Les tuttugu stiga hita af mælinum í Hallormsstað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2021 16:30 Friðrik birti þessa mynd af sér í sólinni á Hallormsstað í september. Hann nefndi í færslu þennan dag að hann hefði þurft að skafa bílinn um morguninn og svo verið kominn í sólbað eftir hádegið. Íbúi í Múlaþingi vekur athygli á því að hitamælirinn í garði hans sýni tuttugu gráður í dag. Veðurstofan spáði töluverðum hita á Austurlandi í dag og sú spá hefur ræst og gott betur. „Það er varla að ég þori að setja þetta á prent en hitamælirinn í Fjósakambi sýnir 20 gráður í augnablikinu. Og þá er einmitt fökking þungskýjað,“ segir Friðrik Indriðason blaðamaður hjá Austurfrétt í færslu á Facebook. Friðrik fluttist búferlum frá höfuðborgarsvæðinu austur á Fljótsdalshérað í ágúst síðastliðnum og býr í mikilli skjólsæld í götunni Fjósakambi við gamla Húsmæðraskólann á Hallormsstað. Mesti hiti á landinu það sem af er degi sem Veðurstofa hefur mælt er 17,9 stig á Kollaleiru í Reyðarfirði. Friðrik vekur athygli á því að hitinn er einatt meiri í skóginum þar sem háu trén búa til algjöran pott. Friðrik Indriðason kann vel að meta veðursældina á Austfjörðum. „Ég hef orðið var við það að tölurnar á mælunum hjá mér og nágrannanum sýna yfirleitt fimm til átta stigum hærri hita en mælirinn á Egilsstaðaflugvelli. Mælarnir okkar geta varlað báðir verið bilaðir,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Gráðurnar eru tuttugu í dag en því miður engin sól. „Þetta er góður sumardagur, eins og ég man þá í Reykjavík,“ segir Friðrik og hlær. Hann var nýmættur austur í ágúst þegar hitamet voru slegin í fádæma veðurblíðu á svæðinu. „Hitamælirinn minn er í skugga og hann sýndi einn dagin 31 gráðu. Mér datt ekki í hug að segja frá því, það myndi enginn trúa því. En ég gat ekki verið í sólbaði úti í garði, því ég bara brann,“ segir Friðrik. Hitamælirinn sem Friðrik les af reglulega og deilir með vinum sínum sem margir hverjir eru grænir af öfund, annars staðar á landinu. Hér sýndi mælirinn nítján stig um miðjan október. Í dag sitji hann inni á heimili sínu við Fjósakamb með stofudyrnar galopnar út í garð sökum hitans. „Það er alveg magnað í miðjum mars. Ég átti eftir að sjá það í Reykjavík með stofuhurðina galopna um miðjan mars,“ segir Friðrik og skellir upp úr. Honum leiðist greinilega ekki veðursældin fyrir austan og hvað þá í skóginum. „Í nóvember var ekki bara appelsínugulviðvörun heldur óvissustig. Þá gat ég verið í smók úti í garði undir þakskegginu,“ segir Friðrik og hrósar happi yfir veðrinu. Hiti hefur mælst 17,5 gráða á Fárskrúðsfirði í dag og sömuleiðis 17 gráður við Hvaldalsá. Meira að segja á hálendinu, á Þórdalsheiði og Eyjabökkum, mælist hitinn allt að 13-14 gráður. Múlaþing Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun og allt að fimmtán stiga hiti Víðáttumikil hæð sem er skammt vestur af Írlandi beinir hlýjum og rökum vindum til okkar en á Norður- og Austurlandi verður úrkomulítið auk þess sem þar munu jafnframt mælast hæstu hitatölurnar. 17. mars 2021 06:57 Spá allt að fjórtán stiga hita Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu í augnablikinu og beinir votum og mildum sunnanáttum að landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 16. mars 2021 07:22 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
„Það er varla að ég þori að setja þetta á prent en hitamælirinn í Fjósakambi sýnir 20 gráður í augnablikinu. Og þá er einmitt fökking þungskýjað,“ segir Friðrik Indriðason blaðamaður hjá Austurfrétt í færslu á Facebook. Friðrik fluttist búferlum frá höfuðborgarsvæðinu austur á Fljótsdalshérað í ágúst síðastliðnum og býr í mikilli skjólsæld í götunni Fjósakambi við gamla Húsmæðraskólann á Hallormsstað. Mesti hiti á landinu það sem af er degi sem Veðurstofa hefur mælt er 17,9 stig á Kollaleiru í Reyðarfirði. Friðrik vekur athygli á því að hitinn er einatt meiri í skóginum þar sem háu trén búa til algjöran pott. Friðrik Indriðason kann vel að meta veðursældina á Austfjörðum. „Ég hef orðið var við það að tölurnar á mælunum hjá mér og nágrannanum sýna yfirleitt fimm til átta stigum hærri hita en mælirinn á Egilsstaðaflugvelli. Mælarnir okkar geta varlað báðir verið bilaðir,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Gráðurnar eru tuttugu í dag en því miður engin sól. „Þetta er góður sumardagur, eins og ég man þá í Reykjavík,“ segir Friðrik og hlær. Hann var nýmættur austur í ágúst þegar hitamet voru slegin í fádæma veðurblíðu á svæðinu. „Hitamælirinn minn er í skugga og hann sýndi einn dagin 31 gráðu. Mér datt ekki í hug að segja frá því, það myndi enginn trúa því. En ég gat ekki verið í sólbaði úti í garði, því ég bara brann,“ segir Friðrik. Hitamælirinn sem Friðrik les af reglulega og deilir með vinum sínum sem margir hverjir eru grænir af öfund, annars staðar á landinu. Hér sýndi mælirinn nítján stig um miðjan október. Í dag sitji hann inni á heimili sínu við Fjósakamb með stofudyrnar galopnar út í garð sökum hitans. „Það er alveg magnað í miðjum mars. Ég átti eftir að sjá það í Reykjavík með stofuhurðina galopna um miðjan mars,“ segir Friðrik og skellir upp úr. Honum leiðist greinilega ekki veðursældin fyrir austan og hvað þá í skóginum. „Í nóvember var ekki bara appelsínugulviðvörun heldur óvissustig. Þá gat ég verið í smók úti í garði undir þakskegginu,“ segir Friðrik og hrósar happi yfir veðrinu. Hiti hefur mælst 17,5 gráða á Fárskrúðsfirði í dag og sömuleiðis 17 gráður við Hvaldalsá. Meira að segja á hálendinu, á Þórdalsheiði og Eyjabökkum, mælist hitinn allt að 13-14 gráður.
Múlaþing Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun og allt að fimmtán stiga hiti Víðáttumikil hæð sem er skammt vestur af Írlandi beinir hlýjum og rökum vindum til okkar en á Norður- og Austurlandi verður úrkomulítið auk þess sem þar munu jafnframt mælast hæstu hitatölurnar. 17. mars 2021 06:57 Spá allt að fjórtán stiga hita Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu í augnablikinu og beinir votum og mildum sunnanáttum að landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 16. mars 2021 07:22 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Gul viðvörun og allt að fimmtán stiga hiti Víðáttumikil hæð sem er skammt vestur af Írlandi beinir hlýjum og rökum vindum til okkar en á Norður- og Austurlandi verður úrkomulítið auk þess sem þar munu jafnframt mælast hæstu hitatölurnar. 17. mars 2021 06:57
Spá allt að fjórtán stiga hita Víðáttumikil hæð á Biscayaflóa stýrir veðrinu í augnablikinu og beinir votum og mildum sunnanáttum að landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 16. mars 2021 07:22