Bíó og sjónvarp

HBO með minnst þrjár nýjar þáttaraðir í vinnslu

Samúel Karl Ólason skrifar
GOT-finale-drogon-2

HBO vinnur að framleiðslu þriggja nýrra þáttaraða úr söguheimi Game of Thrones þáttanna. Það er til viðbótar við seríuna House of the Dragon, sem fjallar um Targaryen ættina og frumsýna á á næsta ári.

Samkvæmt frétt Deadline eru seríurnar þrjár kallaðar 9 Voygaes, Flea Bottom og 10.0000 Ships.


Þættirnir 9 Voyages munu fjalla um hinn víðfræga sjógarp Coryls Velaryon, sem var einnig kallaður Sjávarsnákurinn. Hann fór í níu langar siglingar um heimshöf söguheims A Song of Ice and Fire á skipi sínu „Sjávarsnákurinn“.

Með siglingum sínum jók Corlys auð sinn töluvert og naut einnig heimsfrægðar.

Hann tók einnig virkan þátt í Drekadansinum svokallaða, borgarastyrjöld Targaryen ættarinnar. Í House of the Dragon er Corlys leikinn af Steve Toussaint.

Sá sem stýrir þróunarvinnu 9 Voyages er Bruno Heller, sem er hvað þekktastur fyrir að vera annar mannanna á bakvið þættina Rome.


Þættirnir 10.000 ships munu fjalla um stríðskonuna og drottninguna/prinsessuna Nymera, stofnanda konungsríkisins Dorne. Saga hennar gerist um þúsund árum fyrir sögu Game of Thrones þáttanna.

Nymeria var prinsessa Rhoynarfólksins en eftir að Rhoyne var hernumið af Valiríu flúði hún til Dorne ásamt fjölmörgum þegnum sínum. Samkvæmt sögusögnum leiddi hún tíu þúsund skipa flota um langa og erfiða leið til Dorne. Það tók þau mörg ár að komast á leiðarenda eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir til að stofna nýtt ríki.

Þegar þangað var komið giftist Nymeria Mors Martell og saman börðust þau um svo árabil til að ná yfirráðum í Dorne og mynda eina konungsríkið sem stóðst árásir Aegon the Conqueror og systra hans öldum síðar.


Það er takmarkað mikið af upplýsingum sem liggja fyrir um Flea Bottom annað en nafnið. Nafnið er sama nafn og fátækrahverfi Kings Landing, höfuðborgar Westeros.

Margt annað er og hefur verið í vinnslu

Hollywood Reporter segir fregnir einnig hafa borist af því að mögulega sé verið að skoða að gera þætti úr sögum George R.R. Martin um Dunk og Egg. Þær bækur fjalla um riddarann Ser Duncan the Tall og skjaldsvein hans Egg.

Egg varð svo seinna meir konungurinn Ageon Targaryen hinn fimmti.

HR segir einnig til skoðunar að gera teiknimyndaþætti um ótilgreint efni úr þessum gríðarstóra söguheimi og svo verður að nefna að HBO tók einnig upp prufuþátt sem átti að gerast þúsundum ára fyrir Game of Thrones en ákveðið var að gera ekki þáttaröð úr því verkefni.

Í september 2019 bárust þar að auki fréttir af því að HBO væri nálægt því að taka upp prufuþátt í mögulegri þáttaröð um Aegon og systur hans. Engar frekari fegnir hafa þó borist af því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.