegan. Ioniq er bíll fyrir fólk sem vill þægilegan og smekklegan bíl sem vill svo til að er rafbíll. Model 3 er bíll fyrir fólk sem vill kraftmikinn sportbíl sem er ekki hefðbundinn og státar sig af því að vera ekki hefðbundinn. Frábær bíll, skemmtilegur að flestu leyti. Hann er sportbíll og það má ekki gleymast. Afturendi á Hyundai Ioniq.Vilhelm Gunnarsson Niðurstaða og verð Niðurstaðan er ekki flókin, bílarnir falla vissulega í sama stærðarflokk og hafa því verið settir undir sama hatt í þessari umfjöllun en þeir eru ekki sambærilegir að örðu leyti. Þeir henta ólíkum einstaklingum og eru svo ólíkir að samanburður er fullkomlega tilgangslaus að mati blaðamanns. Munurinn er þessi, annar er sportbíll og hinn er fólksbíll. Annar er þægilegur í akstri og hinn er sportbíll. Afturendi Tesla Model 3 og regnbogi.Vilhelm Gunnarsson Model 3 kostar frá 5.837.335 kr. og Ioniq kostar 5.290.000. Model 3 býður upp á 448 km hið minnsta og Ioniq býður upp á 311 km drægni. Vistvænir bílar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent
Samanburður Model 3 var ekki bara vinsælasti rafbíll landsins á síðasta ári heldur vinsælasti bíll ársins, punktur. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að það er í fyrsta skipti sem rafbíll nær þeim árangri. Tesla Model 3 og regnbogi.Vilhelm Gunnarsson Minna hefur farið fyrir Hyundai Ioniq. Eins og áður hefur komið fram í umfjöllunum hér á Vísi þá er Ioniq afbragðs góður bíll. Hann er þægilegur og má segja að hann sé nákvæmlega eins og fólksbíll frá stórum virtum framleiðanda eins og Hyundai á að hafa sér, burtséð frá því hvort hann er rafbíll eður ei. Aðstaða ökumanns í Tesla Model 3.Vilhelm Gunnarsson Model 3 hins vegar er nýr í bekknum, Tesla hefur vissulega framleitt bíla næstum alla þessa öld, fyrirtækið var stofnað 2003. Hyundai var stofnað 1967, svona til samanburðar. Model 3 hefur því ekki sömu arfleið að byggja á. Model 3 er öflugri, með meiri drægni og að mati blaðamanns fallegri bíll en Ioniq. Model 3 er sportbíll, það er engum blöðum um það að fletta, bíllinn er fljótur og fjöðrunin er stíf, felgurnar stórar og stýrið skarpt í viðbrögðum. Innra rými í Hyundai Ioniq.Vilhelm Gunnarsson Ioniq hefur talsvert fleiri einkenni hefðbundins fólksbíls. Afþreyingarkerfið þarfnast ekki mikilla útskýringa, eins og það gerir fyrst þegar sest er um borð í Model 3. Eftir fyrstu kynni virkar það afar vel í Model 3. Ioniq hentar afar vel þeim einstaklingum sem vilja hefðbundnari bíl, virkilega vandaðan og skemmtilegan. Ioniq er bíll fyrir fólk sem vill þægilegan og smekklegan bíl sem vill svo til að er rafbíll. Model 3 er bíll fyrir fólk sem vill kraftmikinn sportbíl sem er ekki hefðbundinn og státar sig af því að vera ekki hefðbundinn. Frábær bíll, skemmtilegur að flestu leyti. Hann er sportbíll og það má ekki gleymast. Afturendi á Hyundai Ioniq.Vilhelm Gunnarsson Niðurstaða og verð Niðurstaðan er ekki flókin, bílarnir falla vissulega í sama stærðarflokk og hafa því verið settir undir sama hatt í þessari umfjöllun en þeir eru ekki sambærilegir að örðu leyti. Þeir henta ólíkum einstaklingum og eru svo ólíkir að samanburður er fullkomlega tilgangslaus að mati blaðamanns. Munurinn er þessi, annar er sportbíll og hinn er fólksbíll. Annar er þægilegur í akstri og hinn er sportbíll. Afturendi Tesla Model 3 og regnbogi.Vilhelm Gunnarsson Model 3 kostar frá 5.837.335 kr. og Ioniq kostar 5.290.000. Model 3 býður upp á 448 km hið minnsta og Ioniq býður upp á 311 km drægni.
Vistvænir bílar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent