„Engar breytingar sem fólk mun finna fyrir“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2021 11:57 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Óverulegar breytingar taka gildi með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir 18. mars. Helstu breytingar snúa að ráðstöfunum í kringum hlé á tónleikum og í leikhúsi. Fjöldamörk og annað helst óbreytt. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Ríkisstjórnin fór á fundinum yfir tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi samkomutakmarkanir innanlands. Svandís sagði að tillögurnar tækju gildi 18. mars og yrðu í gildi í þrjár vikur, eða til 9. apríl. Breytingarnar með nýju reglugerðinni væru óverulegar. Aðallega væri verið að skerpa á ákveðnum ráðstöfunum í kringum hlé á tónleikum og í leikhúsi. „Þannig að það eru í sjálfu sér engar breytingar sem fólk mun finna fyrir,“ sagði Svandís. Tillögur að breytingum sem sóttvarnalæknir er með í smíðum um fyrirkomulag á landamærum eru ekki hluti af reglugerðinni sem tekur gildi á morgun, að sögn Svandísar. Tillögurnar snúa til dæmis að því að börn fari í sýnatöku við komuna til landsins og aukna notkun á farsóttarhúsi. Svandís sagði að farið yrði yfir þessar tillögur á ráðherrafundi. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að ný reglugerð tæki gildi á morgun, 17. mars. Hið rétta er að þær taka gildi 18. mars. Þetta hefur verið leiðrétt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ár síðan samkomubann tók gildi Í dag er ár síðan samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi hér á landi. Á miðnætti mánudaginn 16. mars 2020 tók gildi reglugerð þar sem kveðið var á um að ekki mættu fleiri en 100 manns koma saman, til dæmis á tónleikum, íþróttaviðburðum og við kirkjuathafnir. 16. mars 2021 08:56 Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25 Tilslakanir ekki í kortunum: „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna” Tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands eru ekki í kortunum, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þórólfur hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum sínum um næstu aðgerðir en vill ekki gefa upp hvað nákvæmlega felst í þeim fyrir utan það að litlar breytingar verði innanlands. 15. mars 2021 12:22 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Ríkisstjórnin fór á fundinum yfir tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi samkomutakmarkanir innanlands. Svandís sagði að tillögurnar tækju gildi 18. mars og yrðu í gildi í þrjár vikur, eða til 9. apríl. Breytingarnar með nýju reglugerðinni væru óverulegar. Aðallega væri verið að skerpa á ákveðnum ráðstöfunum í kringum hlé á tónleikum og í leikhúsi. „Þannig að það eru í sjálfu sér engar breytingar sem fólk mun finna fyrir,“ sagði Svandís. Tillögur að breytingum sem sóttvarnalæknir er með í smíðum um fyrirkomulag á landamærum eru ekki hluti af reglugerðinni sem tekur gildi á morgun, að sögn Svandísar. Tillögurnar snúa til dæmis að því að börn fari í sýnatöku við komuna til landsins og aukna notkun á farsóttarhúsi. Svandís sagði að farið yrði yfir þessar tillögur á ráðherrafundi. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að ný reglugerð tæki gildi á morgun, 17. mars. Hið rétta er að þær taka gildi 18. mars. Þetta hefur verið leiðrétt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ár síðan samkomubann tók gildi Í dag er ár síðan samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi hér á landi. Á miðnætti mánudaginn 16. mars 2020 tók gildi reglugerð þar sem kveðið var á um að ekki mættu fleiri en 100 manns koma saman, til dæmis á tónleikum, íþróttaviðburðum og við kirkjuathafnir. 16. mars 2021 08:56 Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25 Tilslakanir ekki í kortunum: „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna” Tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands eru ekki í kortunum, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þórólfur hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum sínum um næstu aðgerðir en vill ekki gefa upp hvað nákvæmlega felst í þeim fyrir utan það að litlar breytingar verði innanlands. 15. mars 2021 12:22 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Ár síðan samkomubann tók gildi Í dag er ár síðan samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi hér á landi. Á miðnætti mánudaginn 16. mars 2020 tók gildi reglugerð þar sem kveðið var á um að ekki mættu fleiri en 100 manns koma saman, til dæmis á tónleikum, íþróttaviðburðum og við kirkjuathafnir. 16. mars 2021 08:56
Þeir sem eru bólusettir utan Schengen mega koma til landsins Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningarvottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Þar með má hleypa þeim inn í landið sem bólusettir eru gegn kórónuveirunni í til dæmis Bretlandi og Bandaríkjunum. 16. mars 2021 11:25
Tilslakanir ekki í kortunum: „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna” Tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands eru ekki í kortunum, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þórólfur hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum sínum um næstu aðgerðir en vill ekki gefa upp hvað nákvæmlega felst í þeim fyrir utan það að litlar breytingar verði innanlands. 15. mars 2021 12:22