Skoðun

Borgarlínan – Bein leið

Jón Ingi Hákonarson og Sar Dögg Svanhildardóttir skrifa

Borgarlínan er eitt viðamesta verkefnið sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa staðið að í sameiningu. Frumdrög fyrsta kafla hafa nú litið dagsins ljós og því mikilvægt að sveitarfélögin styðji vel við verkefnið og og bregðist hratt við breytttum aðstæðum hverju sinni.

Nú er ljóst að ýmsar framkvæmdir eru á eftir áætlum og þá myndast rými til að horfa til annarra liða sáttmálans og ýta framar í tímalínunni.

Bæjarfulltrúar Viðreisnar í Garðabæ og Hafnarfirði lögðu fram í vikunni tillögu í bæjarstjórnum bæjarfélagnna þar sem kallað er eftir því að vinnu að frumdrögum að leið D, sem markar leiðina frá Kópavogi með viðkomu í Garðabæ og til Hafnarfjarðar, verði flýtt. Frumdrög er fyrsta skrefið að gerð áfangans og því er ekkert því til fyrirstöðu að hefja þá vinnu eins fljótt og auðið er.

Af hverju er mikilvægt að flýta þessari vinnu nú þegar rými hefur skapast til þess? Það er mikilvægt vegna þess að liggja þarf fyrir ákvörðun um það hvernig áfanginn frá Hamraborg til Hafnarfjarðar eigi að líta út þannig að hönnum stoppistöðvar Hamraborgarinnar geti farið af stað. Á Hamraborgarstöðin að vera á tveimur hæðum eða eiga vagnarnir að hittast á brúnni eins og í dag?

Það skiptir líka miklu máli að hraða uppbyggingu í Hafnarfirði þar sem nú lítur út fyrir að Tækniskólinn muni flytja alla sína starfsemi í hjarta Hafnarfjarðar. Það er ljóst að uppbygging Borgarlínunnar í Hafnarfirði verður að færast framar í röðina vegna þessara breyttu forsendna. Í Garðabæ skiptir máli að framkvæmdir á Hafnarfjarðarvegi styðji við íðbúðauppbyggingu sveitarfélagsins með tilliti til þéttingar byggðar. Því að meðan ekkert bólar á stokknum tefst upbbygging þéttingu byggðar við það svæði.

Það er á ábyrgð okkar bæjarfulltrúa að vera vakandi yfir breyttum forsendum.

Höfundar eru bæjarfulltrúar Viðreisnar í Hafnarfirði og Garðabæ.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×