Reykjavík - fyrir okkur öll! Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 17. mars 2021 08:30 Undanfarna mánuði hefur farið fram víðtækt samráð um mótun velferðarstefnu Reykjavíkurborgar. Í ferlinu hefur markvisst verið kallað eftir og hlýtt á fjölbreyttar raddir borgarbúa, samstarfsaðila, hagsmunaaðila, starfsfólks og kjörinna fulltrúa. Markmið stefnunnar er að auka lífsgæði fólks og tryggja að Reykjavík sé fyrir okkur öll. Nú liggja drög að velferðarstefnunni fyrir. Hún er hugsuð sem vegvísir fyrir borgarbúa og er rammi utan um metnaðarfullt og mannvænt velferðarstarf sem hefur það að markmiði að auka lífsgæði og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Áfram eru til stefnur í einstaka málaflokkum, s.s. í húsnæðismálum, málefnum aldraðra og málefnum fatlaðs fólks. Á velferðarsviði starfa yfir þrjú þúsund manns á rúmlega 100 starfsstöðum víðsvegar um borgina. Sviðið býður upp á margskonar einstaklingsbundna þjónustu, í heimahúsum, í skammtímadvölum, íbúðakjörnum, neyðarskýlum og félagsmiðstöðvum en einnig viðtöl og félagslega ráðgjöf. Kjarninn í velferðarstefnunni er að engin tveir einstaklingar eru eins en það á að vera grundvallarnálgun í velferðarþjónustu borgarinnar. Við viljum tryggja nálægð og aðgengileika, þjónustulipurð og skilvirkni, virðingu og umhyggju. Ennfremur er markmiðið að sýna frumkvæði og bregðast við fjölbreyttum þörfum einstaklinga og fjölskyldna fyrir velferðarþjónustu en það er mikilvæg nálgun í því fjölmenningarlega samfélagi sem Reykjavík er. Loks er mikilvægt að eiga reglubundið samtal og samráð við samfélagið, ekki síst fulltrúa notenda þjónustunnar. Auk greinarhöfundar sem er formaður velferðarráðs og stýrihóps um mótun stefnunnar áttu borgarfulltrúarnir Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri Græn og Egill Þór Jónsson Sjálfstæðisflokki sæti í hópnum, Ásta Þórdís Skjóldal Guðjónsdóttir frá Pepp, samtökum fólks í fátækt, Bergsteinn Þórðarson frá Öryrkjabandalaginu, Ingibjörg Sverrisdóttir frá félagi eldri borgara í Reykjavík, Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri og Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Verkefnisstjóri hópsins var Dís Sigurgeirsdóttir skrifstofustjóri. Um leið og ég færi þeim og þeim hundruðum borgarabúa, samstarfsaðila og starfsmanna sem hafa lagt hönd á plóg bestu þakkir fyrir samstarfið þá hvet ég borgarbúa til að kynna sér stefnudrögin og nota tækifærið til að gera athugasemdir við þau, koma með tillögur um hvernig borgin getur best sannarlega verið fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur farið fram víðtækt samráð um mótun velferðarstefnu Reykjavíkurborgar. Í ferlinu hefur markvisst verið kallað eftir og hlýtt á fjölbreyttar raddir borgarbúa, samstarfsaðila, hagsmunaaðila, starfsfólks og kjörinna fulltrúa. Markmið stefnunnar er að auka lífsgæði fólks og tryggja að Reykjavík sé fyrir okkur öll. Nú liggja drög að velferðarstefnunni fyrir. Hún er hugsuð sem vegvísir fyrir borgarbúa og er rammi utan um metnaðarfullt og mannvænt velferðarstarf sem hefur það að markmiði að auka lífsgæði og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Áfram eru til stefnur í einstaka málaflokkum, s.s. í húsnæðismálum, málefnum aldraðra og málefnum fatlaðs fólks. Á velferðarsviði starfa yfir þrjú þúsund manns á rúmlega 100 starfsstöðum víðsvegar um borgina. Sviðið býður upp á margskonar einstaklingsbundna þjónustu, í heimahúsum, í skammtímadvölum, íbúðakjörnum, neyðarskýlum og félagsmiðstöðvum en einnig viðtöl og félagslega ráðgjöf. Kjarninn í velferðarstefnunni er að engin tveir einstaklingar eru eins en það á að vera grundvallarnálgun í velferðarþjónustu borgarinnar. Við viljum tryggja nálægð og aðgengileika, þjónustulipurð og skilvirkni, virðingu og umhyggju. Ennfremur er markmiðið að sýna frumkvæði og bregðast við fjölbreyttum þörfum einstaklinga og fjölskyldna fyrir velferðarþjónustu en það er mikilvæg nálgun í því fjölmenningarlega samfélagi sem Reykjavík er. Loks er mikilvægt að eiga reglubundið samtal og samráð við samfélagið, ekki síst fulltrúa notenda þjónustunnar. Auk greinarhöfundar sem er formaður velferðarráðs og stýrihóps um mótun stefnunnar áttu borgarfulltrúarnir Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri Græn og Egill Þór Jónsson Sjálfstæðisflokki sæti í hópnum, Ásta Þórdís Skjóldal Guðjónsdóttir frá Pepp, samtökum fólks í fátækt, Bergsteinn Þórðarson frá Öryrkjabandalaginu, Ingibjörg Sverrisdóttir frá félagi eldri borgara í Reykjavík, Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri og Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Verkefnisstjóri hópsins var Dís Sigurgeirsdóttir skrifstofustjóri. Um leið og ég færi þeim og þeim hundruðum borgarabúa, samstarfsaðila og starfsmanna sem hafa lagt hönd á plóg bestu þakkir fyrir samstarfið þá hvet ég borgarbúa til að kynna sér stefnudrögin og nota tækifærið til að gera athugasemdir við þau, koma með tillögur um hvernig borgin getur best sannarlega verið fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar