Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2021 16:43 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Hún segir stofnunina hafa verið samþykka ákvörðun um að stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið í síðustu viku. Vísir/Egill Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. Lyfjastofnun var samþykk ákvörðun sóttvarnalæknis um tímabundið hlé á notkun bóluefnisins vegna fregna af hugsanlegum aukaverkunum þess í Evrópu í síðustu viku.. Sóttvarnalæknir ákvað að fylgja fordæmi norskra yfirvalda og stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið í síðustu viku. Það var gert í kjölfar tilkynninga um blóðtappa hjá einstaklingum sem höfðu fengið bóluefnið. Tveir heilbrigðisstarfsmenn á Norðurlöndum hafa látist af völdum blóðtappa. Fleiri Evrópuríki hafa fylgt í kjölfarið, þar á meðal Þýskaland, Frakkland, Spánn og Danmörk. Það gerðu þau þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segði ekki ástæðu til þess og að Lyfjastofnun Evrópu teldi engar vísbendingar um orsakasamhengi á milli blóðtappa og bóluefnis AstraZeneca. Svíar bættust í hópinn í dag og segja að tilkynnt hafi verið um fleiri mögulegar aukaverkanir sem tengjast blóði þar. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að sóttvarnalæknir hafi tekið ákvörðun sína í samráði við stofnunina og að hún hafi verið samþykk henni. Rannsókn á tilfellunum stæði yfir og því hafi ekki verið talin ástæða til annars en að doka við eftir niðurstöðum hennar, sérstaklega í ljósi þess að til stæði að bólusetja stóran hóp heilbrigðisstarfsmanna. „Við horfum náttúrulega líka til þess hve lítið er hér af smitum. Því var talið að við hefðum alveg andrými til þess að bíða eftir því að þetta væri skoðað frekar,“ segir Rúna í samtali við Vísi en aðeins einstaka tilfelli kórónuveirusmita hafa greinst á Íslandi undanfarna daga. Tilfellin hafa ekki komið upp á Íslandi Ekki hafa borist neinar tilkynningar um sambærileg tilfelli á Íslandi og þau sem urðu til þess að Norðmenn og fleiri þjóðir kusu að stöðva notkun bóluefnisins tímabundið. Rúna segir að aðeins hafi borist þrjár tilkynningar um blóðtapa eftir bólusetningu hér á landi, ein fyrir hvert þeirra þriggja bóluefna sem eru í notkun hér. Byrjað er að gefa hátt í 9.300 manns bóluefni AstraZeneca hér á landi samkvæmt tölum landlæknis og almannavarna. Bóluefnin gegn kórónuveirunni eru öll með svokallað skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu. Það krefst þess að öllum upplýsingum um mögulegar aukaverkanir bóluefnanna sé safnað. Rúna segir það mikilvægt til að bera saman við niðurstöður klínískra rannsókna á bóluefnunum. Upplýsingarnar geti leitt til þess að gefnar séu út viðvaranir um notkun bóluefnis eða lyfja gagnvart ákveðnum hópnum. Sumir erlendir sérfræðingar hafa deilt hart á ákvörðun Evrópuríkjanna um að stöðva notkun bóluefnisins. Hægt hefur gengið að bólusetja víða í Evrópu og tafir af þessum völdum geti leitt til enn fleiri dauðsfalla og þjáninga í faraldrinum. Þá geti uppákoman aukið efasemdir almennings um bóluefnið. AP-fréttastofan hafði eftir Michael Head, lýðheilsusérfræðingi við Háskólann í Southampton á Englandi, í gær að ákvörðun ríkjanna væri torskiljanlega enda lægju ekki nægar upplýsingar fyrir til að réttlæta það að stöðva notkun bóluefnisins. Telur viðbrögðin auka traust frekar en rýra það Rúna segist ekki geta tjáð sig um hvort að Evrópuríki hafi brugðist of hart við tilkynningum um blóðtappa. Þar hafi komið upp andlát sem komu yfirvöldum á óvart. Það séu heilbrigðisyfirvöld sem beri ábyrgð á sóttvörnum en ekki lyfjastofnanir ríkjanna sem hafi tekið ákvörðunina um að stöðva notkunina tímabundið. Hvað varðar tiltrú almennings á bóluefninu segist Rúna sjálf telja að skoðunin nú veki meira traust en hitt. Í tilkynningum um mögulegar aukaverkanir felist neytendavernd. „Ef það kemur eitthvað upp er það skoðað ofan í grunninn. Svo koma kannski einhverjar leiðbeiningar og varnarorð út úr þessu. Þú veist þá að það er búið að velta við hverjum steini,“ segir hún. Sérfræðingar Lyfjastofnunar Evrópu funda um notkun bóluefnis AstraZeneca í dag. Til stendur að stofnunin gefi út leiðbeiningar um framhaldið á fimmtudag en Rúna segir ekki loku fyrir það skotið að eitthvað berist frá henni strax í dag. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin fundar einnig um málið í dag. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09 Svíar stöðva einnig notkun á bóluefni AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca þar til að Lyfjastofnun Evrópu hefur lokið rannsókn sinni á mögulegum aukaverkunum. Fjölmörg ríki Evrópu hafa nú þegar stöðvað notkunina, þar á meðal Ísland, eftir að fréttir bárust af því að að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar. 16. mars 2021 08:23 Hittast á fundi og ræða bóluefni AstraZeneca Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar ætla að hittast í dag til að ræða bóluefnið frá Oxford-AstraZeneca, sem mörg Evrópuríki hafa ákveðið að hætta að nota tímabundið vegna fregna um að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar. 16. mars 2021 07:04 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Lyfjastofnun var samþykk ákvörðun sóttvarnalæknis um tímabundið hlé á notkun bóluefnisins vegna fregna af hugsanlegum aukaverkunum þess í Evrópu í síðustu viku.. Sóttvarnalæknir ákvað að fylgja fordæmi norskra yfirvalda og stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið í síðustu viku. Það var gert í kjölfar tilkynninga um blóðtappa hjá einstaklingum sem höfðu fengið bóluefnið. Tveir heilbrigðisstarfsmenn á Norðurlöndum hafa látist af völdum blóðtappa. Fleiri Evrópuríki hafa fylgt í kjölfarið, þar á meðal Þýskaland, Frakkland, Spánn og Danmörk. Það gerðu þau þrátt fyrir að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segði ekki ástæðu til þess og að Lyfjastofnun Evrópu teldi engar vísbendingar um orsakasamhengi á milli blóðtappa og bóluefnis AstraZeneca. Svíar bættust í hópinn í dag og segja að tilkynnt hafi verið um fleiri mögulegar aukaverkanir sem tengjast blóði þar. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að sóttvarnalæknir hafi tekið ákvörðun sína í samráði við stofnunina og að hún hafi verið samþykk henni. Rannsókn á tilfellunum stæði yfir og því hafi ekki verið talin ástæða til annars en að doka við eftir niðurstöðum hennar, sérstaklega í ljósi þess að til stæði að bólusetja stóran hóp heilbrigðisstarfsmanna. „Við horfum náttúrulega líka til þess hve lítið er hér af smitum. Því var talið að við hefðum alveg andrými til þess að bíða eftir því að þetta væri skoðað frekar,“ segir Rúna í samtali við Vísi en aðeins einstaka tilfelli kórónuveirusmita hafa greinst á Íslandi undanfarna daga. Tilfellin hafa ekki komið upp á Íslandi Ekki hafa borist neinar tilkynningar um sambærileg tilfelli á Íslandi og þau sem urðu til þess að Norðmenn og fleiri þjóðir kusu að stöðva notkun bóluefnisins tímabundið. Rúna segir að aðeins hafi borist þrjár tilkynningar um blóðtapa eftir bólusetningu hér á landi, ein fyrir hvert þeirra þriggja bóluefna sem eru í notkun hér. Byrjað er að gefa hátt í 9.300 manns bóluefni AstraZeneca hér á landi samkvæmt tölum landlæknis og almannavarna. Bóluefnin gegn kórónuveirunni eru öll með svokallað skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu. Það krefst þess að öllum upplýsingum um mögulegar aukaverkanir bóluefnanna sé safnað. Rúna segir það mikilvægt til að bera saman við niðurstöður klínískra rannsókna á bóluefnunum. Upplýsingarnar geti leitt til þess að gefnar séu út viðvaranir um notkun bóluefnis eða lyfja gagnvart ákveðnum hópnum. Sumir erlendir sérfræðingar hafa deilt hart á ákvörðun Evrópuríkjanna um að stöðva notkun bóluefnisins. Hægt hefur gengið að bólusetja víða í Evrópu og tafir af þessum völdum geti leitt til enn fleiri dauðsfalla og þjáninga í faraldrinum. Þá geti uppákoman aukið efasemdir almennings um bóluefnið. AP-fréttastofan hafði eftir Michael Head, lýðheilsusérfræðingi við Háskólann í Southampton á Englandi, í gær að ákvörðun ríkjanna væri torskiljanlega enda lægju ekki nægar upplýsingar fyrir til að réttlæta það að stöðva notkun bóluefnisins. Telur viðbrögðin auka traust frekar en rýra það Rúna segist ekki geta tjáð sig um hvort að Evrópuríki hafi brugðist of hart við tilkynningum um blóðtappa. Þar hafi komið upp andlát sem komu yfirvöldum á óvart. Það séu heilbrigðisyfirvöld sem beri ábyrgð á sóttvörnum en ekki lyfjastofnanir ríkjanna sem hafi tekið ákvörðunina um að stöðva notkunina tímabundið. Hvað varðar tiltrú almennings á bóluefninu segist Rúna sjálf telja að skoðunin nú veki meira traust en hitt. Í tilkynningum um mögulegar aukaverkanir felist neytendavernd. „Ef það kemur eitthvað upp er það skoðað ofan í grunninn. Svo koma kannski einhverjar leiðbeiningar og varnarorð út úr þessu. Þú veist þá að það er búið að velta við hverjum steini,“ segir hún. Sérfræðingar Lyfjastofnunar Evrópu funda um notkun bóluefnis AstraZeneca í dag. Til stendur að stofnunin gefi út leiðbeiningar um framhaldið á fimmtudag en Rúna segir ekki loku fyrir það skotið að eitthvað berist frá henni strax í dag. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin fundar einnig um málið í dag.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09 Svíar stöðva einnig notkun á bóluefni AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca þar til að Lyfjastofnun Evrópu hefur lokið rannsókn sinni á mögulegum aukaverkunum. Fjölmörg ríki Evrópu hafa nú þegar stöðvað notkunina, þar á meðal Ísland, eftir að fréttir bárust af því að að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar. 16. mars 2021 08:23 Hittast á fundi og ræða bóluefni AstraZeneca Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar ætla að hittast í dag til að ræða bóluefnið frá Oxford-AstraZeneca, sem mörg Evrópuríki hafa ákveðið að hætta að nota tímabundið vegna fregna um að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar. 16. mars 2021 07:04 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09
Svíar stöðva einnig notkun á bóluefni AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca þar til að Lyfjastofnun Evrópu hefur lokið rannsókn sinni á mögulegum aukaverkunum. Fjölmörg ríki Evrópu hafa nú þegar stöðvað notkunina, þar á meðal Ísland, eftir að fréttir bárust af því að að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar. 16. mars 2021 08:23
Hittast á fundi og ræða bóluefni AstraZeneca Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar ætla að hittast í dag til að ræða bóluefnið frá Oxford-AstraZeneca, sem mörg Evrópuríki hafa ákveðið að hætta að nota tímabundið vegna fregna um að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar. 16. mars 2021 07:04