Brooklyn vann baráttuna um New York og rýkur upp Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2021 07:31 James Harden kominn að körfu New York Knicks í sigrinum í nótt. AP/Frank Franklin II Línurnar eru teknar að skýrast í NBA-deildinni í körfubolta en liðin í efsta hlutanum í bæði vestur- og austurdeild fögnuðu sigri í nótt. Brooklyn Nets unnu baráttuna um New York þegar þeir fengu Knicks í heimsókn í gær, 117-112. James Harden var einn af nokkrum sem skoruðu þrefalda tvennu í leikjum gærdagsins en hann var með 21 stig, 15 fráköst og 15 stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 34 stig og var stigahæstur Nets. Eins og vonir stóðu til varð Brooklyn eitt albesta lið deildarinnar með komu Hardens í janúar. Eftir fimm sigra í röð er Brooklyn í 2. sæti austurdeildar með 27 sigra eins og Philadelphia 76ers, en 13 töp í stað 12 hjá Philadelphia. The @BrooklynNets move to 13-1 in their last 14 games! pic.twitter.com/5SS8GceTGC— NBA (@NBA) March 16, 2021 Giannis og LeBron með þrefalda tvennu Milwaukee Bucks eru svo í 3. sætinu með 25 sigra og 14 töp. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liðinu í gær í 133-122 sigri gegn Washington Wizards. Grikkinn gerði þrefalda tvennu í þriðja leiknum í röð en hann skoraði 31 stig, tók 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Giannis (31 PTS, 15 REB, 10 AST) leads the @Bucks to 4 straight wins and becomes the 1st player with 3 straight triple-doubles in franchise history! pic.twitter.com/TlscmIn8Ey— NBA (@NBA) March 16, 2021 Eftir sigurinn góða á Utah Jazz áttu Golden State Warriors hins vegar ekki roð við meisturum Los Angeles Lakers í gær. LeBron James skoraði 22 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst, í 128-97 sigri Lakers. Stephen Curry skoraði 27 stig og gaf tvær stoðsendingar. Þar með hefur hann gefið flestar stoðsendingar í sögu Golden State eða 4.855, einni fleiri en Guy Rodgers. Þetta afrekaði Curry degi eftir að hafa orðið 33 ára, á sinni tólftu leiktíð í NBA. Lakers eru í 3. sæti vesturdeildar með 26 sigra líkt og Phoenix Suns og LA Clippers sem einnig unnu í nótt. Utah Jazz er á toppnum með sigurhlutfallið 28/10, Phoenix er með 26/12, Lakers 26/13 og Clippers 26/15. Úrslitin í nótt: Charlotte 122-116 Sacramento Washington 122-133 Milwaukee Detroit 99-109 San Antonio Brooklyn 117-112 New York Dallas 99-109 LA Clippers Denver 121-106 Indiana Phoenix 122-99 Memphis Golden State 97-128 LA Lakers NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Brooklyn Nets unnu baráttuna um New York þegar þeir fengu Knicks í heimsókn í gær, 117-112. James Harden var einn af nokkrum sem skoruðu þrefalda tvennu í leikjum gærdagsins en hann var með 21 stig, 15 fráköst og 15 stoðsendingar. Kyrie Irving skoraði 34 stig og var stigahæstur Nets. Eins og vonir stóðu til varð Brooklyn eitt albesta lið deildarinnar með komu Hardens í janúar. Eftir fimm sigra í röð er Brooklyn í 2. sæti austurdeildar með 27 sigra eins og Philadelphia 76ers, en 13 töp í stað 12 hjá Philadelphia. The @BrooklynNets move to 13-1 in their last 14 games! pic.twitter.com/5SS8GceTGC— NBA (@NBA) March 16, 2021 Giannis og LeBron með þrefalda tvennu Milwaukee Bucks eru svo í 3. sætinu með 25 sigra og 14 töp. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liðinu í gær í 133-122 sigri gegn Washington Wizards. Grikkinn gerði þrefalda tvennu í þriðja leiknum í röð en hann skoraði 31 stig, tók 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Giannis (31 PTS, 15 REB, 10 AST) leads the @Bucks to 4 straight wins and becomes the 1st player with 3 straight triple-doubles in franchise history! pic.twitter.com/TlscmIn8Ey— NBA (@NBA) March 16, 2021 Eftir sigurinn góða á Utah Jazz áttu Golden State Warriors hins vegar ekki roð við meisturum Los Angeles Lakers í gær. LeBron James skoraði 22 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst, í 128-97 sigri Lakers. Stephen Curry skoraði 27 stig og gaf tvær stoðsendingar. Þar með hefur hann gefið flestar stoðsendingar í sögu Golden State eða 4.855, einni fleiri en Guy Rodgers. Þetta afrekaði Curry degi eftir að hafa orðið 33 ára, á sinni tólftu leiktíð í NBA. Lakers eru í 3. sæti vesturdeildar með 26 sigra líkt og Phoenix Suns og LA Clippers sem einnig unnu í nótt. Utah Jazz er á toppnum með sigurhlutfallið 28/10, Phoenix er með 26/12, Lakers 26/13 og Clippers 26/15. Úrslitin í nótt: Charlotte 122-116 Sacramento Washington 122-133 Milwaukee Detroit 99-109 San Antonio Brooklyn 117-112 New York Dallas 99-109 LA Clippers Denver 121-106 Indiana Phoenix 122-99 Memphis Golden State 97-128 LA Lakers
Charlotte 122-116 Sacramento Washington 122-133 Milwaukee Detroit 99-109 San Antonio Brooklyn 117-112 New York Dallas 99-109 LA Clippers Denver 121-106 Indiana Phoenix 122-99 Memphis Golden State 97-128 LA Lakers
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira