Burðardýrið játaði en meintir skipuleggjendur neita Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. mars 2021 10:14 Efnin fundust í fórum kvennanna við komu þeirra til landsins í desember. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð fer fram í dag í máli tveggja Spánverja, karls og konu á fertugsaldri, sem ákærð eru fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeim er gefið að sök að hafa þann 19. desember síðastliðinn staðið að innflutningi á tæplega fimm kílóum af hassi, um 5100 E-töflum og eitt hundrað stykkjum af LSD. Konan er sögð hafa flutt efnin sem farþegi með flugi frá Amsterdam í Hollandi, með millilendingu í Stokkhólmi í Svíþjóð, og þaðan með flugi Icelandair til Keflavíkur. Efnin fundust í ferðatösku sem hún hafði meðferðis við komuna til Íslands. Karlmaðurinn er sakaður um að hafa skipulagt komu hennar með því að bóka flugið og greiða fyrir farmiðann. Önnur kona, þriðji Spánverjinn, var einnig ákærð í málinu fyrir innflutning í málinu en um 250 grömm af metamfetamíni fundust innvortis og í dömubindum í nærfatnaði hennar. Karlmaðurinn skipulagði sömuleiðis ferð hennar, bókaði flug og greiddi fyrir farmiða. Konan játaði brot sitt við þingfestingu og var hennar mál því aðskilið hinum tveimur. Var hún dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir brot sitt. Hin tvö neita sök og er aðalmeðferð í máli þeirra í gangi þessa stundina í Héraðsdómi Reykjaness. Þau eru sömuleiðis sökuð um að hafa staðið að innflutningnum sem hin konan játaði. Karlmaðurinn er sagður hafa pakkað fíkniefnunum inn og fylgt henni í flugið. Gerð er krafa um upptöku allra fíkniefnanna. Reikna má með dómi í málinu innan fjögurra vikna. Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Dómsmál Smygl Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Konan er sögð hafa flutt efnin sem farþegi með flugi frá Amsterdam í Hollandi, með millilendingu í Stokkhólmi í Svíþjóð, og þaðan með flugi Icelandair til Keflavíkur. Efnin fundust í ferðatösku sem hún hafði meðferðis við komuna til Íslands. Karlmaðurinn er sakaður um að hafa skipulagt komu hennar með því að bóka flugið og greiða fyrir farmiðann. Önnur kona, þriðji Spánverjinn, var einnig ákærð í málinu fyrir innflutning í málinu en um 250 grömm af metamfetamíni fundust innvortis og í dömubindum í nærfatnaði hennar. Karlmaðurinn skipulagði sömuleiðis ferð hennar, bókaði flug og greiddi fyrir farmiða. Konan játaði brot sitt við þingfestingu og var hennar mál því aðskilið hinum tveimur. Var hún dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir brot sitt. Hin tvö neita sök og er aðalmeðferð í máli þeirra í gangi þessa stundina í Héraðsdómi Reykjaness. Þau eru sömuleiðis sökuð um að hafa staðið að innflutningnum sem hin konan játaði. Karlmaðurinn er sagður hafa pakkað fíkniefnunum inn og fylgt henni í flugið. Gerð er krafa um upptöku allra fíkniefnanna. Reikna má með dómi í málinu innan fjögurra vikna.
Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Dómsmál Smygl Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira