Tileinkaði föllnum félaga Ólympíusætið og með tattú af honum á upphandleggnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. mars 2021 12:30 Rui Silva er með flennistórt flúr af Alfredo Quintana á hægri upphandleggnum. instagram-síða rui silva Leikmenn portúgalska landsliðsins tileinkuðu Alfredo Quintana heitnum Ólympíusætið sem þeir náðu í gær. Portúgal tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó með ævintýralegum sigri á Frakklandi í gær, 29-28. Rui Silva skoraði sigurmark Portúgala úr hraðaupphlaupi í þann mund sem leikurinn kláraðist. Sigurinn var stór fyrir Portúgali. Þetta er ekki bara í fyrsta sinn sem þeir komast á Ólympíuleikana heldur gerðu þeir það eftir að hafa orðið fyrir gríðarlega miklu áfalli í síðasta mánuði þegar aðalmarkvörður þeirra, Alfredo Quintana, lést, aðeins 32 ára. Eftir að Silva skoraði sigurmark Portúgals benti hann til himins og ljóst var að Quintana var honum ofarlega í huga á þeirri stundu. Ekki nóg með að Silva hafi minnst Quintana með þessum hætti heldur er hann með stórt húðflúr af markverðinum á hægri upphandlegg sínum. Silva birti mynd af flúrinu á Instagram í gær með fallegum skilaboðum til fallins félaga. Í mjög lauslegri þýðingu segir þar: „Þú hljópst með mér, skaust með mér og skoraðir með mér. Nú förum við saman til Tókýó og saman höldum við áfram að skrifa söguna. Fyrir þig, í dag og alla daga.“ View this post on Instagram A post shared by Rui Silva (@ruiisilva14) Silva og Quintana voru ekki bara samherjar í landsliðinu heldur einnig hjá Porto. Fjölmargir portúgalskir landsliðsmenn leika með því sterka liði. Frakkland og Portúgal komust áfram úr riðlinum en Króatía og Túnis sátu eftir með sár ennið. Króatar voru allt annað en sáttir og töldu að Frakkar hefðu kastað sigrinum viljandi frá sér. Frakkland var þremur mörkum yfir, 25-28, þegar fjórar mínútur voru eftir en Portúgal skoraði síðustu fjögur mörk leiksins. Melvyn Richardson fór sérstaklega illa að ráði sínu undir lokin en hann átti tvö misheppnuð skot og tapaði svo boltanum í lokasókn Frakka. Á myndbandi sem sænski blaðamaðurinn Johan Flinck birtir á Twitter mátti sjá Nicolas Tournat blikka í átt til Richardson í leikhléi Frakka fyrir lokasókn þeirra. Här är videon som väcker konspirationsteoretikern efter att Frankrike tappat 28-25 till 28-29 mot Portugal sista 4 minuterna:Tournats blinkning i timeouten med 30 sek kvar till Richardson, som kastade bort de tre sista anfallen (två missade skott och ett tekniskt fel till sist). pic.twitter.com/IjFvkjJhKx— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 15, 2021 Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira
Portúgal tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó með ævintýralegum sigri á Frakklandi í gær, 29-28. Rui Silva skoraði sigurmark Portúgala úr hraðaupphlaupi í þann mund sem leikurinn kláraðist. Sigurinn var stór fyrir Portúgali. Þetta er ekki bara í fyrsta sinn sem þeir komast á Ólympíuleikana heldur gerðu þeir það eftir að hafa orðið fyrir gríðarlega miklu áfalli í síðasta mánuði þegar aðalmarkvörður þeirra, Alfredo Quintana, lést, aðeins 32 ára. Eftir að Silva skoraði sigurmark Portúgals benti hann til himins og ljóst var að Quintana var honum ofarlega í huga á þeirri stundu. Ekki nóg með að Silva hafi minnst Quintana með þessum hætti heldur er hann með stórt húðflúr af markverðinum á hægri upphandlegg sínum. Silva birti mynd af flúrinu á Instagram í gær með fallegum skilaboðum til fallins félaga. Í mjög lauslegri þýðingu segir þar: „Þú hljópst með mér, skaust með mér og skoraðir með mér. Nú förum við saman til Tókýó og saman höldum við áfram að skrifa söguna. Fyrir þig, í dag og alla daga.“ View this post on Instagram A post shared by Rui Silva (@ruiisilva14) Silva og Quintana voru ekki bara samherjar í landsliðinu heldur einnig hjá Porto. Fjölmargir portúgalskir landsliðsmenn leika með því sterka liði. Frakkland og Portúgal komust áfram úr riðlinum en Króatía og Túnis sátu eftir með sár ennið. Króatar voru allt annað en sáttir og töldu að Frakkar hefðu kastað sigrinum viljandi frá sér. Frakkland var þremur mörkum yfir, 25-28, þegar fjórar mínútur voru eftir en Portúgal skoraði síðustu fjögur mörk leiksins. Melvyn Richardson fór sérstaklega illa að ráði sínu undir lokin en hann átti tvö misheppnuð skot og tapaði svo boltanum í lokasókn Frakka. Á myndbandi sem sænski blaðamaðurinn Johan Flinck birtir á Twitter mátti sjá Nicolas Tournat blikka í átt til Richardson í leikhléi Frakka fyrir lokasókn þeirra. Här är videon som väcker konspirationsteoretikern efter att Frankrike tappat 28-25 till 28-29 mot Portugal sista 4 minuterna:Tournats blinkning i timeouten med 30 sek kvar till Richardson, som kastade bort de tre sista anfallen (två missade skott och ett tekniskt fel till sist). pic.twitter.com/IjFvkjJhKx— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 15, 2021
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Í beinni: Haukar - FH | Risaleikur á Ásvöllum Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Sjá meira