Meðferðir fyrir þurran hársvörð Harklinikken 18. mars 2021 13:40 Hársvörðurinn er líkt og viðkvæmt vistkerfi, eða líffræðilegt umhverfi, sem krefst umhyggju og markvissrar hreinsunar Harklinikken er þekkt fyrir meðferðir á hárlosi kvenna og karla og hárheilbrigði. Hársvörðurinn er líkt og viðkvæmt vistkerfi, eða líffræðilegt umhverfi, sem krefst umhyggju og markvissrar hreinsunar. Þegar fólk vanrækir umhirðu hársvarðarins verða truflanir á viðkvæmu vistkerfinu og þurrkur, kláði og erting geta komið fram í hársverðinum, að sögn Lars Skjoeth sem er stofnandi og aðalrannsakandi Harklinikken. Fyrirtækið er þekkt fyrir meðferðir á hárlosi kvenna og karla og hárheilbrigði. Harklinikken er með útibú að Laugavegi 15 en þar er starfrækt bæði verslun og kliník. Þegar mikil röskun verður á umhverfinu í hársverðinum í lengri tíma getur aukin hárþynning komið fram hjá fólki með heilbrigt hár. Stöðug umhirða hársvarðarins er áskilin til að hafa stöðugt fagurt, gljáandi hár og til að sporna gegn hárþynningu hjá konum. Þegar umhirðu hársvarðarins er ekki sinnt er aukin hætta á ertingu, roða, sýkingum og bólgum. Slík einkenni eru aðeins hluti af afleiðingum þess að vanrækja umhirðu hársvarðarins. Þegar ójafnvægi verður á vistkerfi hársvarðarins aukast líkurnar á hárþynningu. Þurr hársvörður kann að koma í veg fyrir hárvöxt vegna þess að smágerðar húðagnir stífla hársekkina. Þegar hársekkirnir stíflast safnast upp húðfita sem takmarkar hárvöxt enn frekar og veldur því að hárið verður þynnra. Þurr hársvörður kann einnig að valda ertingu og aukin tilhneiging verður til að klóra í hársvörðinn til að lina kláðann. Slíkt klór getur skaðað hársekkina og einnig stuðlað að hárþynningu. Harklinikken varar við afeitrunarmeðferðum fyrir hársvörð vegna þess að slíkar meðferðir innihalda iðulega sterk innihaldsefni sem hafa meiri ókosti en kosti í för með sér fyrir viðkvæma húð hársvarðarins. Þegar þú telur þig þurfa á afeitrunarmeðferð að halda skaltu forðast gróft skrúbb en slíkt skrúbb getur valdið skemmdum neðst á hárlokkunum og á þann hátt dregið úr styrkleika, gljáa og fegurð þeirra. Afeitrunarmeðferðir geta þar að auki raskað viðkvæmu vistkerfi hársvarðarins annað hvort með því að auka þurrk, eða valda uppsöfnun olíu og húðfitu á hársekkjunum. Lars Skjoeth, stofnandi og aðalrannsakandi Harklinikken, hefur með þrotlausri vinnu sinni náð að blanda framúrskarandi hársápu fyrir hársvörðinn Hefur blandað framúrskarandi hársápu Lars Skjoeth hefur með þrotlausri vinnu sinni náð að blanda framúrskarandi hársápu fyrir hársvörðinn. Hann beitir við vinnu sína heildrænni nálgun til að búa til efnablöndur sem endurnæra hársekki með framúrskarandi árangri. ,,Balancing Shampoo frá okkur er spennandi ráð fyrir alla sem vilja bæta úr umhirðu hársvarðarins eða líkamsumhirðu almennt og hefja umhirðu hársins í nýjar hæðir. Hársápan er mild efnablanda sem gefur hárinu kraft og kemur jafnvægi á pH-gildi hársvarðarins. Hárið endurnýjast, hreinsast og losnar við allar takmarkanir sem fylgja mjög þurrum hársverði. Efnablanda Balancing Shampoo frá okkur er viðurkennd og ráðlögð af húðlæknum um allan heim. Sérfræðingar mæla með slíkri meðhöndlun á þurrum hársverði vegna einstakra eiginleika efnablöndunnar til að meðhöndla flösu og húðbólgu. Hársvörðurinn endurnærist og kemst aftur í náttúrulegt og heilbrigt horf. Um leið dregur úr vanmætti þínum andspænis hárþynningu og þú upplifir fegurðina á ný að utan sem að innan," segir Lars. ,,Við mælum með notkun Harklinikken-hársápunnar og rakagefandi meðferðarinnar okkar sem innihalda framúrskarandi efnablöndur og úrvals innihaldsefni til að hreinsa hársvörðinn og veita frábæra hárumhirðu. Við mælum einnig með Extractinu okkar fyrir alla sem vilja leggja rækt við og hirða vel um hársvörðinn. Þessi sérblandaða lausn fyrir hársvörðinn er handgerð úr hreinum innihaldsefnum og náttúrulegum hráefnum. Henni er blandað handvirkt eftir þörfum hvers og eins til að endurnæra bæði hárið og hársvörðinn." Harklinikken er með útibú að Laugavegi 15 en þar er starfrækt bæði verslun og kliník Hægt er að kynna sér málið nánar á harklinikken.is Heilsa Förðun Tíska og hönnun Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Sjá meira
Hársvörðurinn er líkt og viðkvæmt vistkerfi, eða líffræðilegt umhverfi, sem krefst umhyggju og markvissrar hreinsunar. Þegar fólk vanrækir umhirðu hársvarðarins verða truflanir á viðkvæmu vistkerfinu og þurrkur, kláði og erting geta komið fram í hársverðinum, að sögn Lars Skjoeth sem er stofnandi og aðalrannsakandi Harklinikken. Fyrirtækið er þekkt fyrir meðferðir á hárlosi kvenna og karla og hárheilbrigði. Harklinikken er með útibú að Laugavegi 15 en þar er starfrækt bæði verslun og kliník. Þegar mikil röskun verður á umhverfinu í hársverðinum í lengri tíma getur aukin hárþynning komið fram hjá fólki með heilbrigt hár. Stöðug umhirða hársvarðarins er áskilin til að hafa stöðugt fagurt, gljáandi hár og til að sporna gegn hárþynningu hjá konum. Þegar umhirðu hársvarðarins er ekki sinnt er aukin hætta á ertingu, roða, sýkingum og bólgum. Slík einkenni eru aðeins hluti af afleiðingum þess að vanrækja umhirðu hársvarðarins. Þegar ójafnvægi verður á vistkerfi hársvarðarins aukast líkurnar á hárþynningu. Þurr hársvörður kann að koma í veg fyrir hárvöxt vegna þess að smágerðar húðagnir stífla hársekkina. Þegar hársekkirnir stíflast safnast upp húðfita sem takmarkar hárvöxt enn frekar og veldur því að hárið verður þynnra. Þurr hársvörður kann einnig að valda ertingu og aukin tilhneiging verður til að klóra í hársvörðinn til að lina kláðann. Slíkt klór getur skaðað hársekkina og einnig stuðlað að hárþynningu. Harklinikken varar við afeitrunarmeðferðum fyrir hársvörð vegna þess að slíkar meðferðir innihalda iðulega sterk innihaldsefni sem hafa meiri ókosti en kosti í för með sér fyrir viðkvæma húð hársvarðarins. Þegar þú telur þig þurfa á afeitrunarmeðferð að halda skaltu forðast gróft skrúbb en slíkt skrúbb getur valdið skemmdum neðst á hárlokkunum og á þann hátt dregið úr styrkleika, gljáa og fegurð þeirra. Afeitrunarmeðferðir geta þar að auki raskað viðkvæmu vistkerfi hársvarðarins annað hvort með því að auka þurrk, eða valda uppsöfnun olíu og húðfitu á hársekkjunum. Lars Skjoeth, stofnandi og aðalrannsakandi Harklinikken, hefur með þrotlausri vinnu sinni náð að blanda framúrskarandi hársápu fyrir hársvörðinn Hefur blandað framúrskarandi hársápu Lars Skjoeth hefur með þrotlausri vinnu sinni náð að blanda framúrskarandi hársápu fyrir hársvörðinn. Hann beitir við vinnu sína heildrænni nálgun til að búa til efnablöndur sem endurnæra hársekki með framúrskarandi árangri. ,,Balancing Shampoo frá okkur er spennandi ráð fyrir alla sem vilja bæta úr umhirðu hársvarðarins eða líkamsumhirðu almennt og hefja umhirðu hársins í nýjar hæðir. Hársápan er mild efnablanda sem gefur hárinu kraft og kemur jafnvægi á pH-gildi hársvarðarins. Hárið endurnýjast, hreinsast og losnar við allar takmarkanir sem fylgja mjög þurrum hársverði. Efnablanda Balancing Shampoo frá okkur er viðurkennd og ráðlögð af húðlæknum um allan heim. Sérfræðingar mæla með slíkri meðhöndlun á þurrum hársverði vegna einstakra eiginleika efnablöndunnar til að meðhöndla flösu og húðbólgu. Hársvörðurinn endurnærist og kemst aftur í náttúrulegt og heilbrigt horf. Um leið dregur úr vanmætti þínum andspænis hárþynningu og þú upplifir fegurðina á ný að utan sem að innan," segir Lars. ,,Við mælum með notkun Harklinikken-hársápunnar og rakagefandi meðferðarinnar okkar sem innihalda framúrskarandi efnablöndur og úrvals innihaldsefni til að hreinsa hársvörðinn og veita frábæra hárumhirðu. Við mælum einnig með Extractinu okkar fyrir alla sem vilja leggja rækt við og hirða vel um hársvörðinn. Þessi sérblandaða lausn fyrir hársvörðinn er handgerð úr hreinum innihaldsefnum og náttúrulegum hráefnum. Henni er blandað handvirkt eftir þörfum hvers og eins til að endurnæra bæði hárið og hársvörðinn." Harklinikken er með útibú að Laugavegi 15 en þar er starfrækt bæði verslun og kliník Hægt er að kynna sér málið nánar á harklinikken.is
Heilsa Förðun Tíska og hönnun Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Sjá meira