Mourinho æfur: „Fótbolti er ekki bara fyrir leikmenn sem halda að þeir séu betri en aðrir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 13:00 José Mourinho sakaði sína menn um að bera ekki nógu mikla virðingu fyrir leiknum gegn Dinamo Zagreb. ap/Darko Bandic José Mourinho hefur oft verið sakaður um að leggja rútunni en í gær henti hann leikmönnum Tottenham undir rútuna svo gripið sé í aðra slælega hráþýðingu. Tottenham féll úr leik í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær eftir 3-0 tap fyrir Dinamo Zagreb á útivelli. Spurs vann fyrri leikinn, 2-0, og var því í afar góðri stöðu fyrir leikinn í gær. Mislav Orsic skoraði öll mörk Dinamo en sigurmarkið kom í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. Mourinho var afar ósáttur með frammistöðu Totttenham í leiknum í Zagreb í gær og sakaði sína menn um að leggja sig ekki nóg fram. „Þeir skildu blóð, orku og tár eftir inni í vellinum og í lokin jafnvel gleðitár. Þeir voru mjög auðmjúkir og einbeittir. Ég verð að hrósa þeim,“ sagði Mourinho sem fór inn í búningsklefa Dinamo eftir leikinn og óskaði leikmönnum liðsins til hamingju með sigurinn. Say what you want about Jose Mourinho, but walking into the Dinamo Zagreb dressing room to congratulate them is pure class pic.twitter.com/i30VqJ3xA7— Hayters TV (@HaytersTV) March 19, 2021 Mourinho sakaði Tottenham-menn um að bera ekki nógu mikla virðingu fyrir leiknum og andstæðingnum. „Aftur á móti leit ekki út fyrir að mitt lið - og ég endurtek, mitt lið - ekki út fyrir að vera að spila mikilvægan leik. Ef leikurinn var ekki mikilvægur fyrir alla þá var hann mikilvægur fyrir mig. Ég er vonsvikinn yfir muninum á viðhorfi liðanna. Ég er svekktur að það vantaði ekki bara grunnatriði fótboltans heldur lífsins, sem er að virða starfið okkar og leggja okkur alla fram, hjá mínu liði,“ sagði Mourinho. „Ég get bara beðið stuðningsmenn Tottenham afsökunar. Vonandi líður þeim eins og mér. Í dag var þetta upp á líf og dauða og á þessu augnabliki dóum við.“ Mourinho var ekki hættur og hélt áfram að gagnrýna viðhorf sinna manna. „Af virðingu við ferilinn minn og starfið mitt er hver leikur mikilvægur. Fyrir hvern einasta stuðningsmann Tottenham skiptir hver einasti leikur máli. Við þurfum viðhorfsbreytingu. Ég er miklu meira en sorgmæddur,“ sagði Portúgalinn. „Fótbolti er ekki bara fyrir leikmenn sem halda að þeir séu betri en aðrir. Viðhorf er aðalatriðið í fótbolta og þar höfðu þeir yfirhöndina.“ Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho áhyggjufullur eftir hörmulegt tap Tottenham | Myndband José Mourinho var myrkur í máli er hann ræddi við blaðamenn að loknu 3-0 tapi Tottenham Hotspur gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Með því er Tottenham dottið út úr Evrópudeildinni og möguleikar liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta ári orðnir litlir sem engir. 18. mars 2021 21:46 Tottenham úr leik eftir ótrúlegt tap gegn Dinamo Zagreb Dinamo Zagreb gerði sér lítið fyrir og sló Tottenham Hotspur út úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Lokatölur 3-0 í framlengdum leik en heimamenn í Zagreb voru 2-0 yfir að loknum venjulegum leiktíma. 18. mars 2021 20:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Tottenham féll úr leik í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær eftir 3-0 tap fyrir Dinamo Zagreb á útivelli. Spurs vann fyrri leikinn, 2-0, og var því í afar góðri stöðu fyrir leikinn í gær. Mislav Orsic skoraði öll mörk Dinamo en sigurmarkið kom í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. Mourinho var afar ósáttur með frammistöðu Totttenham í leiknum í Zagreb í gær og sakaði sína menn um að leggja sig ekki nóg fram. „Þeir skildu blóð, orku og tár eftir inni í vellinum og í lokin jafnvel gleðitár. Þeir voru mjög auðmjúkir og einbeittir. Ég verð að hrósa þeim,“ sagði Mourinho sem fór inn í búningsklefa Dinamo eftir leikinn og óskaði leikmönnum liðsins til hamingju með sigurinn. Say what you want about Jose Mourinho, but walking into the Dinamo Zagreb dressing room to congratulate them is pure class pic.twitter.com/i30VqJ3xA7— Hayters TV (@HaytersTV) March 19, 2021 Mourinho sakaði Tottenham-menn um að bera ekki nógu mikla virðingu fyrir leiknum og andstæðingnum. „Aftur á móti leit ekki út fyrir að mitt lið - og ég endurtek, mitt lið - ekki út fyrir að vera að spila mikilvægan leik. Ef leikurinn var ekki mikilvægur fyrir alla þá var hann mikilvægur fyrir mig. Ég er vonsvikinn yfir muninum á viðhorfi liðanna. Ég er svekktur að það vantaði ekki bara grunnatriði fótboltans heldur lífsins, sem er að virða starfið okkar og leggja okkur alla fram, hjá mínu liði,“ sagði Mourinho. „Ég get bara beðið stuðningsmenn Tottenham afsökunar. Vonandi líður þeim eins og mér. Í dag var þetta upp á líf og dauða og á þessu augnabliki dóum við.“ Mourinho var ekki hættur og hélt áfram að gagnrýna viðhorf sinna manna. „Af virðingu við ferilinn minn og starfið mitt er hver leikur mikilvægur. Fyrir hvern einasta stuðningsmann Tottenham skiptir hver einasti leikur máli. Við þurfum viðhorfsbreytingu. Ég er miklu meira en sorgmæddur,“ sagði Portúgalinn. „Fótbolti er ekki bara fyrir leikmenn sem halda að þeir séu betri en aðrir. Viðhorf er aðalatriðið í fótbolta og þar höfðu þeir yfirhöndina.“ Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Mourinho áhyggjufullur eftir hörmulegt tap Tottenham | Myndband José Mourinho var myrkur í máli er hann ræddi við blaðamenn að loknu 3-0 tapi Tottenham Hotspur gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Með því er Tottenham dottið út úr Evrópudeildinni og möguleikar liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta ári orðnir litlir sem engir. 18. mars 2021 21:46 Tottenham úr leik eftir ótrúlegt tap gegn Dinamo Zagreb Dinamo Zagreb gerði sér lítið fyrir og sló Tottenham Hotspur út úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Lokatölur 3-0 í framlengdum leik en heimamenn í Zagreb voru 2-0 yfir að loknum venjulegum leiktíma. 18. mars 2021 20:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Mourinho áhyggjufullur eftir hörmulegt tap Tottenham | Myndband José Mourinho var myrkur í máli er hann ræddi við blaðamenn að loknu 3-0 tapi Tottenham Hotspur gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Með því er Tottenham dottið út úr Evrópudeildinni og möguleikar liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta ári orðnir litlir sem engir. 18. mars 2021 21:46
Tottenham úr leik eftir ótrúlegt tap gegn Dinamo Zagreb Dinamo Zagreb gerði sér lítið fyrir og sló Tottenham Hotspur út úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Lokatölur 3-0 í framlengdum leik en heimamenn í Zagreb voru 2-0 yfir að loknum venjulegum leiktíma. 18. mars 2021 20:30