Á að banna þjóðsönginn, dagatalið og þjóðfánann? Gunnlaugur Stefánsson skrifar 18. mars 2021 09:30 Stjórnmálaflokkar, sem setja kröfuna um „aðskilnað“ ríkis og kirkju í stefnuskrá sína, verða að svara þessum spurningum, ekki síst af því að nú er Þjóðkirkjan sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu með rekstur sinn og starfsemi. Prestarnir eru ekki embættismenn ríkisins, heldur starfsfólk kirkjunnar sem borgar því laun. Kirkjujarðasamkomulagið er viðskiptasamningur, þar sem ríkið greiðir afgjald af kirkjujörðum til kirkjunnar. Þýðir „aðskilnaður“ að þessum samningi verði sagt upp og ríkið skili kirkjunni jörðum sínum? Nú gerir ríkið alls konar fjársamninga við fyrirtæki og félagasamtök án þess að þau teljist þess vegna ríkisfyrirtæki. Má nefna íþróttahreyfinguna, Rauða Krossinn, lífeyrissjóðina, verkalýðshreyfinguna og fleiri. Væri ráð að beita tungutaki „aðskilnaðar“ þar? Sömuleiðis setur Alþingi fyrirtækjum nákvæm lög til að starfa eftir eins og gildir um kirkjuna og trú-og lífsskoðunarfélögin. Umræðan um „aðskilnað“ ríkis og kirkju er því komin að stöðu kristinna gilda í þjóðlífinu og hvernig við viljum haga skipan um þau. Mikið hefur skort á í umræðunni hvað eigi að „aðskilja“ og hvað leiðir af því. Þjóðsöngurinn eftir sr. Matthías Jochumsson, Ó, guð vors lands, er bænasálmur og ortur með tilvísan í 90. sálm Davíðs í Biblíunni. Felur krafan um „aðskilnað“ ríkis og kirkju í sér að skipta þjóðsöngnum út fyrir annan af því að söngurinn gæti verið „áróður“ fyrir kristna trú? Gildir sama um dagatalið sem er samofið sögu og boðskap Jesú Krists eða þjóðfánann með sínum kristna krossi. Allt eru þetta hornsteinar og skilaboð um að í landinu býr kristin þjóð. Þjóðkirkjan gegnir með mannauði sínum, skipulagi og víðtæku starfi um allt land, veigamiklu hlutverki í menningarlífi og velferðarþjónustu. A.m.k. 90% allra útfara fara fram á vegum Þjóðkirkjunnar, og fólkið velur það. Þjónustan felur í sér sálgæslu, oft í sárum aðstæðum og fer ekki hátt. Mun „aðskilnaður“ ríkis og kirkju takmarka eða breyta þessari þjónustu? Kirkjan hefur staðið fyrir helgihaldi og athöfnum í meira en 1000 ár, sér einnig um umfangsmikla félagslega þjónustu fyrir unga og aldna. Hjálparstarf kirkjunnar er áþreifanlegur vitnisburður um það. Á að „aðskilja“ eitthvað þar? Kirkjan varðveitir í húsum sínum og umhverfi gríðarleg menningarverðmæti. Stofnun hollvinafélags á Húsavík til að fjármagna viðgerðir á kirkjunni þar er táknrænt um það. Fólkinu finnst vænt um kirkjuna sína. Þýðir „aðskilnaður“, að þessar eignir kirkjunnar verði settar í umsjá ríkisins af því að einhverjir telji þær sameign þjóðar og hvað kostar það? Þá eru kirkjurnar inngrónar af menningu og sögu. Þar blómgast listin og fjölskrúðugt starf. Kirkjukórarnir og tónlistarfólkið vitna t.d. um það. Hefur „aðskilnaður“ ríkis og kirkju áhrif þar? Ólafur Ragnar Grímsson sagði í ræðu á fjölmennri hátíð á Sauðárkróki fyrir nokkrum árum, að kirkjan væri elsta og stærsta lýðræðishreyfingin og lagði áherslu á að kirkjan er fólkið í landinu. Leiða má að því gild rök, að lútersk Þjóðkirkjuskipan á Norðurlöndum hafi örvað þróun um almenna velferð og mannréttindi í samanburði við önnur lönd í Evrópu. Þar vó þungt alþýðufræðslan sem kirkjan sá um og þrátt fyrir sára örbirgð þjóðarinnar. Lýðræði er kjölfesta í starfsháttum kirkjunnar. Heimafólkið velur prestinn og einstaklinga í sóknarnefnd til að sjá um stjórnsýsluna og starfið í sjálfboðinni þjónustu. Þar á ríkið enga aðkomu. Kveðið er á um stöðu kirkjunnar í stjórnarskrá: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera Þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“. Kirkjan á að vera evangelisk og lútersk til að ríkisvaldið geti stutt hana og verndað. Meirihluti kjósenda vildi ekki breyta þessu í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir nokkrum árum. Það eru tær skilaboð um kristinn sið í landinu. Vilja stjórnmálaflokkar, sem hrópa á „aðskilnað“ ríkis og kirkju, breyta því? Það þurfa kjósendur að vita. Eða er þessi pólitíski frasi um „aðskilnað“ ríkis og kirkju merkingarlaus tímaskekkja og nær væri að ræða kjarna málsins, samfélag kristni og þjóðar? Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur í Heydölum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar, sem setja kröfuna um „aðskilnað“ ríkis og kirkju í stefnuskrá sína, verða að svara þessum spurningum, ekki síst af því að nú er Þjóðkirkjan sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu með rekstur sinn og starfsemi. Prestarnir eru ekki embættismenn ríkisins, heldur starfsfólk kirkjunnar sem borgar því laun. Kirkjujarðasamkomulagið er viðskiptasamningur, þar sem ríkið greiðir afgjald af kirkjujörðum til kirkjunnar. Þýðir „aðskilnaður“ að þessum samningi verði sagt upp og ríkið skili kirkjunni jörðum sínum? Nú gerir ríkið alls konar fjársamninga við fyrirtæki og félagasamtök án þess að þau teljist þess vegna ríkisfyrirtæki. Má nefna íþróttahreyfinguna, Rauða Krossinn, lífeyrissjóðina, verkalýðshreyfinguna og fleiri. Væri ráð að beita tungutaki „aðskilnaðar“ þar? Sömuleiðis setur Alþingi fyrirtækjum nákvæm lög til að starfa eftir eins og gildir um kirkjuna og trú-og lífsskoðunarfélögin. Umræðan um „aðskilnað“ ríkis og kirkju er því komin að stöðu kristinna gilda í þjóðlífinu og hvernig við viljum haga skipan um þau. Mikið hefur skort á í umræðunni hvað eigi að „aðskilja“ og hvað leiðir af því. Þjóðsöngurinn eftir sr. Matthías Jochumsson, Ó, guð vors lands, er bænasálmur og ortur með tilvísan í 90. sálm Davíðs í Biblíunni. Felur krafan um „aðskilnað“ ríkis og kirkju í sér að skipta þjóðsöngnum út fyrir annan af því að söngurinn gæti verið „áróður“ fyrir kristna trú? Gildir sama um dagatalið sem er samofið sögu og boðskap Jesú Krists eða þjóðfánann með sínum kristna krossi. Allt eru þetta hornsteinar og skilaboð um að í landinu býr kristin þjóð. Þjóðkirkjan gegnir með mannauði sínum, skipulagi og víðtæku starfi um allt land, veigamiklu hlutverki í menningarlífi og velferðarþjónustu. A.m.k. 90% allra útfara fara fram á vegum Þjóðkirkjunnar, og fólkið velur það. Þjónustan felur í sér sálgæslu, oft í sárum aðstæðum og fer ekki hátt. Mun „aðskilnaður“ ríkis og kirkju takmarka eða breyta þessari þjónustu? Kirkjan hefur staðið fyrir helgihaldi og athöfnum í meira en 1000 ár, sér einnig um umfangsmikla félagslega þjónustu fyrir unga og aldna. Hjálparstarf kirkjunnar er áþreifanlegur vitnisburður um það. Á að „aðskilja“ eitthvað þar? Kirkjan varðveitir í húsum sínum og umhverfi gríðarleg menningarverðmæti. Stofnun hollvinafélags á Húsavík til að fjármagna viðgerðir á kirkjunni þar er táknrænt um það. Fólkinu finnst vænt um kirkjuna sína. Þýðir „aðskilnaður“, að þessar eignir kirkjunnar verði settar í umsjá ríkisins af því að einhverjir telji þær sameign þjóðar og hvað kostar það? Þá eru kirkjurnar inngrónar af menningu og sögu. Þar blómgast listin og fjölskrúðugt starf. Kirkjukórarnir og tónlistarfólkið vitna t.d. um það. Hefur „aðskilnaður“ ríkis og kirkju áhrif þar? Ólafur Ragnar Grímsson sagði í ræðu á fjölmennri hátíð á Sauðárkróki fyrir nokkrum árum, að kirkjan væri elsta og stærsta lýðræðishreyfingin og lagði áherslu á að kirkjan er fólkið í landinu. Leiða má að því gild rök, að lútersk Þjóðkirkjuskipan á Norðurlöndum hafi örvað þróun um almenna velferð og mannréttindi í samanburði við önnur lönd í Evrópu. Þar vó þungt alþýðufræðslan sem kirkjan sá um og þrátt fyrir sára örbirgð þjóðarinnar. Lýðræði er kjölfesta í starfsháttum kirkjunnar. Heimafólkið velur prestinn og einstaklinga í sóknarnefnd til að sjá um stjórnsýsluna og starfið í sjálfboðinni þjónustu. Þar á ríkið enga aðkomu. Kveðið er á um stöðu kirkjunnar í stjórnarskrá: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera Þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“. Kirkjan á að vera evangelisk og lútersk til að ríkisvaldið geti stutt hana og verndað. Meirihluti kjósenda vildi ekki breyta þessu í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir nokkrum árum. Það eru tær skilaboð um kristinn sið í landinu. Vilja stjórnmálaflokkar, sem hrópa á „aðskilnað“ ríkis og kirkju, breyta því? Það þurfa kjósendur að vita. Eða er þessi pólitíski frasi um „aðskilnað“ ríkis og kirkju merkingarlaus tímaskekkja og nær væri að ræða kjarna málsins, samfélag kristni og þjóðar? Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur í Heydölum.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun