Innlent

Bíla­salur Björgunar­sveitarinnar Þor­björns lék á reiði­skjálfi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Úr bílasal Björgunarsveitarinnar Þorbjörns.
Úr bílasal Björgunarsveitarinnar Þorbjörns. Skjáskot

Það lék allt á reiðiskjálfi í bílasal Björgunarsveitarinnar Þorbjörns á þriðja tímanum í dag þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir suðvesturhorn landsins.

Björgunarsveitin birti myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum bílasalarins á Facebook þar sem má sjá björgunarsveitabíla og tæki hristast vegna skjálftans.

Skjálftinn reið yfir klukkan 14:15 og átti hann upptök sín um 2,5 kílómetra vestur af Nátthaga. Skjálftinn fannst víða um land, meðal annars á Suðurlandi, í Stykkishólmi og Búðardal. Þá segir í tilkynningu frá Veðurstofu að skjálftinn hafi fundist norður á Sauðárkrók og suður í Vestmannaeyjar.


Tengdar fréttir

Vörur hrundu úr hillum þegar jarð­skjálftinn reið yfir

Vörur hrundu úr hillum verslunar Nettó í Grindavík þegar heldur kröftugur skjálfti, sem var 5,4 að stærð, reið yfir klukkan 14:15 í dag. Skjálftinn átti upptök sín um fimm kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×