„Þeir vilja halda mér í landsliðinu“ Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2021 08:01 Arnór Ingvi Traustason lék með Íslandi í sigrinum gegn Rúmeníu í fyrrahaust en missti svo af úrslitaleiknum gegn Ungverjalandi, um sæti á EM, vegna kórónuveirusmits. vísir/hulda margrét „Þetta er allt saman mjög spennandi og þeir seldu mér þetta strax,“ segir Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í fótbolta, um vistaskiptin til New England Revolution. Arnór flytur til Boston í næsta mánuði og byrjar að spila í MLS-deildinni. Arnór verður annar Íslendingurinn í MLS-deildinni því þar er fyrir Guðmundur Þórarinsson sem leikur með New York City. „Ég talaði við Gumma Tóta og fékk að heyra frá honum bæði neikvætt og jákvætt. Anton Tinnerholm, liðsfélagi Gumma, var áður í Svíþjóð og ég ráðfærði mig við þá. Ég tek þetta jákvæða með mér og er mjög spenntur að fara að byrja,“ segir Arnór. Hann kemur til Bandaríkjanna eftir að hafa leikið með Malmö í Svíþjóð síðustu þrjú tímabil. Arnór segir flutninginn til Bandaríkjanna ekki eiga að hafa áhrif á stöðu sína í landsliðinu. Ekki einu sinni nú á tímum kórónuveirufaraldursins. Hann er á Íslandi og fer ekki vestur yfir haf fyrr en eftir leikina við Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein nú í lok mánaðarins. Nýju vinnuveitendurnir eru auk þess mjög jákvæðir gagnvart því að hann spili með landsliðinu. Klippa: Arnór Ingvi um landsliðið „Ég ræddi um þetta við þá og þeir vilja halda mér í landsliðinu – vera með landsliðsleikmenn. Þeir eru mjög ánægðir og vilja sérstaklega að ég sé í landsliðinu, haldi áfram að standa mig og verði enn betri leikmaður, og verði þess vegna seldur áfram. Það er mjög skemmtilegt að heyra,“ segir Arnór Ingvi. Enn meira gíraður eftir að hafa misst af úrslitaleiknum Ætla má að Arnór verði í fyrsta landsliðshópi Arnars Þórs Viðarssonar sem tilkynntur verður í dag. Hann missti af úrslitaleiknum um sæti á EM, gegn Ungverjalandi í nóvember, eftir að liðsfélagi hans smitaðist af kórónuveirunni. Í ljós kom svo að Arnór hafði smitast af honum. „Mér líst þvílíkt vel á að fara að byrja nýja undankeppni, sérstaklega eftir að síðasta keppni fór eins og hún fór á móti Ungverjalandi, og að hafa ekki fengið að vera partur af því. Þess vegna er maður enn meira gíraður í að fara áfram úr þessum riðli og alla leið á HM. Það er markmiðið okkar allra,“ segir Arnór. Þjálfari sem að maður ber rosalega virðingu fyrir Arnór skrifaði undir samning til tveggja ára við New England, með möguleika á eins árs framlengingu. Liðið komst í undanúrslit MLS-deildarinnar á síðustu leiktíð og leikur undir stjórn Bruce Arena sem stýrði bandaríska landsliðinu lengi. „Þetta er búinn að vera svolítið langur aðdragandi en ég er glaður að þetta sé loksins komið. Mér fannst vera kominn tími til að skipta, eins og þetta var allt saman að þróast í Malmö. Mér fannst mitt hlutverk ekki eins stórt og ég vildi, og þess vegna fannst mér rétt tímasetning að fara núna,“ segir Arnór Ingvi. „Þetta kom frekar fljótt upp og hljómaði strax mjög spennandi. Sú spenna jókst bara í mínum huga. Deildin er að verða mun sterkari með hverju árinu og þetta er líka skemmtilegt lið sem komst í úrslit austurdeildarinnar í fyrra. Bruce Arena er þjálfari. Maður ber rosalega virðingu fyrir honum og því sem hann hefur gert. Hann var mjög jákvæður og seldi mér þetta strax, og þá var ekkert annað í stöðunni en að klára dæmið,“ segir Arnór. Þessi 27 ára Suðurnesjamaður gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir New England þegar tímabilið hefst 17. apríl, frammi fyrir stuðningsmönnum ef að líkum lætur. Liðið spilar á Gillette-leikvanginum, heimavelli New England Patriots. MLS HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Arnór til Bandaríkjanna Arnór Ingvi Traustason er genginn í raðir New England Revolution í MLS-deildinni. 15. mars 2021 21:07 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Arnór verður annar Íslendingurinn í MLS-deildinni því þar er fyrir Guðmundur Þórarinsson sem leikur með New York City. „Ég talaði við Gumma Tóta og fékk að heyra frá honum bæði neikvætt og jákvætt. Anton Tinnerholm, liðsfélagi Gumma, var áður í Svíþjóð og ég ráðfærði mig við þá. Ég tek þetta jákvæða með mér og er mjög spenntur að fara að byrja,“ segir Arnór. Hann kemur til Bandaríkjanna eftir að hafa leikið með Malmö í Svíþjóð síðustu þrjú tímabil. Arnór segir flutninginn til Bandaríkjanna ekki eiga að hafa áhrif á stöðu sína í landsliðinu. Ekki einu sinni nú á tímum kórónuveirufaraldursins. Hann er á Íslandi og fer ekki vestur yfir haf fyrr en eftir leikina við Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein nú í lok mánaðarins. Nýju vinnuveitendurnir eru auk þess mjög jákvæðir gagnvart því að hann spili með landsliðinu. Klippa: Arnór Ingvi um landsliðið „Ég ræddi um þetta við þá og þeir vilja halda mér í landsliðinu – vera með landsliðsleikmenn. Þeir eru mjög ánægðir og vilja sérstaklega að ég sé í landsliðinu, haldi áfram að standa mig og verði enn betri leikmaður, og verði þess vegna seldur áfram. Það er mjög skemmtilegt að heyra,“ segir Arnór Ingvi. Enn meira gíraður eftir að hafa misst af úrslitaleiknum Ætla má að Arnór verði í fyrsta landsliðshópi Arnars Þórs Viðarssonar sem tilkynntur verður í dag. Hann missti af úrslitaleiknum um sæti á EM, gegn Ungverjalandi í nóvember, eftir að liðsfélagi hans smitaðist af kórónuveirunni. Í ljós kom svo að Arnór hafði smitast af honum. „Mér líst þvílíkt vel á að fara að byrja nýja undankeppni, sérstaklega eftir að síðasta keppni fór eins og hún fór á móti Ungverjalandi, og að hafa ekki fengið að vera partur af því. Þess vegna er maður enn meira gíraður í að fara áfram úr þessum riðli og alla leið á HM. Það er markmiðið okkar allra,“ segir Arnór. Þjálfari sem að maður ber rosalega virðingu fyrir Arnór skrifaði undir samning til tveggja ára við New England, með möguleika á eins árs framlengingu. Liðið komst í undanúrslit MLS-deildarinnar á síðustu leiktíð og leikur undir stjórn Bruce Arena sem stýrði bandaríska landsliðinu lengi. „Þetta er búinn að vera svolítið langur aðdragandi en ég er glaður að þetta sé loksins komið. Mér fannst vera kominn tími til að skipta, eins og þetta var allt saman að þróast í Malmö. Mér fannst mitt hlutverk ekki eins stórt og ég vildi, og þess vegna fannst mér rétt tímasetning að fara núna,“ segir Arnór Ingvi. „Þetta kom frekar fljótt upp og hljómaði strax mjög spennandi. Sú spenna jókst bara í mínum huga. Deildin er að verða mun sterkari með hverju árinu og þetta er líka skemmtilegt lið sem komst í úrslit austurdeildarinnar í fyrra. Bruce Arena er þjálfari. Maður ber rosalega virðingu fyrir honum og því sem hann hefur gert. Hann var mjög jákvæður og seldi mér þetta strax, og þá var ekkert annað í stöðunni en að klára dæmið,“ segir Arnór. Þessi 27 ára Suðurnesjamaður gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir New England þegar tímabilið hefst 17. apríl, frammi fyrir stuðningsmönnum ef að líkum lætur. Liðið spilar á Gillette-leikvanginum, heimavelli New England Patriots.
MLS HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Arnór til Bandaríkjanna Arnór Ingvi Traustason er genginn í raðir New England Revolution í MLS-deildinni. 15. mars 2021 21:07 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Arnór til Bandaríkjanna Arnór Ingvi Traustason er genginn í raðir New England Revolution í MLS-deildinni. 15. mars 2021 21:07
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti